Monday, December 31, 2012

áramót

þá er árið 2012 að kveðja..
Fyrir mig var árið 2012 einkum ár heilsueflingar í sambandi við magann, ristilinn og augun. Ég tók til í mataræðinu, keypti mér safapressu til að útbúa grænmetissafa sem hefur hjálpað mér mjög mikið, tók út ýmsar matartegundir, setti nýjar inn í staðinn, fór í ristilspeglun og laseraugnaðgerð og losnaði við gleraugun:-)

Ég fór í fyrsta skipti til Svíþjóðar í vor í náms- og skemmtiferð með vinnunni, frábær ferð sem skilur eftir margar minningar:-)

En það var margt fleira sem ég gerði á árinu og hér er smá samantekt frá 2012:

Janúar, febrúar og mars: Jói, Lára og Gunnar komu í mat á nýjársdag, fengum lambalæri og tilheyrandi, ís, kaffi og konfekt og áttum saman góða kvöldstund. Fór á kyrjanir og búddistafundi, í heimsóknir og í bíó, passaði Gunnar Aðalstein, fór á útsölur, átti skemmtileg saumakvölds, vídjó- spjall -og flisskvöld með vinkonum mínum og átti notalegar og skemmtilegar stundir með fjölskyldu og vinum. Gunnar Aðalsteinn varð 2 ára í febrúar og það var heilmikil afmælisveisla hjá honum:-)

Ég fór út að skokka, í gönguferðir og leikfimi, fór á djammið, í bæinn og á kaffihús, undirbjó utanlandsferð með vinnunni, með kökubasar, lakkrís, bökunarpappírs og uppskriftabókarsölu og margt fleira.
Ég tók ákvörðun um að að prófa mig áfram í grænmetis og hráfæði, keypti mér matreiðslubækur, blandara og safapressu, bjó til ávaxta og grænmetisdrykki, byrjaði að æfa mig að baka heilsubrauð og kökur, tók út rjóma, hveiti, sykur, ger, lyftiduft, flest allt kjöt, kex og tilbúið brauð. Mataræðið breyttist og ég fór yfir í  allskonar grænmetisfæði og hráfæði, s.s. grænmetisbuff og súpur, ávexti, fisk, döðlur, fræ, hnetur, möndlur, bauna og byggbuff, skyr, smjör, ost, hrökkkex og möndlumjólk. Ég prófaði að baka heilsubrauð og kökur og þær uppskriftir innihéldu  m.a. hveitiklíð, spelt, fræ, hnetur, döðlur, banana, ávexti, sykurlausa sultu, suðusúkkulaði, ab-mjólk, maísmjöl, vatn, vínsteinslyftiduft, vanillusykur og margt fleira;-)

Apríl og maí:  Átti margar góðar stundir með vinnufélögum, vinum og ættingjum. Það var áframhaldandi undirbúningur fyrir Svíþjóðarferðina m.a. héldum við konukvöld, með mat, happdrætti, söng og skemmtiatriðum,  ég fór í fínustu óvissuferð með Blásaladömunum, fór í fræðandi, spennandi, fjölbreytta og skemmtilega utanlandsferð með vinnufélögum til Svíþjóðar síðustu dagana í maí, vorum í Stokkhólmi þegar Svíþjóð vann Júróvision, mikil upplifun:-)
Ég fór í saumaklúbb hjá nokkrum núverandi og fyrrverandi samstarfskonum í  Blásölum, skemmtileg samverustund það kvöld:-)

Mánudaginn 7. maí átti Jói bróðir  þrítugsafmæli og var haldið upp á það í faðmi fjölskyldu og vina:-)
Við fórum út að borða um kvöldið á veitingahúsinu Roadhouse 10 manna hópur, fengum gott að borða og svo var haldið í Hæðargarðinn þar sem tók við kökuát, kaffidrykkja, fleiri gestir og pakkaopnun..

Ég hélt áfram tilraunum í heilsufæði og bakaði m.a. heilsumuffins og gulrótarheilsuköku fyrir samstarfskonurnar:-)
ég fór í klippingu, til læknis, fór með bílinn í skoðun, fór í bíó, í leikfimi, búðarráp og margt fleira...

Júní og júlí: Gunnar Aðalsteinn kom í heimsókn og gistingu fyrstu helgina í júní:-)
Það var margt um að vera hjá mér í sól og sumaryl, s.s. kaffihúsahittingur með stelpunum, skemmtilegt frænkuboð þar sem ég hitti frænkur sem ég hef ekki séð í mörg ár, gönguferðir og sniglaskokk, stelpukvöld,  grillpartý hjá Blásalapæjum, pössun, fór 5 km í Kvennahlaupinu, Þorsteinn Þorri frændi minn útskrifaðist úr Háskólanum og bauð okkur í flotta veislu, ég fór með vinnunni á sýningu hjá Brúðubílnum og fór tvisvar sinnum með nemendahópa í Grasagarðinn, kíkti á kyrjanir, fundi og spókaði mig á Laugaveginum:-)

Ég fór í sumarfrí fyrstu vikuna í júlí og byrjaði fríið á því að fasta og laxera fyrir ristilspeglun sem gekk vel og ekkert athugvert fannst sem betur fer;-)
Ég, mamma og GunnarAðalsteinn áttum saman góða og flotta samverustund einn sumardag í júlí þar sem við fórum út að borða og á sýningu hjá Brúðubílnum:-)
Ég keypti mér nýrri bíl, setti gamla bílinn minn á sölu og átti tvo bíla á tímabili, en svo seldist gamla góða græna eldingin mín stuttu seinna. Ég fór í sumarbústað með vinkonunum á afmælisdaginn minn, hélt upp á afmælið, gistum tvær nætur, gleði og glaumur þar við völd og  hélt svo litla afmælisveislu fyrir fjölskylduna helgina á eftir.  Fór í stutt ferðalög um nágrennið, t.d. á Þingvöll og Nesjavallaleið. Ég hitti tvær vinkonur mínar sem voru að kenna með mér í Víkurskóla forðum daga og litlu prinsana þeirra, fór í leikfimi og fór í gönguferðir úti í náttúrunni:-)
Og síðast en ekki síst fór ég í laseraðgerð sem heppnaðist mjög vel, engar augaverkanir og þvílíkur munur að vera laus við gleraugun í leik og starfi, og ekki síst í sniglaskokkinu:-)

Ágúst, september og október: Tók þátt í 10 km Reykjavíkurmaraþoni, fékk heimsókn frá Noregi, þegar pabbi, Helga og Sif kíktu í kaffi, fór í afmæli og saumaklúbba, byrjaði að vinna eftir fríið, kíkti á næturlífið, gekk á Úlfarsfell nýja leið sem var ekki eins skemmtileg og sú sem ég fer oftast.
Gunnar Aðalsteinn kom í pössun og gistingu síðustu helgina í september og við fórum í skemmtilega fjöruferð, byggðum sandkastala, teiknuðum í sandinn, hentum steinum í sjóinn og týndum kuðunga og skeljar;-)

Nóvember og desember:  Mikið um að vera innan og utan vinnunar, t.d. fékk leikskólinn Grænfánann föstudaginn 2. nóv 2012 eftir mikla undirbúningsvinnu, flokkun og fræðslu og var það mikil hátíð hjá okkur og um kvöldið var fjörugt vinnustaðapartý ;-)
Fór með fjölskyldunni í bíó að sjá nýjustu James Bond myndina, stelpukvöld, djamm og dansiball, leynivinaleikur í vinnunni, jólamatarboð í vinnunni, búddistajólafundur, heimsóknir og gestir, keypti jólagjafir og sendi út til vina og ættingja, skrifaði jólakort, bakaði smákökur af og til allan desember, jólaboð, samverustundir með ættingjum, vinnufélögum og vinum, langt jólafrí, jólasveinaferðir, klipping, jólaball í leikskólanum, passaði Gunnar frænda, hékk í tölvunni, fór í leikfimi annan í jólum, fór og keypti jólagjafir milli jóla og nýárs, róleg jól og áramót. Leti, búðarráp, svefn, hanga á náttfötunum, mikið að borða, sjónvarpsgláp, fór að sjá Hobbitann, las nokkrar bækur og sitthvað fleira:-)


Óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir árið 2012:-)
Vona að þið hafið það sem allra best og verið góð við ykkur sjálf og aðra:-)
Áramótakveðja
Sandra sem er að fara að horfa á skaupið...

Sunday, December 30, 2012

jólafrí

fór í vinnuna á föstudaginn, nokkur börn, góður og rólegur dagur.

Var að vinna til 17:00, á leiðinni heim kom ég við í einni búð og tókst að festa mig á bílaplaninu fyrir utan búðina í snjónum og leiðindaslydduveðrinu;=0

Náði  að losa mig eftir 5-10 mínútur, eftir að hafa juggað bílnum fram og til baka, farið út og sparkað snjó og vatni frá dekkjunum nokkrum sinnum...
 kom heim rétt fyrir 18:00, lagði mig og átti rólegt kvöld, horfði á eina kvikmynd og fór að sofa um eittleytið...

Á laugardaginn svaf ég út og tók því rólega framyfir hádegi. Eftir hádegi var svo komið að bæjarferð til að kaupa jólagjafir fyrir Kanarífarana;-)
Mosófólkið fór í verslunarmiðstöð og kláraði gjafakaup eftir um tveggja tíma búðarráp;-)
Þá var maginn farinn að kalla á mat og því var haldið á pizzastað þar sem snædd var ljúffeng pizza, ágætis tilbreyting frá steikarátinu;-)
Að pizzaáti loknu var haldið heim, lagst upp í sófa, hangið í tölvunni og svo fórum við í bíó að sjá Hobbitann, þriggja tíma flott og góð ræma sem ég mæli með að þið sjáið;-)

Í dag var svo aftur haldið í búðarferð, að þessu sinni til að kaupa eitthvað matarkyns og í leiðinni komið við í Hæðargarðinum, allt í fína lagi þar..

Ég rétt kom við heima eftir búðarferðina áður en fór aftur út,  kom við í matarbúð fyrir mömmu á leiðinni í heimsókn til hennar...

Kvöldið hefur verið rólegt, borðaði lambalæri með öllu tilheyrandi, fékk símtal frá vinkonu minni og svo sjónvarpsgláp og tölvuhangs:-)

Eigið góða daga og njótið frísins;-)
kv.
sandra sveitó..

Wednesday, December 26, 2012

svaf

til hádegis í dag;-) fékk mér kaffi, fór í smá sturtu og hékk aðeins í tölvunni. svo dreif ég mig í leikfimi því ég var orðin stíf í bakinu og það var farið að trufla mig.
það var mjög gott að fara í leikfimi einkum þar sem ég hef ekki farið í langan tíma og því fínt að byrja aftur að hreyfa sig;-)
Kom heim, fór í sturtu, fékk mér brauð og kaffi, kíkti í tölvuna og lagði mig svo í sófanum;-)
vaknaði svo við símhringingu frá Dúddu ömmu á Ísó, gaman að heyra í henni:-)
fékk svo dúnmjúka nautasteik og meðlæti í kvöldmat:-)
góður og rólegur dagur að baki..

í gær var rólegt fram eftir degi, sofið út og leti, en um fjögurleytið fór ég að taka mig til fyrir jólaboðið hjá afa, klæddi mig í grænan kjól og setti á mig eyrnalokka, hálsmen og armband;-)
fór svo og náði í mömmu um fimmleytið, við fórum í fínustu veislu, hangikjöt, jafningur og meðlæti og ís í eftirmat;-)
Fínasta stemming, börnin fjörug og náðu vel saman, mikið spjallað og flestir ættingjarnir mættir á svæðið.-)
myndir má sjá á myndasíðunni....
keyrði svo mömmu heim um níuleytið..
kom heim og horfði á vídjó, las aðeins og fór að sofa rúmlega 1..

óráðið hvað ég geri á morgun, kannski búðarferð eða letipúkast hér heima og svo vinna á föstudaginn..
 læt þetta nægja í bili
sandra í jólafríi...

 

Tuesday, December 25, 2012

Kærar

þakkir fyrir gjafirnar og jólakortin:-)
Fékk óvenjulega mörg myndakort af vinum og ættingjum þessi jólín, finnst alltaf gaman að fá myndakort, þau fara upp í hillu og eru þar allt árið;-)
ég fékk líka fullt af flottum og góðum jólagjöfum;  þrjár bækur, geisladisk, sturtusápur, snyrtivörur, gjafakort, konfekt, köku, taupoka, eyrnalokka, sokka, vettlinga, inniskó, trefil, kaffikönnu, þurrkustykki, bökunardót og kertastjaka:-)
Er núna að hangsa í tölvunni, þvo þvott og fer svo í jólaboð hjá afa seinna í dag;-)
myndir frá aðfangadeginum má finna í myndasafninu...
eigið góðan og letilegan dag;-)

Letikveðja
sandra

Monday, December 24, 2012

aðfangadagur

er runninn upp enn á ný.
Jólin verða rauð þetta árið, gott veður, hægur vindur og pínu kalt..
Aðventan hefur verið róleg og jólaundirbúningurinn hófst frekar snemma, jólatréð og jólaljósin komin upp um miðjan des, alltaf svo notalegt að fá ljósin;-)
Flestar jólagjafirnar voru keyptar snemma þar sem það var leynivinaleikur í vinnunni í enda nóvember. ég fór seinustu vikuna í nóvember, keypti gjafir fyrir leynivininn og keypti í leiðinni gjafir fyrir systkini mín í Noregi, vinkonur í Finnlandi, vinkonur á Íslandi og pakka fyrir mömmu og Gunna:-)
Þess vegna voru pakkarnir til útlanda sendir snemma þetta árið:-)
Svo hef ég farið flesta laugardaga í desember í búðarferð og týnt til fleiri gjafir;-)

Jólahátíðin verður pínulítið öðruvísi þetta árið þar sem, Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn  ákváðu að skella sér til Kanarí í sól og sumaryl;=)
Þau koma heim eftir áramót og því kaupi ég gjafir handa þeim á milli jóla og nýárs, við ætlum væntanlega að halda jól með þeim 6. jan 2013;-)
Það verður rólegt og fámennt í kvöld, 3 manna veisla hér í sveitinni, ég, mamma og Gunni;-)

Það var yndislegt að komast í jólafrí og það er frekar langt þetta árið, mæti í vinnuna á föstudaginn og svo aftur frí fram á miðvikudag, bara dásamlegt:-)

Hef líka farið í jólasveinaferðir til vina og ættingja, hef bakað smákökur af og til í desember en  þær klárast nú fljótt, enda gott að dreifa átinu á nokkra daga:-)
En svo komst ég í mikið bökunarstuð í gærkvöldi og bakaði 3 tegundir af kökum, bóndakökur, piparkökur og amerískar smákökur með ljósu súkkulaði, suðusúkkulaði og súkkulaðihjúpuðu lakkrískurli, namminamm.-)

já svona er nú lífið á jólunum;-)

Elsku fjölskylda og vinir nær og fjær..
ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og vona að þið eigið notalegt og fallegt kvöld..
hafið það sem allra best um jólin og á nýju ári;-)
Jólahjólakveðjur..
Sandra



Sunday, December 02, 2012

Þá

er bara aftur komin desember:-)

Í síðustu viku var leynivinaleikur í vinnunni sem lauk svo með jólamatarpartýi starfsfólks á föstudagskvöldið.
Ég fékk fallegar og góðar gjafir frá mínum leynivini; kerti, kertastjaka, súkkulaði, lítinn bangsa, jólaglös, kaffikrús, smákökur, trefla og vettlinga:-)

Jólakvöldið var fjörugt og skemmtilegt eins og alltaf þegar við Blásalapæjur hittumst;-)
Það var góður matur ; graflax, snittur, laufabrauð, hangiket, kalkúnabringa, purusteik, jafningur, brúnaðar kartöflur, grænar baunir, sósa, rauðkál, rise almand, kaffi og konfekt; skál fyrir matarnefndinni og  Múlakaffi:-)
Við fórum líka í leiki, kláruðum leynivinaleikinn með því að upplýsa hver var með hvaða leynivin, hlógum, grínuðumst, fórum í keppni og höfðum gaman saman;-)
Myndir frá kvöldinu má finna á myndasíðunni.

Í gær og síðasta laugardag fór ég í búðarráp, keypti nokkrar jólagjafir og smá dót fyrir mig líka sem mig langaði í og vantaði, og í dag komst ég í bökunarstuð og bakaði slatta af smájólakökum, tvær tegundir takk fyrir, amerískar súkkulaðibitakökur og lakkrísbitakökur;-)
Svo fyllist húsið skyndilega af fólki, Jói, Lára og Gunnar komu í heimsókn, Valli kom á föstudaginn og  svo kíkti Heiður við og náði í pakka sem ég geymdi fyrir hana;-)
Það var borðað svolítið af smákökum eins og vera ber en það er dálítið eftir enn;-)
Svo fór Heiður heim, Valli fór í matarboð en við sem eftir voru fengum okkur KFC í kvöldmat....
Skemmtileg, góð og falleg helgi að baki sem var full af samverustundum með fjölskyldu og vinum;-)

Framundan er m.a. vinna, búddistajólafundur og klipping.
 Á laugardaginn er svo hinn árlegi jólasaumaklúbbur hjá okkur vinkonunum, þ.e. ég, Heiður, Guðrún og Gyða þar sem við hittumst, höfum það kózý og skiptumst á jólagjöfum, en þetta árið ætlum við að breyta aðeins til og bæta bökunardegi inn í dagskrána ásamt því að halda upp á afmælið hennar Guðrúnar sætu:-)
þannig að á laugardaginn ætlum við að hittast snemma, baka piparkökur og kannski fleiri tegundir, fá okkur heitt súkkulaði og smákökur, spjalla, skiptast á jólapökkum og hafa notalegan dag;-)

jæja, þetta er orðið gott í bili...
óska ykkur góðrar aðventu, vináttu, gleði og góðrar heilsu..
risaknús..
sandra jóló..