Jæja
þá er komið að því að setjast aftur á skólabekk;-)
Á morgun og hinn er ég í staðlotu í námskeiðinu "aðferðafræði og menntarannsóknir" frá 9-16 í Kennó..
Er búin að prenta út glærur og fyrirlestra og er tilbúin í skólann:-)
Það gengur allt vel í vinnunni og börnin eru þæg, góð og áhugasöm ;-)
Í dag fórum við í gönguferð og týndum jurtir sem verða notaðar við kennslu í heimilisfræði, m.a. læra nemendur að þurrka þær og nota sem kryddjurtir í matargerð;-)
Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
29.ágúst
Veraldleg velgengni og góðar kringumstæður byggðar á heppni verða auðveldlega að engu. Þetta er jafn hverfullt og tálsýn. En ástand Búddatignar, þegar því er náð, er aldrei hægt að skemma, ekki um alla eilífð. Við munum njóta tilveru sem er barmafull af góðri gæfu og ómælanlegri gleði æviskeið eftir æviskeið.
Þangað til næst...
Sandra nemandi í mastersnámi;-)
<< Home