Wednesday, February 15, 2006

Bakstur

Jamm, var að baka speltkex sem tókst alveg ágætlega. Hvorki notað hveiti né hvítur sykur heldur haframjöl, lífrænt ræktað spelti og lífrænn hrásykur:-)
Dreif mig loksins í sund í dag eftir vinnu. Ekkert smá gott að komast í nuddpott og gufu og meira að segja synti ég nokkrar ferðir:-)
Annars er allt gott að frétta og nóg að gera. Fer í heimsókn til Gyðu á morgun og fæ loksins að sjá litlu dömuna:-) Fundur hjá ungum konum annaðkvöld, klipping og strípur á föstudag, og sýning á starfi grunnskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, þar af vinn ég fyrir okkar skóla á sunnudaginn og ber ábyrgð á básnum okkar. Nemendur mínir verða með skemmtiatriði á sunnudaginn þar sem þeir flytja frumsamið lag, ásamt því að myndir og teikningar eftir þá verða til sýnis í básnum okkar ásamt þemaverkefni eftir nemendur á miðstigi:-) Ekkert smá stolt af krökkunum mínum. Verð líka í Ráðhúsinu á laugardaginn að skoða sýninguna og kynna mér aðstæður ásamt vinkonu minni þar sem hennar nemendur munu sýna danstriði. Í næstu viku fer ég svo á hverfisfundi á þriðjudags og miðvikudagskvöld:-)
Ekki má heldur gleyma árshátíðinni sem verður haldin 24. feb.
Kveð í bili, er að fara að horfa á stráka á skautum í sjónvarpinu:-)