Sunday, December 02, 2012

Þá

er bara aftur komin desember:-)

Í síðustu viku var leynivinaleikur í vinnunni sem lauk svo með jólamatarpartýi starfsfólks á föstudagskvöldið.
Ég fékk fallegar og góðar gjafir frá mínum leynivini; kerti, kertastjaka, súkkulaði, lítinn bangsa, jólaglös, kaffikrús, smákökur, trefla og vettlinga:-)

Jólakvöldið var fjörugt og skemmtilegt eins og alltaf þegar við Blásalapæjur hittumst;-)
Það var góður matur ; graflax, snittur, laufabrauð, hangiket, kalkúnabringa, purusteik, jafningur, brúnaðar kartöflur, grænar baunir, sósa, rauðkál, rise almand, kaffi og konfekt; skál fyrir matarnefndinni og  Múlakaffi:-)
Við fórum líka í leiki, kláruðum leynivinaleikinn með því að upplýsa hver var með hvaða leynivin, hlógum, grínuðumst, fórum í keppni og höfðum gaman saman;-)
Myndir frá kvöldinu má finna á myndasíðunni.

Í gær og síðasta laugardag fór ég í búðarráp, keypti nokkrar jólagjafir og smá dót fyrir mig líka sem mig langaði í og vantaði, og í dag komst ég í bökunarstuð og bakaði slatta af smájólakökum, tvær tegundir takk fyrir, amerískar súkkulaðibitakökur og lakkrísbitakökur;-)
Svo fyllist húsið skyndilega af fólki, Jói, Lára og Gunnar komu í heimsókn, Valli kom á föstudaginn og  svo kíkti Heiður við og náði í pakka sem ég geymdi fyrir hana;-)
Það var borðað svolítið af smákökum eins og vera ber en það er dálítið eftir enn;-)
Svo fór Heiður heim, Valli fór í matarboð en við sem eftir voru fengum okkur KFC í kvöldmat....
Skemmtileg, góð og falleg helgi að baki sem var full af samverustundum með fjölskyldu og vinum;-)

Framundan er m.a. vinna, búddistajólafundur og klipping.
 Á laugardaginn er svo hinn árlegi jólasaumaklúbbur hjá okkur vinkonunum, þ.e. ég, Heiður, Guðrún og Gyða þar sem við hittumst, höfum það kózý og skiptumst á jólagjöfum, en þetta árið ætlum við að breyta aðeins til og bæta bökunardegi inn í dagskrána ásamt því að halda upp á afmælið hennar Guðrúnar sætu:-)
þannig að á laugardaginn ætlum við að hittast snemma, baka piparkökur og kannski fleiri tegundir, fá okkur heitt súkkulaði og smákökur, spjalla, skiptast á jólapökkum og hafa notalegan dag;-)

jæja, þetta er orðið gott í bili...
óska ykkur góðrar aðventu, vináttu, gleði og góðrar heilsu..
risaknús..
sandra jóló..