Yndislegir
dagar að baki, sem hafa einkennst af góðum samverustundum við vini og ættingja, kyrjun, sigrum, góðum fréttum, rólegheitum og fallegum andartökum:-)
Á föstudaginn vorum við Guðrún vinkona hér heima í 5 tíma lærdómstörn og komumst við langt með ritgerðina okkar sem á að skila um miðjan maí:-)
Um miðja vikuna fékk ég þær frábæru fréttir að ég held vinnunni næsta haust og ástandið hjá okkur er ekki eins slæmt eins og útlit var fyrir, og einnig að allar vinkonur mínar í kennara/leikskólakennarastétt halda sinni vinnu:-)
(er að tala um niðurskurð í menntamálum næsta vetur)..
Í gær vaknaði ég snemma, fór á 2 tíma kyrjun í Hafnarfirði, kíkti að því loknu í Ikea og keypti mér stóran flatan kassa undir rúmföt, fór svo í kaffi til mömmu, og fór þaðan í óvænta heimsókn til Gyðu vinkonu:-)
Dagurinn í dag er búin að vera skemmtilegur, fjölbreyttur og fallegur:-)
Byrjaði á því að vakna snemma, fór í Hátún og var valkyrja á fjölmennu, flottu og kröftugu hátíðar Kosen-Rufu gongyo:-)
Þar sem 3. maí er Soka Gakkai dagurinn því bæði Toda 2.forseti SGI og Ikeda 3. forseti SGI voru settir í embætti þennan dag:-)
Efir hátíðina fórum við valkyrjur og víkingar á Kebab húsið, fengum okkur að borða, og höfðum gaman saman og röltum svo heim til Skjaldar og héldum VV fund:-)
Frábær dagur að baki í skemmtilegum félagsskap:-)
Næstu dagar verða rólegir, saumaklúbbur á þriðjudag og afmæli á fimmtudag, og svo eitthvað fleira sem týnist til;-)
Læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðrar viku, elska ykkur öll og sendi daimaku út í heiminn:-)
Búddaknús
Sandra
Leiðsögn dagsins:
3.maí
Sem milliliðalausir fylgismenn Daishonin, höfum við kallað fram hina þrjá öflugu óvini búddismans. Og með því að sigrast á ráðabruggi þeirra og standast árásir þeirra, höfum við rutt stórkostlegan veg að kosen-rufu. Þetta höfum við lagt allt okkar stolt í, hr. Makiguchi, Hr. Toda og ég sjálfur sem forsetar Soka Gakkai. Það er óvéfengjanleg sönnun þess að Soka Gakkai er fremst í röð samtaka í öllum heiminum sem vinna í samræmi við opinbera ákvörðun og vilja Búdda.
Soka Gakkai dagurinn
1951: Jose Toda settur í embætti með viðhöfn sem annar forseti Soka Gakkai
1960: Daisaku Ikeda settur í embætti með viðhöfn sem þriðji forseti Soka Gakkai
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home