Monday, May 25, 2015

fór

með vinnunni í óvissuferð 13. maí.
 Við fórum beint eftir vinnu og keyrðum sem leið lá til Flúða. Þar fórum við í heita og náttúrulega laug sem kallast Gamla laugin, mæli alveg því að þið kíkið þangað, góð og heit laug með mjúku vatni og þægilegum sandbotni:-)
Eftir sund og sturtu fórum við á eþjópískt veitingahús á Flúðum, gaman að prófa eitthvað nýtt, en ég þarf ekki að fara þangað aftur:-)
Komum í bæinn um miðnætti, skemmtileg ferð, mikið stuð og tónlist í rútunni og bara gaman:-)

Langt helgarfrí núna um hvítasunnu, fór í heimsókn til Heiðar á laugardagskvöldið, pizza, Evróvision, spjall og vídjógláp:-)
Fór í bíó í gærkvöldi á nýju Mad Max myndina, töff ræma þar á ferð og hasar næstum allan tímann, hörkumynd alveg, mæli með henni:-)
Annars bara rólegt, fór í gönguferð í dag og gær, sjónvarpsgláp, tiltekt og tölvuhangs..

Eigið góða viku og hafið það sem best:-)
risaknús...
Sandra lata.

Sunday, May 10, 2015

búið

að vera mikið að gera í félagslífinu undanfarið..
Fyndið hvernig hlutirnir raðast stundum allir á sama tíma og svo er ekkert að gerast þess á milli:-)

Sunnudaginn 12. apríl fór ég í heimaskírn hjá Heiði vinkonu og fékk pilturinn nafnið Arnar Geir Heiðarsson í höfuðið á afa sínum og frænda:-)
Athöfnin gekk vel og litli maðurinn svaf bara í gegnum ferlið:-)

Föstudagskvöldið 24. apríl hittumst við Ármúlapæjurnar heima hjá Önnu vinkonu og sáum nýja húsið og litlu dömurnar hennar tvær, eina 2 ára og hin 2 mánaða:-)
Fín samverustund í góðra vinkonuhópi:-)

Kvöldið eftir var hittingur hjá Víkurskólagellunum, við hittumst heima hjá Kristínu, fengum okkur súpu, og áttum góða samverustund, mikið spjallað og hlegið í góðra vinkvennahópi:-)

Þann 1. maí hittist saumaklúbburinn úr Blásölum heima hjá Heiði, gáfum henni loksins sængurgjöfina, fengum okkur pizzu, kvöddum eina úr hópnum sem var að hætta hjá okkur og fer að vinna í sveit í sumar, hlógum og kjöftuðum frá okkur allt vit, skemmtileg kvöldstund í góðra vinkonuhópi:-)

Laugardaginn 2. maí fór ég í búðarferð m.a. til að kaupa afmælisgjöf fyrir Jóa bróðir. Á leiðinni heim kíkti ég til mömmu sem sýndi mér auglýsingu um kórtónleika sem voru þennan dag. Við ákváðum bara að skella okkur, vissum ekki við hverju var að búast, en þetta var fín ákvörðun því þetta voru mjög góðir tónleikar. 20 ára afmælistónleikar kvennakórs Hafnarfjarðar ásamt þeim Margréti Eir og Páli Rósenkrans:-)
Flott samverustund hjá okkur mæðgunum:-)

Fimmtudaginn 7. maí átti Jói minn afmæli:-)
Við fórum út að borða á Eldsmiðjunni og svo í Hæðargarðinn í kaffi, köku og ís:-)
Skemmtilegt kvöld með fjölskyldunni:-)

Í gær var mikil dagskrá.
 Fór um 3 leytið í afmæli hjá Helgu vinkonu sem vinnur með mér en er núna í fæðingarorlofi. Við vorum samankomnar þegar mest var 7-8 stelpur og 9- 10 börn á aldrinum 3 mánaða til 6 ára:-)
Notaleg og fjörug samverustund í fínum hóp.
 Eftir afmælið fór ég aðeins í búð, svo heim og um kl 19:00 fór ég í afmælisveislu nr. 2 hjá Jóa bróðir í Hæðargarðinum:-) Stór hópur vina og kunningja, grill, stuð og spjall, fín samverustund:-) fór heim um níuleytið....

Í dag fór ég svo í fermingarveislu á Selfossi hjá Þóru Rán, dóttur Bryndísar vinkonu sem er í Ármúlasaumaklúbbnum:-) Fín veisla, gott veður og góður félagsskapur með Ármúlastelpunum:-)

Já, búið að vera nóg að gera, hef líka farið í bíó, út að ganga, í búðarferðir og margt fleira:-)
Framundan er m.a. óvissuferð með vinnufélögum næsta miðvikudag, Kvennahlaupið 13. júní og sumargill Blásala 16. júní:-)

Læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðrar viku og njótið góða veðursins:-)