Thursday, May 28, 2009

Leiðsögn dagsins

28.maí

Hvað er sönn ánægja í lífinu? Þetta er erfið spurning - og margir hugsuðir og heimspekingar hafa velt henni fyrir sér. Ánægja getur fljótt horfið fyrir þjáningu. Ánægja er stutt og þjáning er löng. Það sem gengur í þjóðfélaginu sem ánægja er yfirborðskennt. Það stenst ekki samanburð við gleðina sem kemur frá hinu leynda lögmáli. Lykillinn liggur í að rækta hugarástand þar sem við getum lýst því skilyrðislaust yfir að lífið sjálft sé ánægjulegt. Þetta er tilgangur búddískrar iðkunnar okkar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda