Á
útopnu í gær.
Fór í bæinn ásamt tugþúsundum annarra, fylgdist með göngunni og tók mikið af myndum sem eru komnar inn á myndasíðuna;-)
Finnst þessi mynd er frekar krúttleg:-)
Hitti vinkonu mína og við gengum Laugaveginn og niður á Arnarhól þar sem skemmtiatriðin tóku við. Fylgdumst með mannlífinu og spjölluðum saman í smátíma. Síðan rölti ég af stað í bílinn, kom heim, hlóð inn myndum, og tók mig til fyrir veisluna.
Við vinkonurnar renndum svo í bæinn upp úr miðnætti og tjúttuðum á dansgólfinu í rúma tvo tíma;-)
Hef fengið fregnir af góðum ávinningum í hinum ýmsu hópum sem ég er í (tilheyri)
sem koma til góða fyrir marga einstaklinga ;-)
en einnig hafa heyrst fréttir sem eru ekki eins jákvæðar en rætist vonandi úr fljótlega..
Hef ekki meira að segja í bili..
Vona að þið eigið góða viku;-)
Sandra
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
10.ágúst
Frá einu sjónarmiði, þýðir Búddísk iðkun að steypa sér út í hringiðuna meðal fólksins og leggja sig allan fram við að styrkja líf okkar eftir fremsta megni. Tilgangur SGI starfsins er fyrir hvert okkar að byggja upp sterkt, óbilandi, demantslíkt sjálf sem getur sigrast á öllum erfiðleikum og lýst okkur leiðina hvert sem við förum. Hindranir eru gullin tækifæri fyrir hið sterka sjálf að brjótast fram, óslítanlegt eins og demantur, hæft til að vara að eilífu.
<< Home