Námskeiðið
var fræðandi, erfitt, skemmtilegt, þroskandi og allt þar á milli.
Ýmislegt kom á óvart, en annað var eins og búist var við.
Kynnist nýju fólki og sá nýjar hliðar á einstaklingum sem ég hef þekkt í mislangan tíma.
Upplifði margt nýtt og spennandi.
Er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara á þetta námskeið á þessum stað og hefði sko alls ekki viljað missa af því:-)
Mynd af kastalanum í Taplow Court:
Það eru komnar fleiri myndir frá ferðinni á myndasíðuna..
Hef ekki meira að segja í bili
en vil enda eins og vanalega á leiðsögn frá Ikeda:
20.ágúst
Að vera óttalaus alveg sama hvað gerist – það er kjarni sannrar hamingju. Að halda hiklaust fram á veginn þrátt fyrir það sem koma skal – það er andinn, ásetningurinn, sem leiðir til manneskjubyltingar. En ef við leyfum okkur að láta truflast af smávægilegri gagnrýni og rógburði, ef við óttumst þrýsting og ofsóknir, munum við aldrei þroskast eða skapa neitt sem hefur gildi.
<< Home