Tuesday, August 28, 2007

Jæja

þá er komið að því að setjast aftur á skólabekk;-)
Á morgun og hinn er ég í staðlotu í námskeiðinu "aðferðafræði og menntarannsóknir" frá 9-16 í Kennó..
Er búin að prenta út glærur og fyrirlestra og er tilbúin í skólann:-)




Það gengur allt vel í vinnunni og börnin eru þæg, góð og áhugasöm ;-)
Í dag fórum við í gönguferð og týndum jurtir sem verða notaðar við kennslu í heimilisfræði, m.a. læra nemendur að þurrka þær og nota sem kryddjurtir í matargerð;-)

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
29.ágúst

Veraldleg velgengni og góðar kringumstæður byggðar á heppni verða auðveldlega að engu. Þetta er jafn hverfullt og tálsýn. En ástand Búddatignar, þegar því er náð, er aldrei hægt að skemma, ekki um alla eilífð. Við munum njóta tilveru sem er barmafull af góðri gæfu og ómælanlegri gleði æviskeið eftir æviskeið.


Þangað til næst...
Sandra nemandi í mastersnámi;-)

Tuesday, August 21, 2007

Námskeiðið

var fræðandi, erfitt, skemmtilegt, þroskandi og allt þar á milli.
Ýmislegt kom á óvart, en annað var eins og búist var við.
Kynnist nýju fólki og sá nýjar hliðar á einstaklingum sem ég hef þekkt í mislangan tíma.
Upplifði margt nýtt og spennandi.
Er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara á þetta námskeið á þessum stað og hefði sko alls ekki viljað missa af því:-)

Mynd af kastalanum í Taplow Court:

Það eru komnar fleiri myndir frá ferðinni á myndasíðuna..

Hef ekki meira að segja í bili
en vil enda eins og vanalega á leiðsögn frá Ikeda:

20.ágúst
Að vera óttalaus alveg sama hvað gerist – það er kjarni sannrar hamingju. Að halda hiklaust fram á veginn þrátt fyrir það sem koma skal – það er andinn, ásetningurinn, sem leiðir til manneskjubyltingar. En ef við leyfum okkur að láta truflast af smávægilegri gagnrýni og rógburði, ef við óttumst þrýsting og ofsóknir, munum við aldrei þroskast eða skapa neitt sem hefur gildi.

Thursday, August 16, 2007

Með sól í hjarta



Já lífið er yndislegt þessa stundina:-)
Margt gott að gerast í kringum mig, gengur vel á flestum sviðum, hef breytt neikvæðum hlutum í jákvæða og ég er á leiðinni á búddistanámskeið í Taplow í Bretlandi í fyrramálið:-)

Vona að þið eigið frábæra daga framundan og njótið samverunar við fjölskyldu og vini:-)

Sendi ykkur öllum daimoku og vona að þið fáið góða ávinninga;-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó

Ferðakveðja
Sandra

Enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda í þýðingu Láru sætu:-)

16.ágúst
Vissulega munu koma tímar þar sem þú óskar þess að þú hefðir meira fé milli handa, meiri tíma til að sofa og meiri tíma til skemmtanna og tómstundaiðkanna. Þér getur fundist þú takmarkaður núna, en þú ættir að líta á núverandi aðstæður þínar sem hinar fullkomnu kringumstæður fyrir vöxt þinn. Innan þeirra takmarkana sem skilgreina núverandi tilveru þína, er það eina í stöðunni að aga sjálfan þig og halda í átt að vexti og sjálfsbetrun. Í því ferli að leggja þig allan fram í slíkri viðleitni, muntu án efa efla og styrkja sjálf þitt.

Sunday, August 12, 2007

Á

útopnu í gær.
Fór í bæinn ásamt tugþúsundum annarra, fylgdist með göngunni og tók mikið af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna;-)

Finnst þessi mynd er frekar krúttleg:-)


Hitti vinkonu mína og við gengum Laugaveginn og niður á Arnarhól þar sem skemmtiatriðin tóku við. Fylgdumst með mannlífinu og spjölluðum saman í smátíma. Síðan rölti ég af stað í bílinn, kom heim, hlóð inn myndum, og tók mig til fyrir veisluna.
Við vinkonurnar renndum svo í bæinn upp úr miðnætti og tjúttuðum á dansgólfinu í rúma tvo tíma;-)

Hef fengið fregnir af góðum ávinningum í hinum ýmsu hópum sem ég er í (tilheyri)
sem koma til góða fyrir marga einstaklinga ;-)
en einnig hafa heyrst fréttir sem eru ekki eins jákvæðar en rætist vonandi úr fljótlega..

Hef ekki meira að segja í bili..

Vona að þið eigið góða viku;-)
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

10.ágúst
Frá einu sjónarmiði, þýðir Búddísk iðkun að steypa sér út í hringiðuna meðal fólksins og leggja sig allan fram við að styrkja líf okkar eftir fremsta megni. Tilgangur SGI starfsins er fyrir hvert okkar að byggja upp sterkt, óbilandi, demantslíkt sjálf sem getur sigrast á öllum erfiðleikum og lýst okkur leiðina hvert sem við förum. Hindranir eru gullin tækifæri fyrir hið sterka sjálf að brjótast fram, óslítanlegt eins og demantur, hæft til að vara að eilífu.


Friday, August 10, 2007

Góður

fámennur og öflugur fundur í gærkvöldi.
Fórum þaðan á kertafleytinguna sem heppnaðist vel og eins og venjulega þá stytti upp rétt á meðan:-)


Fleiri myndir inn á myndasíðunni:-)

Hef fengið góðar fréttir undanfarna daga frá fjölskyldu og vinum sem hafa unnið frábæra sigra og ávinninga á ýmsum sviðum lífsins:-)
Samgleðst þeim innilega;-)

Á döfinni um helgina.
Gleðigangan á morgun, þekki fólk sem er að taka þátt í atriðum. Myndavélin verður með í för;-)
Afmælisveisla og dansiball annaðkvöld;-)
Rólegheit á sunnudag..
Vinna á mánudag..

Óska ykkur góðrar og skemmtilegrar helgar..
Sandra

Enda á leiðsögn frá Ikeda:
11. febrúar.

Á því andartaki sem við ákveðum 'Ég mun verða heilbrigð(ur)!' 'Ég mun verða sterk(ur)!' 'Ég mun starfa af gleði fyrir kosen-rufu!' mun líf okkar taka þá stefnu. Við verðum að gera upp hug okkar og taka ákvörðun.


Atburðir:
1900: Josei Toda, annar forseti Soka Gakkai, fæddur.
1996: Stofnun Toda fyrir heimsfrið og stjórnmálafræði (Toda Institute for Global Peace and Policy Research) stofnuð í Tokyo af Ikeda forseta SGI. Skrifstofa opnuð á Hawaí 1997.

Wednesday, August 08, 2007

Ekkert

sólbað í dag;-(

Nú fer að styttist í lok sumarfrísins, mæting í vinnu á mánudaginn, en rútínan byrjar rólega með 2 daga námskeiði;-)

Línur eru að skýrast fyrir starfið og virknina framundan í vetur, vinna, nám, ábyrgð í búddismanum, kórinn og fleira og er undirbúningur byrjaður nú þegar fyrir sumt af þessu;-)

Fann í tölvunni frábæra leiðsögn í þýðingu Láru sem ég ætla að tileinka mér enn frekar, hafa í huga og reyna að fara eftir í vetur, einkum þegar álagið verður sem mest;-)

Leiðsögnin er svohljóðandi:

7.júní
Trú og daglegt líf, trú og vinna- þetta eru ekki aðskilin atriði. Þau eru eitt og það sama. Að hugsa um þau sem sitthvort- að trú sé trú, og vinna sé vinna- er fræðileg trú. Byggt á þeim skilningi að vinna og trú séu eitt og það sama, ættum við að geta lagt 100% orku í vinnuna okkar og 100% í trúnna, líka. Þegar við einsetjum okkur að gera þetta, þá göngum við veg sigurs í lífum okkar. Trú þýðir að sýna óhrekjanlega sönnun sigurs mitt í raunveruleika samfélagsins og í okkar eigin daglega lífi.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Over and out
Sandra

Afmælisbarn

dagsins er Heiður vinkona mín og óska ég henni innilega til hamingju með daginn.
Vona að þú eigir góðan og notalegan afmælisdag mín kæra;-)

Bestu kveðjur
Sandra

Tuesday, August 07, 2007

Kertafleyting


Langar bara að minna ykkur á kertafleytinguna á Tjörninni næstkomandi fimmtudagskvöld(9. ágúst) kl. 22:30;-)

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga:
Kertafleytingar á Reykjavíkurtjörn og við Minjasafnið á Akureyri.

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 9.ágúst. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Gunnar Hersveinn heimspekingur flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður . Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.

Kertum verður einnig fleytt á Akureyri við Minjasafnstjörnina á sama tíma kl. 22:30. Ávarp flytur Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður. Flotkerti verða seld á staðnum

Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og þriðja kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir "hibakushar" (en svo eru eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkuárásanna nefnd) hingað til lands kerti með beiðni um stuðning við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum. Tveir fulltrúar þeirra komu einnig hingað til lands í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga.

Um leið og friðarsinnar minnast þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum leggja þeir áherslu á kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí! Rödd friðar þarf að heyrast og hljóma um allan heim. Yfirvöld verða að fá skýr skilaboð um að stríð sé ekki valkostur. Loftárásir og heræfingar tryggja ekki frið. Vandamál heimsins verða ekki leyst með ofbeldi og vopnavaldi heldur samvinnu og viðræðum. Krafa okkar er friðsamur og kjarnorkuvopnalaus heimur.

Samstarfshópur friðarhreyfinga:
Félag leikskólakennara.
Friðar og mannréttindahópur BSRB.
Friðar og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar.
Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna.
Samtök hernaðarandstæðinga.
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista).

Leiðsögn dagsins fjallar um hugrekki:

Hugrekki ákvarðar stefnu lífs okkar og Kosen-rufu hreyfingarinnar.
Hugrekki leiðir af sér samúðarfullar aðgerðir, sannar réttlæti og er
uppspretta hamingju og sigra. Vinsamlegast haldið áfram að skora á
ykkur sjálf af hugrekki á öllum sviðum lífs ykkar með gleði,
og sól vonar skín í hjörtum ykkar sama hvað á dynur. (Daisaku Ikeda)

Sjáumst fljótlega
Sandra

Saturday, August 04, 2007

Ljósmyndir

Jamm, eins og þið hafið kannski tekið eftir er ég með ljósmyndadellu þessa dagana, tek myndir á ferðalögum af áhugaverðum stöðum, fallegu landslagi og öðru sem grípur augað og vekur athygli mína;-)

En nú er ég komin með æði fyrir fallegu sólarlagi, skýjamyndum og litabrigðum himinsins:-)
Hef verið að taka myndir undanfarin kvöld, og set myndirnar jafnóðum inn á myndasíðuna mína.

Ég veit ekki hvað nágrannarnir halda um mig þegar ég kem "hlaupandi" út á svalirnar báðum megin við húsið með kveikt á vélinni;-)

Er ennþá að æfa mig og læra á myndavélina og eru myndirnar þar af leiðandi misjafnlega góðar, sumar eru of mikið "súmmaðar" og á öðrum eru hlutirnir eða viðfangsefnin of langt í burtu;-)
En ég læt samt flestar inn á netið, nema þær séu algjörlega misheppnaðar...það er þá alltaf hægt að eyða þeim;-)
En flestar af þeim eru bara nokkuð góðar, þó ég segi sjálf frá;-)







Jæja elskurnar mínar.
Ég vona að þið eigið góða helgi og skemmtið ykkur vel, hvar sem þið eruð;-)
Bið ykkur um að fara varlega og ganga hægt um gleðinnar dyr....

Leiðsögn dagsins frá Ikeda hljóðar svo:
4.ágúst
Sú ákvörðun að ætla að ná markmiðum þínum er það sem skiptir máli. Ef þú ákveður eitthvað af einlægni, mun heili þinn, líkami þinn, umhverfi þitt- allt- byrja að stefna að því marki.


Adios
Sandra

Wednesday, August 01, 2007

Pistill

með búddísku ívafi;-)

Ég var búin að taka ákvörðun um að reyna að vera dugleg að iðka, fræðast,kyrja og mæta vel á fundi og kyrjanir þegar starfið í SGI hæfist aftur af fullum krafti nú um helgina eftir stutt sumarfrí.
Og sú ákvörðun var svo sannarlega studd af lögmálinu í dag;-)

Ég vissi af því í fyrradag að það yrði kyrjun næstkomandi laugardagsmorgun, og bjóst alveg eins við því að fá símtal frá valkyrjum út af ábyrgð, þar sem þetta er nú mikil ferðahelgi og ekki víst að létt yrði að fá fólk í verkið, forföll, ferðalög og þessháttar setja stundum strik í reikninginn.
Því kom mér það ekki á óvart þegar ég fékk hringingu í morgun þess efnis og þar sem ég er ekki að fara neitt þá svaraði ég erindinu játandi og verð því valkyrja á laugardagsmorgun;-)

Það er alveg frábært og yndislegt hvernig lögmálið um orsök og afleiðingu virkar. Stuttu eftir þetta samtal fékk ég mjög góðan ávinning sem ég þurfti mikið á að halda..

Góð orsök = góður ávinningur;-)
Allavegna í þessu tilviki.

Nú en þetta var ekki allt.
Á sunnudaginn er sameiginlegur fundur sem kallast Kosen-rufu gongyo.
Ég var ekki búin að ákveða hvort ég færi þangað vegna ábyrgðar á laugardaginn.
En ég þarf ekkert að velta því fyrir mér lengur því að áðan fékk ég upphringingu frá öðrum búddista sem var að skipuleggja Kosen-rufu fundinn og spurði hvort ég vildi ekki vera fundarstjóri þar..
Ég tafsaði eitthvað og hikaði aðeins en sagði svo bara já, afhverju ekki;-)

Þannig að það verður mikill búddismi um helgina;-)

Svo flýgur tíminn eins og óð fluga í áttina að 17-19. ágúst þegar ungmennanámskeiðið okkar verður haldið í Taplow í Bretlandi og er mikil tilhlökkun í gangi fyrir það;-)...

Ikeda dregur þennan pistil að mestu leyti saman í eftirfarandi leiðsögn:
3. febrúar

Ég get lýst því yfir af fyllsta öryggi, að öll ykkar sem af hugrekki leggið ykkur fram í starfi með SGI og takið forystuhlutverk fyrir kosen-rufu og sigrist á hverri hindrun sem upp kemur af ákveðni, munið njóta ómælanlegs ávinnings. Ég get fullyrt með vissu að hvert og eitt ykkar lifir í fullu samræmi við anda Daishonins. Framlag ykkar vekur takmarkalausum fögnuð hans og velþóknun.

1987: Calabasas í Kaliforníu í Bandaríkjunum, háskólasvæði Ameríska Soka háskólans, stofnsett af Ikeda forseta.


Hef ekki meira að segja í bili..
Góðar stundir
Sandra