aðfangadagur
er runninn upp enn á ný.
Jólin verða rauð þetta árið, gott veður, hægur vindur og pínu kalt..
Aðventan hefur verið róleg og jólaundirbúningurinn hófst frekar snemma, jólatréð og jólaljósin komin upp um miðjan des, alltaf svo notalegt að fá ljósin;-)
Flestar jólagjafirnar voru keyptar snemma þar sem það var leynivinaleikur í vinnunni í enda nóvember. ég fór seinustu vikuna í nóvember, keypti gjafir fyrir leynivininn og keypti í leiðinni gjafir fyrir systkini mín í Noregi, vinkonur í Finnlandi, vinkonur á Íslandi og pakka fyrir mömmu og Gunna:-)
Þess vegna voru pakkarnir til útlanda sendir snemma þetta árið:-)
Svo hef ég farið flesta laugardaga í desember í búðarferð og týnt til fleiri gjafir;-)
Jólahátíðin verður pínulítið öðruvísi þetta árið þar sem, Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn ákváðu að skella sér til Kanarí í sól og sumaryl;=)
Þau koma heim eftir áramót og því kaupi ég gjafir handa þeim á milli jóla og nýárs, við ætlum væntanlega að halda jól með þeim 6. jan 2013;-)
Það verður rólegt og fámennt í kvöld, 3 manna veisla hér í sveitinni, ég, mamma og Gunni;-)
Það var yndislegt að komast í jólafrí og það er frekar langt þetta árið, mæti í vinnuna á föstudaginn og svo aftur frí fram á miðvikudag, bara dásamlegt:-)
Hef líka farið í jólasveinaferðir til vina og ættingja, hef bakað smákökur af og til í desember en þær klárast nú fljótt, enda gott að dreifa átinu á nokkra daga:-)
En svo komst ég í mikið bökunarstuð í gærkvöldi og bakaði 3 tegundir af kökum, bóndakökur, piparkökur og amerískar smákökur með ljósu súkkulaði, suðusúkkulaði og súkkulaðihjúpuðu lakkrískurli, namminamm.-)
já svona er nú lífið á jólunum;-)
Elsku fjölskylda og vinir nær og fjær..
ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og vona að þið eigið notalegt og fallegt kvöld..
hafið það sem allra best um jólin og á nýju ári;-)
Jólahjólakveðjur..
Sandra
<< Home