Vil
byrja á að óska Jóa bróðir og Heiðdísi frænku hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn;-)
Vona að þið hafið átt notalegar og skemmtilegar samverustundir í dag í faðmi ættingja og vina:-)
Hef fengið margar góðar og jákvæðar fréttir af vinum mínum og ættingjum, einkum í sambandi við vinnu og nám og óska ég þeim til hamingju með flotta sigra og ávinninga:-)
Annars er lítið að frétta, er loksins búin að fá einkunn fyrir námskeiðið endalausa sem ég byrjaði í í haust og er formlega lokið núna;-)
verkefnavinna og bíóferð fyrirhuguð á laugardag og jafnvel einhverjir fundir í næstu viku:-)
Býð ykkur nú góða nótt og óska öllum góðrar helgar:-)
Búddaknús
Sandra
Gef Ikeda orðið:
7.maí
Það gerist ýmislegt í lífinu. Við eigum gleðidaga og sorgardaga. Stundum gerist eitthvað óskemmtilegt. En það er það sem gerir lífið þess virði að berjast fyrir því. Þeir erfiðleikar sem við mætum eru hluti þess að vera manneskja. Ef við mundum aldrei reyna neinar breytingar eða erfiðleika í lífi okkar, ef ekkert óvænt gerðist, mundum við vera rétt eins og vélmenni, líf okkar væri óbærilega tilbreytingalaust og leiðinlegt. Þessvegna, þroskaðu með þér sterkt sjálf, svo að þú getir tekist á við erfiðleikana í lífi þínu af óttaleysi og stillingu, frammi fyrir hvaða breytingum sem þú mætir.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
May 7
Many things happen in life. There are joyous days and times of suffering. Sometimes unpleasant things occur. But that's what makes life so interesting. The dramas we encounter are part and parcel of being human. If we experienced no change or drama in our lives, if nothing unexpected ever happened, we would merely be like automatons, our lives unbearably monotonous and dull. Therefore, please develop a strong self so that you can enact the drama of your life with confidence and poise in the face of whatever vicissitudes you may encounter.
<< Home