Saturday, February 25, 2006

Jæja

þar kom að.
Ég hef verið klukkuð og ekki bara einu sinni heldur tvisvar;-)
mikil pressa þetta:-)
Skal reyna að svara eftir bestu getu, það er samt svolítið erfitt að velja bara fjögur svör :-)

Fjórar vinnur sem ég hef unnið við:
1. Stuðningsfulltrúi á sambýlum
2. Kassadama í Hagkaup
3. Ýmis störf í saltfiskvinnslu
4. Húsvörður

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. The Rocky Horror Picture Show
2. Lord of the rings 1,2,3
3. Moulin Rouge
4. Pulp fiction

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1. Krummahólar
2. Ljósheimar
3. Kaldasel
4. Blikahöfði

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
1. Carnivale
2. American Idol
3. Fraiser
4. Gettu betur

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
1. Kjúklingur eldaður á allskonar máta
2. Hamborgarhryggur
3. Soðin ýsa stöppuð með kartöflum og smjöri
4. Steiktur lambahryggur með góðu meðlæti

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Útskriftarferðin mín í Portúgal árið 2000
2. Á búddistanámskeiði í Trets í Frakklandi
3. Í Litluhlíð á bernskuárum
4. Í Moll of a Amerika að versla

Fjórir sem ég ætla að klukka:
1. Elín vinkona mín í Finnlandi
aðrir sem mér dettur í hug eru nú þegar búnir að svara:-)

Sunday, February 19, 2006

Frábær helgi

Gaman hjá mér og nóg um að vera.
á föstudaginn fór ég í klippingu og strípur og það kom flott út, fékk mér ljósar og koparrauðan lit í hárið:-)
Laugardagurinn var viðburðarríkur. Um 4 leytið fórum við Heiður vinkona niður í Ráðhús til að skoða og horfa á dansatriði hjá nemendum hennar:-)
Eftir það fór ég heim og dúllaði mér í nokkra tíma, puntaði mig og fór í betri fötin:-) Seinna um kvöldið fór ég svo heim til hennar þar sem við elduðum pitsu, fengum okkur að borða, horfðum á Evróvision og kjöftuðum til rúmlega 11:30. Þá var komin tími til að koma sér af stað á djámmið:-) Við kíktum á ágætis skemmtistað og dilluðum okkur í rúmlega tvo tíma, fínasta hreyfing það:-)
Í dag var líka mjög fínn dagur þar sem flest gekk að óskum. Ég renndi niður í Ráðhús rétt fyrir hádegi og kom mér fyrir í sýningarbásnum okkar. Fljótlega streymdi fólkið að á sýninguna og einnig komu fleiri úr mínum skóla. Hvatningaverðlaun voru veitt og fékk m.a. tónmenntarkennarinn hjá okkur verðlaun fyrir ákveðið þróunarverkefni:-)
Þegar líða fór að atriðinu okkar tóku krakkarnir og foreldrar þeirra að streyma að. Sum þeirra voru spennt og önnur kvíðin. En þeir stóðu sig frábærlega, vönduðu sig og hegðuðu sér vel þegar á hólminn var komið og atriðið gekk ansi vel:-) Þetta var mjög skemmtileg og fróðleg sýning og gaman fyrir þá sem starfa í grunnskólum að sýna öðrum hið fjölbreytta starf skólanna og líka hrós og hvatning fyrir nemendur til að gera vel og vanda sig og ennfremur er þetta mjög gott tækifæri og æfing fyrir þá til að koma fram fyrir aðra og sýna afrakstur vinnu sinnar:-)
Þegar vaktin mín var búin um 3. leytið rölti ég aðeins um og skoðaði betur hina básana, kíkti svo til mömmu í kaffi og endaði á því að fara til afa og var komin tími til því ég hef ekki haft hitt hann síðan í jarðarförinni.
Jamm þetta var skemmtilegir, fróðlegir, þroskandi og gefandi dagar:-)
Kveð í bili.

Afmæli

Já, það er ótrúlegt en satt að í dag á ég eins árs bloggafmæli:-)
Búin að skrifa hér um ýmislegt um allt og ekkert á netið í eitt ár og má þar finna fjölbreytt skrif og pælingar um margskonar menn og málefni:-)
Má þar nefna: umhverfislýsingar, fréttir úr vinnunni og daglega lífinu, hugleiðingar um lífið og tilveruna, kennsluleiðbeiningar um bílaþvott, kvikmyndagagnrýni, eitthvað um hringrás lífs og dauða, þ.e. skrifað minningargrein og tilkynnt um barneignir vina og vandamanna, fréttir af öllu þessu frábæra fólki sem er í kringum mig og gefur mér tækifæri til að þroskast og vaxa, og hjálpar mér, gleður og uppörvar með nærveru sinni á alla vegu, (ættingjar, vinir, samstarfsfólk, nemendur, búddhistar) djammfréttir, ferðasögur, fróðleikur og hugsanir um búddhimsa, búið til námsefni og ljóð, fjallað um endurmenntun, tilfinngar og drauma svo eitthvað sé nefnt:-)
Jamm þetta er rosalega gaman og skemmtilegt að geta sett hugleiðingar sínar á blað og deilt því með öðrum og vonandi hef ég tækifæri til að skrifa í mörg ár enn:-)

Skrifa svo meira á eftir um þessa skemmtiegu og vel heppnuðu helgi sem er að líða.
Er nefnilega að fara í heimsókn til afa.

Wednesday, February 15, 2006

Bakstur

Jamm, var að baka speltkex sem tókst alveg ágætlega. Hvorki notað hveiti né hvítur sykur heldur haframjöl, lífrænt ræktað spelti og lífrænn hrásykur:-)
Dreif mig loksins í sund í dag eftir vinnu. Ekkert smá gott að komast í nuddpott og gufu og meira að segja synti ég nokkrar ferðir:-)
Annars er allt gott að frétta og nóg að gera. Fer í heimsókn til Gyðu á morgun og fæ loksins að sjá litlu dömuna:-) Fundur hjá ungum konum annaðkvöld, klipping og strípur á föstudag, og sýning á starfi grunnskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, þar af vinn ég fyrir okkar skóla á sunnudaginn og ber ábyrgð á básnum okkar. Nemendur mínir verða með skemmtiatriði á sunnudaginn þar sem þeir flytja frumsamið lag, ásamt því að myndir og teikningar eftir þá verða til sýnis í básnum okkar ásamt þemaverkefni eftir nemendur á miðstigi:-) Ekkert smá stolt af krökkunum mínum. Verð líka í Ráðhúsinu á laugardaginn að skoða sýninguna og kynna mér aðstæður ásamt vinkonu minni þar sem hennar nemendur munu sýna danstriði. Í næstu viku fer ég svo á hverfisfundi á þriðjudags og miðvikudagskvöld:-)
Ekki má heldur gleyma árshátíðinni sem verður haldin 24. feb.
Kveð í bili, er að fara að horfa á stráka á skautum í sjónvarpinu:-)

Friday, February 10, 2006

Gleðifrétt

í dag klukkan 14 kom litla prinsessan þeirra Gyðu, Hjartar og Svandísar í heiminn:-)
Hjartanlega til hamingju dúllurnar mínar.

Friday, February 03, 2006

Óður til ömmu

Elskulega amma mín.
Í dag kvöddumst við í hinsta sinn í þessu jarðlífi. Þú svafst svo djúpum friðsælum svefni í fallegri hvítri kistu með hvíta sæng. Eftir marga erfiða baráttudaga við "gleymskuveikina" eins og þú kallaðir þennan sjúkdóm yfirgafst þú örþreyttan líkmann í svefni og fékkst langþráða hvíld til að öðlast þrek fyrir næsta lífsskeið. Í 70 ár dvaldir þú á meðal okkar í leik og starfi. Síðastliðin 30 ár höfum ég og þú verið samferða amma mín. Sá tími hefur svifið hjá misjafnlega hratt, en svo margar minningar líða í gegnum hugann frá þessum árum. Amma að kenna, amma í sveitinni, amma að aðstoða okkur að baka hrískökur í Litluhlíð, amma að hjálpa mér með lærdóminn, amma að fara yfir próf. Sterkustu minningarnar tengjast starfi þínu og búsetu í sveitinni og í Logafold. Amma mín kennarinn. Börn og unglingar voru þér alltaf hugleikin og starfaðir þú með þeim stærstan hluta ævi þinnar. Alltaf varstu til staðar fyrir öll börnin og ungmennin í lífi þínu, hvar sem þú bjóst, nemendur þína í skólunum, börnin þín, barnabörnin, barnabarnabörnin, börnin á nágrannabæjunum og ungmennin sem bjuggu hjá ykkur afa í sveitinni um lengri eða skemmri tíma.
Ég kom oft í Litluhlíð og dvaldi hjá ykkur, sérstaklega yfir sumartímann. Þaðan eru margar góðar og fallegar minningar, við Ágústa að leika okkur saman, hlupum fjálsar yfir tún og völl, upp í hlíð og niður í fjöru. Jói minn og Brynja og fleiri krakkar voru líka stundum með okkur og þetta voru spennandi, fjörugir og skemmtilegir tímar og alltaf var tilhlökkun að fara vestur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið svo mörg tækifæri til að komast í sveitina á sumrin. Ég sé það nú hvað þetta var dýrmætur tími. Ég var stuttan tíma í skólanum á Barðaströnd þar sem þú varst að kenna. Ég man óljóst eftir því vegna þess að ég var svo ung að árum, en gleymi aldrei þegar við vorum í leikfimi að labba eins og köngulær. Svo fluttuð þið afi suður og gerðust frumbyggjar í Grafarvoginum. Óteljandi minningar tengjast Logafoldinni og varði ég mörgum góðum stundum þar á bæ. Mér er minnistætt þegar við fórum í berjamó í hlíðinni fyrir ofan, þar sem síðar reis Hamrahverfið. Amma mín, öðru sinni vorum við í sama skólanum þegar þú komst til starfa í hverfisskólanum mínum, Hólabrekkuskóla. Aldrei kenndir þú mér þar, en það var notalegt og mikið öryggi í því að vita af þér í skólanum og mikil upphefð í því að segja hinum krökkunum og kennurunum frá því að þú værir amma mín.
Svo margar dýrmætar minningar hafa safnast saman og svo fáar komnar á blað. Hjartans þakkir fyrir að hafa verið til staðar í lífi mínu, í gleði og sorg, sýnt stuðning og aðstoð í öllu því sem ég var að vinna að og hugsa um. Þú átt stóran þátt í því að ég valdi mér þann starfsvettvang sem ég starfa á núna, mér fannst starf þitt spennandi og áhugavert og ung ákvað ég að verða kennari. Ég man eftir því að einu sinni þegar ég var lítil var ég heima og var að leika mér að skrifa orð á krítartöflu og ímynda mér að fyrir framan mig væru nemendur mínir að læra stafsetningu.
Elsku amma. Ég óska þér alls hins besta í nýja lífinu og sé þig nú fyrir mér í skólastofu með marga áhugasama nemendur í kringum þig. Ég er þess fullviss að við hittumst aftur, en í hvaða hlutverki,umhverfi, eða aðstæðum veit engin. Það verður spennandi að vita en þangað til mun ég hlýja mér við fallegu og góðu minningarnar um þig elsku amma mín.
Bestu kveðjur
þín Sandra

Thursday, February 02, 2006

Tannverndarvika

tannbursti, myndband með Karíus og Baktus, tugir og einingar, Búddhistar, tímavél, stafainnlögn á É, é, klukkubók, hollt og óhollt mataræði, Litla burstaprinsessan, samsöngur, Ásatrú, bókasafnstími, hópavinna um þróun lestrarkennslu, foreldrafundur, frjáls ritun, heimakrókur, frjáls leikur og bullusögur. Þetta er meðal þeirra viðfangsefna sem hefa verið á dagskrá hjá mér undanfarna daga í vinnunni;-)

Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera:-)
Sandra, syngjandi kennarinn