Umhverfisboðorðin 10
Umhverfisboðorðin 10
1. Þegar þú ert búin að hlaða símann/myndavélina/tölvuna, taktu þá hleðslutækið úr sambandi, hleðslutækið heldur áfram að nota rafmagn þó það sé ekki að hlaða neitt. Ef 10% af farsímaeigendum heimsins myndu taka hleðslutækin úr sambandi myndi sparast næg orka til að sjá 60.000 evrópskum heimilum fyrir rafmagni í heilt ár.
2. Ekki hafa sjónvarpið og önnur tæki á standby, tæki á standby eru ábyrg fyrir um 5% af rafmagnsreikningnum.
3. Ekki setja hálffulla þvottavél og uppþvottavél í gang. Full vél = orkusparnaður.
4. Dreptu á bílnum! Bíll í lausagangi í meira en eina mínútu hefur eytt meira bensíni en þú notar við að starta honum aftur. Ef þú drepur á bílnum er það hagnaður fyrir þig og umhverfið.
5. Lækkaðu hitann í húsinu/íbúðinni um 1-2 gráður, þá lækkar þú hitareikninginn um 3%. Svo getur þú keypt þér hlýrri föt fyrir það sem sparast ;)
6. Slökktu ljósin þegar þú yfirgefur herbergi. Sparperur (sem fást til dæmis í Ikea) eru svo mun umhverfisvænni!
7. Þú þarft ekki alltaf að fá nýja plastpoka út í búð. Þú getur notað pokana aftur eða keypt margnota taupoka.
8. Mjólk er góð... en mjólkurfernur geta verið það líka ef þú endurvinnur þær. Og það er ósköp lítið mál að opna fernuna, skola og skila.
9. Ekki henda áldósum og plast- og glerflöskum í ruslið. Þú ert hvort eð er búin að borga 10 krónur auka þegar þú borgaðir fyrir drykkinn. Fáðu peningana þína til baka með endurvinnslu.
10. Morgunblaðið, Fréttablaðið, Viðskiptablaðið, Fasteignablaðið... að ég tali nú ekki um allan auglýsingapóstinn... listinn er nokkurn veginn endalaus. Endurunnin dagblöð verða að klósettpappír.
<< Home