Monday, July 26, 2010

gott

að vera í sumarfríi:-)
já, ég er búin að gera mikið undanfarnar vikur og hef verið nokkuð dugleg við að prófa nýja og spennandi hluti í bland í annað gamalt og gott:-)
ég fór t.d. í sjósund þann 10. júlí með samstarfskonum:-)
Það var skemmtilegt, erfitt og í raun allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér;-)
ég óð út í sjóinn upp að lærum og sneri svo við, þetta var ekki eins kalt og ég hélt, fór svo aftur út í og gekk í sjónum upp að bringu og sneri við í land, en sá þá að hinar voru farnar að synda, svo ég óð einu sinni enn út í og synti þá að fyrstu bauju og til baka:-)
Ferlega ánægð með mig þegar ég var búin að synda og komin í heita pottinn;-)

Nú svo erum við(hópur úr vinnunni) á fullu að æfa okkur í sniglaskokkinu fyrir þátttöku í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu:-)
Við hittumst 3-4 sinnum í viku og skokkum saman. ég hef nú reyndar ekki alltaf komist með þeim en fer líka sjálf út að skokka/hlaupa/ganga:-)

Við Heiður vinkona fórum saman út að skokka um daginn og fórum 8,6 km hring í kringum Elliðavatn, Heiðmörk, Norðlingaholt og Vatnsenda og vorum frekar góðar með okkur eftir að hafa lifað það af, og það er ljóst að við getum tekið þátt í hlaupinu:-)

Svo hef ég líka verið í hotyoga, farið oft að synda og farið í smá gönguferð á Esjuna svo eitthvað sem nefnt:-)

En ég hef gert fleira en stundað íþróttir í sumar:-)

ég hélt upp á afmælið mitt í 2 hollum. Það var lítið og notalegt fjölskyldukaffikvöldboð hér heima á afmælisdaginn og vil ég þakka Jóa, Láru, Gunnari Aðalsteini og Gunna fyrir góða og notalega kvöldstund og fyrir gjafirnar sem þau gáfu mér:-)

Svo var stelpuafmæliskvöld laugardaginn 17. júlí og vil ég þakka Gyðu, Guðrúnu, Heiði og Maríu Dís fyrir skemmtilega kvöldstund, spjall og gjafirnar:-)

Ég kíkti til Kristínar um daginn og við skiptum á afmælisgjöfum, spjölluðum og höfðum það notalegt:-)

Ég hef líka farið í stutt ferðalög út fyrir bæinn, tók rúnt á Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka um daginn, yndislegt að sitja í fjörunni á Stokkseyri í góðu veðri, friði og ró og horfa á sjóinn:-)
Myndir frá ferðinni má sjá í myndasafninu..

Ég kíkti líka inn í Þuríðarbúð á Stokkseyri:-)


Svo hef ég líka bara verið að dingla mér, slaka á, hitta vini og vandamenn, kyrja, sofa, hanga í tölvunni, legið í sólbaði, farið í bíó, farið í ýmsar útréttingar og margt fleira:-)
Ekki má gleyma skírnardeginum hans Gunnars Aðalsteins Jóhannssonar þann 27. júní sem tókst vel í alla staði:-)
Myndir frá skírnardeginum má sjá í myndasafninu:-)

Já, lífið er dásamlegt:-)

Læt þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða og skemmtilega daga og að ykkur líði vel á líkama og sál:-)

Hópknús og kossar..
Sandra sumarbarn..