Friday, May 29, 2009

Stolti kennarinn.

Langar aðeins að segja frá flottu krökkunum "mínum":-)
Þennig er að rétt fyrir páska tókum við þátt í alþjóðlegri myndasamkeppni í sambandi við friðarhlaupið.
Nemendur á yngsta stigi (1.-3.bekkur) í grunnskólum á Íslandi var boðið að taka þátt og svo voru um 10 myndir valdar frá Íslandi til að vera á sýningu sem fer um allan heim.
Þannig fór að af þessum 10 myndum voru tvær valdar frá okkar skóla, ein frá pilt í 3. bekk og ein frá stúlku í mínum bekk:-)

Síðan var sett upp sýning í skólanum með öllum þessum fallegu myndum og í dag komu svo fulltrúar frá friðarhlaupinu, töluðu við nemendur um hve gott væri að finna frið í hjartanu sínu, um tilgang hlaupsins og að allir væru að vinna saman í liði:-)
Síðan sýndu þeir okkur friðarkyndilinn, það var tekin hópmynd sem fer á heimasíðu hlaupsins, við fengum viðurkenningu fyrir góða þátttöku í myndakeppninni og svo fórum við út á skólalóð að hlaupa með kyndilinn:-)
Þann 16 júli 2009 verður svo alþjóðlega sýningin sett upp í Kringlunni þar sem myndirnar frá Íslandi eru líka með:-)


Ég hvatti líka krakkana mína til að taka í öðru verkefni sem snerist um að teikna og hann merki fyrir Barnalistahátíð 2010:-)
Við sendum listaverkin af stað og fréttum svo að myndirnar eru núna á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem stendur fram í miðja næstu viku:-)

Að lokum má segja frá því að í næstu viku verða börnin í báðum 1. bekkjunum okkar með danssýningu fyrir foreldra í skólanum undir stjórn danskennarans og hlakka ég mikið til að sjá dansinn:-)

Já, gaman að þessu, flottir og duglegir krakkar sem ég er að kenna:-)

P.s. mér reiknast svo til að þetta sé færsla / skrif nr. 500:-)

Vona að þið eigið góða og fjölbreytta helgi framundan og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Hópknús
Sandra, happy kennarinn og búddistinn:-)

Að venju er hér leiðsögn dagsins:
29.maí

Við sem helgum okkur heilshugar hinu leynda lögmáli munum ekki þjást vegna elli eða dauða. Svo lengi sem við höldum loga trúar okkar lifandi, mun eldur lífskraftsins brenna að eilífu innra með okkur; við getum lifað í fullkomnu óttaleysi sem nær út yfir fæðingu og dauða. Trú er krafturinn sem gerir okkur kleift að lifa með von út allt lífið.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

May 29
We who embrace the Mystic Law will not suffer on account of old age or death. As long as we keep the flame of faith alive, the fire of life force will forever burn brightly within us; we can live with great confidence transcending birth and death. Faith is the engine that enables us to live with hope throughout our lives.