Monday, May 25, 2015

fór

með vinnunni í óvissuferð 13. maí.
 Við fórum beint eftir vinnu og keyrðum sem leið lá til Flúða. Þar fórum við í heita og náttúrulega laug sem kallast Gamla laugin, mæli alveg því að þið kíkið þangað, góð og heit laug með mjúku vatni og þægilegum sandbotni:-)
Eftir sund og sturtu fórum við á eþjópískt veitingahús á Flúðum, gaman að prófa eitthvað nýtt, en ég þarf ekki að fara þangað aftur:-)
Komum í bæinn um miðnætti, skemmtileg ferð, mikið stuð og tónlist í rútunni og bara gaman:-)

Langt helgarfrí núna um hvítasunnu, fór í heimsókn til Heiðar á laugardagskvöldið, pizza, Evróvision, spjall og vídjógláp:-)
Fór í bíó í gærkvöldi á nýju Mad Max myndina, töff ræma þar á ferð og hasar næstum allan tímann, hörkumynd alveg, mæli með henni:-)
Annars bara rólegt, fór í gönguferð í dag og gær, sjónvarpsgláp, tiltekt og tölvuhangs..

Eigið góða viku og hafið það sem best:-)
risaknús...
Sandra lata.