Sunday, December 30, 2012

jólafrí

fór í vinnuna á föstudaginn, nokkur börn, góður og rólegur dagur.

Var að vinna til 17:00, á leiðinni heim kom ég við í einni búð og tókst að festa mig á bílaplaninu fyrir utan búðina í snjónum og leiðindaslydduveðrinu;=0

Náði  að losa mig eftir 5-10 mínútur, eftir að hafa juggað bílnum fram og til baka, farið út og sparkað snjó og vatni frá dekkjunum nokkrum sinnum...
 kom heim rétt fyrir 18:00, lagði mig og átti rólegt kvöld, horfði á eina kvikmynd og fór að sofa um eittleytið...

Á laugardaginn svaf ég út og tók því rólega framyfir hádegi. Eftir hádegi var svo komið að bæjarferð til að kaupa jólagjafir fyrir Kanarífarana;-)
Mosófólkið fór í verslunarmiðstöð og kláraði gjafakaup eftir um tveggja tíma búðarráp;-)
Þá var maginn farinn að kalla á mat og því var haldið á pizzastað þar sem snædd var ljúffeng pizza, ágætis tilbreyting frá steikarátinu;-)
Að pizzaáti loknu var haldið heim, lagst upp í sófa, hangið í tölvunni og svo fórum við í bíó að sjá Hobbitann, þriggja tíma flott og góð ræma sem ég mæli með að þið sjáið;-)

Í dag var svo aftur haldið í búðarferð, að þessu sinni til að kaupa eitthvað matarkyns og í leiðinni komið við í Hæðargarðinum, allt í fína lagi þar..

Ég rétt kom við heima eftir búðarferðina áður en fór aftur út,  kom við í matarbúð fyrir mömmu á leiðinni í heimsókn til hennar...

Kvöldið hefur verið rólegt, borðaði lambalæri með öllu tilheyrandi, fékk símtal frá vinkonu minni og svo sjónvarpsgláp og tölvuhangs:-)

Eigið góða daga og njótið frísins;-)
kv.
sandra sveitó..