Sunday, May 31, 2009

Hvítasunnu(sól)helgi

Fínt að fá langt helgarfrí:-)
Nóg um að vera undanfarið, á fimmtudagskveldið var ég á flottum fræðslufyrirlestri um búddimann:-)
Á föstudagskvöldið var ég óvænt boðin á smáfund til að kveðja búddista frá Hollandi sem var í heimsókn og fór aftur út aðfaranótt laugardags, alltaf gaman að hitta erlenda búddista(gesti):-)

Í gær var langur og skemmtilegur dagur sem snerist að mestu leyti um búddismann:-)
Byrjaði á því að vera valkyrja á opinni laugardagskyrjun frá 9:00-12:00, síðan fengum við okkur að borða, horfum svo á vídjó af leiðtogafundi í Japan þar sem Ikeda var með ræðu. Eftir það voru umræður um efni frá Ikeda og svo kaffihlé. Síðasti liður á dagskránni var undirbúningsfundur hverfisleiðtoga:-)
Dagskránni lauk um 15:30, og þaðan lá leið mín niður í Ráðhús Reykjavíkur til að kíkja á sýningu á listaverkum nemenda minna:-)
Á leiðinni heim kom ég við í kaffi hjá mömmu:-)

Í dag fór ég á bílasýningu Kvartmíluklúbbsins, Burnout 2009 í Íþróttahöllinni Kórinn, Vallarkór í Kópavogi, stór og flott sýning þar á ferð:-)
Núna er ég að vinna í námsmati nemenda, reikna einkunnir og gefa umsagnir, gott að flýta fyrir sér og nota frítímann:-)

Á morgun ætla ég að fara á friðarstund í Hallgrímskirkju og jafnvel fara með strætó til að forðast bílastæðavesen:-)
Þar verður Dalai Lama með erindi ásamt fulltrúum annara trúabragða, m.a. verður fulltrúi frá SGI á Íslandi með kynningu og fræðsluefni um búddisma Nichiren Daishonin:-)
Ég hvet alla til að koma, friðarstundin byrjar klukkan 15:00, en það er mikilvægt að koma tímanlega (c.a 14:00) til að fá sæti:-)

Jæja, læt þetta nægja í bili, ætla að halda áfram að vinna;-)
Vona að þið njótið veðurblíðunnar og að ykkur líði vel:-)
Sandra sumarbarn...

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

31.maí

Búddismi snýst um að færa hamingju, gleði og fullnægju til allra. Hann gerir okkur ekki einungis kleift að verða hamingjusöm sjálf heldur að gera orsakir fyrir uppljómun forfeðra okkar, allavega sjö ættliði aftur og fyrir hamingju og velgengni barna okkar, barnabarna og áfram gegnum kynslóðirnar. Þetta er hinn frábæri ávinningur af búddisma.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, May 29, 2009

Stolti kennarinn.

Langar aðeins að segja frá flottu krökkunum "mínum":-)
Þennig er að rétt fyrir páska tókum við þátt í alþjóðlegri myndasamkeppni í sambandi við friðarhlaupið.
Nemendur á yngsta stigi (1.-3.bekkur) í grunnskólum á Íslandi var boðið að taka þátt og svo voru um 10 myndir valdar frá Íslandi til að vera á sýningu sem fer um allan heim.
Þannig fór að af þessum 10 myndum voru tvær valdar frá okkar skóla, ein frá pilt í 3. bekk og ein frá stúlku í mínum bekk:-)

Síðan var sett upp sýning í skólanum með öllum þessum fallegu myndum og í dag komu svo fulltrúar frá friðarhlaupinu, töluðu við nemendur um hve gott væri að finna frið í hjartanu sínu, um tilgang hlaupsins og að allir væru að vinna saman í liði:-)
Síðan sýndu þeir okkur friðarkyndilinn, það var tekin hópmynd sem fer á heimasíðu hlaupsins, við fengum viðurkenningu fyrir góða þátttöku í myndakeppninni og svo fórum við út á skólalóð að hlaupa með kyndilinn:-)
Þann 16 júli 2009 verður svo alþjóðlega sýningin sett upp í Kringlunni þar sem myndirnar frá Íslandi eru líka með:-)


Ég hvatti líka krakkana mína til að taka í öðru verkefni sem snerist um að teikna og hann merki fyrir Barnalistahátíð 2010:-)
Við sendum listaverkin af stað og fréttum svo að myndirnar eru núna á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem stendur fram í miðja næstu viku:-)

Að lokum má segja frá því að í næstu viku verða börnin í báðum 1. bekkjunum okkar með danssýningu fyrir foreldra í skólanum undir stjórn danskennarans og hlakka ég mikið til að sjá dansinn:-)

Já, gaman að þessu, flottir og duglegir krakkar sem ég er að kenna:-)

P.s. mér reiknast svo til að þetta sé færsla / skrif nr. 500:-)

Vona að þið eigið góða og fjölbreytta helgi framundan og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Hópknús
Sandra, happy kennarinn og búddistinn:-)

Að venju er hér leiðsögn dagsins:
29.maí

Við sem helgum okkur heilshugar hinu leynda lögmáli munum ekki þjást vegna elli eða dauða. Svo lengi sem við höldum loga trúar okkar lifandi, mun eldur lífskraftsins brenna að eilífu innra með okkur; við getum lifað í fullkomnu óttaleysi sem nær út yfir fæðingu og dauða. Trú er krafturinn sem gerir okkur kleift að lifa með von út allt lífið.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

May 29
We who embrace the Mystic Law will not suffer on account of old age or death. As long as we keep the flame of faith alive, the fire of life force will forever burn brightly within us; we can live with great confidence transcending birth and death. Faith is the engine that enables us to live with hope throughout our lives.

Thursday, May 28, 2009

Leiðsögn dagsins

28.maí

Hvað er sönn ánægja í lífinu? Þetta er erfið spurning - og margir hugsuðir og heimspekingar hafa velt henni fyrir sér. Ánægja getur fljótt horfið fyrir þjáningu. Ánægja er stutt og þjáning er löng. Það sem gengur í þjóðfélaginu sem ánægja er yfirborðskennt. Það stenst ekki samanburð við gleðina sem kemur frá hinu leynda lögmáli. Lykillinn liggur í að rækta hugarástand þar sem við getum lýst því skilyrðislaust yfir að lífið sjálft sé ánægjulegt. Þetta er tilgangur búddískrar iðkunnar okkar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, May 24, 2009

Vil

óska Ágústu, Costa og Nikulási hjartanlega til hamingju með litlu prinsessuna Írisi Thelmu sem kom í heiminn áðan:-)

Thursday, May 21, 2009

Jæja,

elskurnar mínar, hvað segið þið gott í dag í þessu frábæra veðri:-)
Sól og sumar, hiti og fegurð undanfarna daga, fengið sér ís, sólbað, útivera, ritgerð kláruð, gönguferðir og ylur í sálinni, bara gott og þægilegt:-)

Fór í vorferð með skólanum í gær upp í Heiðmörk, gaman, mikið sungið, hlegið, leikið, borðað, spjallað og farið í sólbað, skemmtileg og róleg ferð og gaman að sjá aðra hlið á samstarfsfólkinu:-)

Fundur í kvöld, sameiginleg kyrjun um helgina, útskriftarveisla á laugardag, fræðslufundur í næstu viku og þarnæstu helgi, ásamt einhverju fleiru:-)

Margt gott að gerast í kringum mig, stórir og litlir sigrar, ávinningar og góðar fréttir hjá fólki mér nákomnu, m.a. er frændi minn að útskrifast sem stúdent og óska ég honum innilega til hamingju, lítil frænka er á leið í heiminn, og atvinnumál að leysast hjá vinum og vandamönnum:-)

Vona að þið hafið það gott og allt gangi vel:-)
Knús og kossar
Sandra

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

21.maí

Við verðum að lifa af kraftmikilli og lifandi von. Ekkert er sterkara en vonin. Hið leynda lögmál er í sjálfu sér eilíf von. Hamingjan tilheyrir þeim sem örvænta aldrei, alveg sama hvað gerist.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

May 21

We must live with vibrant hope. Nothing is stronger than hope. The Mystic Law is itself eternal hope. Happiness belongs to those who never despair, no matter what happens.

Sunday, May 17, 2009

helgin

var flott, yndisleg, falleg og skemmtileg:-)

Í gær tókum við Guðrún 5 tíma lærdómstörn og kláruðum lokaverkefnið í námskeiðinu sem við vorum í í vetur:-)

Þegar Guðrún var farin kíkti ég í búð og kaffi til mömmu, og fór svo heim og lagði mig aðeins fyrir Júróvisjonglápið:-)

Í morgun svaf ég út og vaknaði um 11 leytið. Fékk mér kaffi, kyrjaði, fór í sturtu, klæddi mig, fór upp í bílinn og keyrði af stað í góða veðrinu. Byrjaði á Þingvöllum, labbaði á uppáhaldsstaðinn minn, sat þar góða stund og labbaði til baka. Keyrði svo sem leið lá í átt að Selfossi, mjög falleg leið, framhjá Steingrímsstöð, Miðfelli, Búrfelli og fleiri stöðum;-)

Stoppaði augnablik í Hveragerði til að ná mér í kaffibolla, og renndi svo yfir Hellisheiði og framhjá Hafravatni.
Þá var bíllinn minn orðin frekar rykugur, svo ég fór á þvottaplan í Mosó, og á meðan ég var að þrífa og þvo hringdi Jói bróðir minn:-)
Hann var niðri á Austurvelli og spurði hvort ég vildi ekki koma og hitta sig:-)
Ég hélt það nú, hafði ekkert annað að gera, dreif mig heim til að skipta um bol, var orðin svo sveitt og heitt eftir góðan labbi og bíltúr í 20 stiga hita, og skellti mér í bæinn:-)
Við systkinin áttum góða samverustund í rúmlega klukkutíma, fengum okkur kaffi, nutum veðurblíðunnar og fögnuðum Jóhönnu og co, ásamt þúsundum annara í miðbænum:-)
já, góð helgi að baki og spennandi vika framundan:-)

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

17.maí

“Ekki vera uppá aðra komin” – Það er mitt viðhorf. Hvert og eitt okkar þarf að styrkja og þroska sjálft sig af eigin rammleik. Við megum aldrei gefast upp fyrir neinum skaðvaldi eða erfiðleikum. Við verðum að vera óttalaus. Það er hinn sanni andi þess að treysta á sjálfan sig.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, May 14, 2009

One Flaw In Women

Fékk þennan texta sendan um daginn ...

One Flaw In Women

Women have strengths that amaze men.
They bear hardships and they carry burdens,
but they hold happiness, love and joy.

They smile when they want to scream.
They sing when they want to cry.
They cry when they are happy
and laugh when they are nervous.
They fight for what they believe in.
They stand up to injustice.

They don't take "no" for an answer
when they believe there is a better solution.

They go without so their family can have.
They go to the doctor with a frightened friend.

They love unconditionally.
They cry when their children excel
and cheer when their friends get awards.

They are happy when they hear about
a birth or a wedding.
Their hearts break when a friend dies.
They grieve at the loss of a family member,
yet they are strong when they
think there is no strength left.
They know that a hug and a kiss
can heal a broken heart.

Women come in all shapes, sizes and colors.

They'll drive, fly, walk, run or e-mail you
to show how much they care about you.

The heart of a woman is what
makes the world keep turning.

They bring joy, hope and love.
They have compassion and ideas.
They give moral support to their
family and friends.

Women have vital things to say
and everything to give.

HOWEVER, IF THERE IS ONE FLAW IN WOMEN,
IT IS THAT THEY FORGET THEIR WORTH.

Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:

13.maí

Á meðan samræðum mínum við Dr. Arnold Toynbee stóð, sagði hann mér að kjörorð sín væru Laboremus, Latína fyrir "komum okkur að verki!" Búddismi Nichiren Daishonin beinir sjónum sérstaklega að nútíð og framtíð; hann er uppfullur af anda "komum okkur að verki!" Við iðkum vegna nútíðarinnar og framtíðarinnar. Það er mikilvægt að festast ekki í fortíðinni; við þurfum að leggja hana að baki. Búddismi sannra orsaka byggist alltaf á því sem er núna; það er alltaf "frá þessari stundu."


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, May 09, 2009

Fjölmenningadagurinn í Reykjavík



Intercultural day in Reykjavik 16. maí 2009

Bring together harmony among different nationalities.
goals:
1. peace amongst all nationalities
2. a world without violence
3. celebrating a multy cultural society

Fjölmenningadagurinn í Reykjavík 16. maí 2009

Dagskrá
kl. 13:00
Fjölmenningaleg ganga fyrir friði og einingu fer af stað frá Hallgrímskirkju
The Multicultural Parade for Peace and Unity starts from Hallgrimskirkja.

kl. 14:00 – 17:00:
Fjölmenningaleg hátíð í Iðnó og Ráðhúsinu.
Tónlist, söngvar, dans og fleira.
Intercultural festival in Iðnó and City Hall.
Music, singing, dancing and more.

Mikil gleði og samhugur.
Þetta er okkar dagur!
Gerum hann eftirminnilegan!

Lots of fun and togetherness.
This is our day!
Let’s make it one to remember!

Friday, May 08, 2009

Umhverfisboðorðin 10

Umhverfisboðorðin 10

1. Þegar þú ert búin að hlaða símann/myndavélina/tölvuna, taktu þá hleðslutækið úr sambandi, hleðslutækið heldur áfram að nota rafmagn þó það sé ekki að hlaða neitt. Ef 10% af farsímaeigendum heimsins myndu taka hleðslutækin úr sambandi myndi sparast næg orka til að sjá 60.000 evrópskum heimilum fyrir rafmagni í heilt ár.

2. Ekki hafa sjónvarpið og önnur tæki á standby, tæki á standby eru ábyrg fyrir um 5% af rafmagnsreikningnum.

3. Ekki setja hálffulla þvottavél og uppþvottavél í gang. Full vél = orkusparnaður.

4. Dreptu á bílnum! Bíll í lausagangi í meira en eina mínútu hefur eytt meira bensíni en þú notar við að starta honum aftur. Ef þú drepur á bílnum er það hagnaður fyrir þig og umhverfið.

5. Lækkaðu hitann í húsinu/íbúðinni um 1-2 gráður, þá lækkar þú hitareikninginn um 3%. Svo getur þú keypt þér hlýrri föt fyrir það sem sparast ;)

6. Slökktu ljósin þegar þú yfirgefur herbergi. Sparperur (sem fást til dæmis í Ikea) eru svo mun umhverfisvænni!

7. Þú þarft ekki alltaf að fá nýja plastpoka út í búð. Þú getur notað pokana aftur eða keypt margnota taupoka.

8. Mjólk er góð... en mjólkurfernur geta verið það líka ef þú endurvinnur þær. Og það er ósköp lítið mál að opna fernuna, skola og skila.

9. Ekki henda áldósum og plast- og glerflöskum í ruslið. Þú ert hvort eð er búin að borga 10 krónur auka þegar þú borgaðir fyrir drykkinn. Fáðu peningana þína til baka með endurvinnslu.

10. Morgunblaðið, Fréttablaðið, Viðskiptablaðið, Fasteignablaðið... að ég tali nú ekki um allan auglýsingapóstinn... listinn er nokkurn veginn endalaus. Endurunnin dagblöð verða að klósettpappír.

Veðurlýsing

í Mosfellsbæ, föstudaginn 8. maí klukkan 21:10:
Hvítt sólarlag, hægur vindur og haglél!
Næstu veðurfréttir verða í sjökvöldfréttum annaðkvöld:-)
Takk fyrir
Sandra veðurfréttakona:-)

Leiðsögn dagins er tileinkuð öllum foreldrum:-)

8.maí

Engin er dásamlegri en móðir og það er ekkert göfugra en móðurhjartað. Ég vona að þið heiðrið öll mæður ykkar. Þeir eru lofsverðir sem bera virðingu og þakklæti til foreldra sinna. Búddískar sútrur kenna að iðkun búddisma er hámarks tjáning tryggðar við foreldra sína, og Búdda ber af í slíkri trúfestu og umhyggju.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, May 07, 2009

Vil

byrja á að óska Jóa bróðir og Heiðdísi frænku hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn;-)
Vona að þið hafið átt notalegar og skemmtilegar samverustundir í dag í faðmi ættingja og vina:-)

Hef fengið margar góðar og jákvæðar fréttir af vinum mínum og ættingjum, einkum í sambandi við vinnu og nám og óska ég þeim til hamingju með flotta sigra og ávinninga:-)

Annars er lítið að frétta, er loksins búin að fá einkunn fyrir námskeiðið endalausa sem ég byrjaði í í haust og er formlega lokið núna;-)
verkefnavinna og bíóferð fyrirhuguð á laugardag og jafnvel einhverjir fundir í næstu viku:-)

Býð ykkur nú góða nótt og óska öllum góðrar helgar:-)
Búddaknús
Sandra

Gef Ikeda orðið:

7.maí

Það gerist ýmislegt í lífinu. Við eigum gleðidaga og sorgardaga. Stundum gerist eitthvað óskemmtilegt. En það er það sem gerir lífið þess virði að berjast fyrir því. Þeir erfiðleikar sem við mætum eru hluti þess að vera manneskja. Ef við mundum aldrei reyna neinar breytingar eða erfiðleika í lífi okkar, ef ekkert óvænt gerðist, mundum við vera rétt eins og vélmenni, líf okkar væri óbærilega tilbreytingalaust og leiðinlegt. Þessvegna, þroskaðu með þér sterkt sjálf, svo að þú getir tekist á við erfiðleikana í lífi þínu af óttaleysi og stillingu, frammi fyrir hvaða breytingum sem þú mætir.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

May 7

Many things happen in life. There are joyous days and times of suffering. Sometimes unpleasant things occur. But that's what makes life so interesting. The dramas we encounter are part and parcel of being human. If we experienced no change or drama in our lives, if nothing unexpected ever happened, we would merely be like automatons, our lives unbearably monotonous and dull. Therefore, please develop a strong self so that you can enact the drama of your life with confidence and poise in the face of whatever vicissitudes you may encounter.

Sunday, May 03, 2009

Yndislegir

dagar að baki, sem hafa einkennst af góðum samverustundum við vini og ættingja, kyrjun, sigrum, góðum fréttum, rólegheitum og fallegum andartökum:-)

Á föstudaginn vorum við Guðrún vinkona hér heima í 5 tíma lærdómstörn og komumst við langt með ritgerðina okkar sem á að skila um miðjan maí:-)

Um miðja vikuna fékk ég þær frábæru fréttir að ég held vinnunni næsta haust og ástandið hjá okkur er ekki eins slæmt eins og útlit var fyrir, og einnig að allar vinkonur mínar í kennara/leikskólakennarastétt halda sinni vinnu:-)
(er að tala um niðurskurð í menntamálum næsta vetur)..

Í gær vaknaði ég snemma, fór á 2 tíma kyrjun í Hafnarfirði, kíkti að því loknu í Ikea og keypti mér stóran flatan kassa undir rúmföt, fór svo í kaffi til mömmu, og fór þaðan í óvænta heimsókn til Gyðu vinkonu:-)

Dagurinn í dag er búin að vera skemmtilegur, fjölbreyttur og fallegur:-)
Byrjaði á því að vakna snemma, fór í Hátún og var valkyrja á fjölmennu, flottu og kröftugu hátíðar Kosen-Rufu gongyo:-)
Þar sem 3. maí er Soka Gakkai dagurinn því bæði Toda 2.forseti SGI og Ikeda 3. forseti SGI voru settir í embætti þennan dag:-)
Efir hátíðina fórum við valkyrjur og víkingar á Kebab húsið, fengum okkur að borða, og höfðum gaman saman og röltum svo heim til Skjaldar og héldum VV fund:-)
Frábær dagur að baki í skemmtilegum félagsskap:-)

Næstu dagar verða rólegir, saumaklúbbur á þriðjudag og afmæli á fimmtudag, og svo eitthvað fleira sem týnist til;-)

Læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðrar viku, elska ykkur öll og sendi daimaku út í heiminn:-)
Búddaknús
Sandra

Leiðsögn dagsins:

3.maí

Sem milliliðalausir fylgismenn Daishonin, höfum við kallað fram hina þrjá öflugu óvini búddismans. Og með því að sigrast á ráðabruggi þeirra og standast árásir þeirra, höfum við rutt stórkostlegan veg að kosen-rufu. Þetta höfum við lagt allt okkar stolt í, hr. Makiguchi, Hr. Toda og ég sjálfur sem forsetar Soka Gakkai. Það er óvéfengjanleg sönnun þess að Soka Gakkai er fremst í röð samtaka í öllum heiminum sem vinna í samræmi við opinbera ákvörðun og vilja Búdda.

Soka Gakkai dagurinn

1951: Jose Toda settur í embætti með viðhöfn sem annar forseti Soka Gakkai

1960: Daisaku Ikeda settur í embætti með viðhöfn sem þriðji forseti Soka Gakkai

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, May 02, 2009

Skilaboð Ikeda forseta SGI á Soka Gakkai daginn 3.maí 2009

Skilaboð Ikeda forseta SGI á Soka Gakkai daginn 3.maí 2009
Göfugu vinir í SGI á Íslandi, mig langar að óska ykkur innilega til hamingju með þennan dýrðar dag 3. maí, dag Soka Gakkai sem einnig er Soka Gakkai mæðradagurinn til heiðurs öllum frábæru mæðrunum innan þessara samtaka!

Fyrir okkur í Soka-fjölskyldunni, þá er þessi dagur jafnmikilvægur og nýársdagur! Þetta er dagurinn til að setja sér nýja og kröftuga ásetninga og hefja leiðina að nýjum sigrum til að uppfylla okkar stórkostlega heit fyrir Kosen Rufu.

Í dag hefur alheims Kosen Rufu vaxið gríðarlega með útbreiðslu á tengslaneti SGI hreyfingarinnar sem stendur fyrir frið, menningu og menntun. Þetta er einungis ykkur að þakka, meðlimum SGI út um allan heim. Með aðdáunarverðu framtaki hafið þið af einlægni og þrautseigju öðlast traust og velgengni sem góðir borgarar í ykkar samfélögum.

Með því að tileinka okkur samband leiðbeinanda og nemanda í leit okkar að sem mestri velferð erum við jafnframt að skapa okkur ómælda ávinninga. Bæði Lótus sútran og Nichiren Daishonin staðfesta. Þið munið án efa njóta verndar hinna himnesku gyðja -öllum jákvæðu öflum alheimsins. Fjölskyldur ykkar og ástvinir munu einnig njóta mikillar gæfur líf eftir líf og afkomendur ykkar kynslóð eftir kynslóð munu lifa í vellystingum og velgengni.
Heimurinn er nú að ganga í gegnum erfiða fjármálakreppu með stórkostlegum áskorunum. En eftir því sem meira myrkur grúfir yfir samfélaginu, þeim mun bjartara skín ljós þessarar æðstu lífsheimspeki búddisma Nichiren Daishonin.

Eins og Daishonin segir: „Miklar hörmungar eru fyrirboði mikillar gæfu. Ef allur Jambudvipa (allur heimurinn) færi í mikla óreiðu eða kaos, er enginn vafi á því að þessi sútra mun breiðast þar út.“

Nichiren Daishonin hefur lofað því að þeir sem hafa hjarta ljónakonungsins munu öðlast uppljómun. Leiðbeinendur og nemendur innan Soka eru einmitt samansafn af fólki sem hefur óttalaust og ósigrandi hjarta ljónakonungsins.

Framfarir hvers eins og einasta ykkar hér inni, sem trúið á búddisma Nichiren Daishonin mun opna fyrir bjartari framtíð ykkar föðurlands. Ég vona að þið munið ávallt starfa saman af visku og í samhljómi, og hlýlega hvetja hvert annað og styðja.

Höldum ótrauð áfram í sannri einingu og háu lífsástandi þegar við stefnum í átt að 80 ára afmæli Soka Gakkao og 35 ára afmæli SGI árið 2010.
Við skulum stuðla að því að stærsta ósk mannkyns verði uppfyllt og skapa öld þar sem við lifum saman í friði, berum virðingu fyrir öllu lífi og öld sem einkennist af sigrum fólksins.
Ég og konan mín biðjum í einlægni fyrir heilsu og öryggi allra okkar dýrmætu meðlima og fyrir velgengni og vellíðan fjölskyldu þeirra og ástvina.
Bestu óskir um hamingju og stórkostlega sigra!
Vinsamlegast hugsið vel um ykkur!

3. maí 2009 Daisaku Ikeda
Forseti Soka Gakkai International