Thursday, April 28, 2005

Miðvikudagur

Átti gott spjall við góða konu í dag. Við spjölluðum um ýmislegt, komum ákveðnum málum á hreint og fundum góða og ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Eftir samtalið er mér létt, en ég er pínulítið döpur en þó mjög ánægð.

Monday, April 25, 2005

Loksins

komin heim. Þetta gekk allt saman vel. Við sungum 4 lög í messunni og allt í góðu með það. Svo á æfingu á milli messu og tónleika gerðist svolítið skondið atvik. Það voru nokkrir túristar sem sáu að kirkjan var opin, svo að þeir komu inn, fengu sér sæti og hlustuðu á æfinguna og gott ef að þeir voru ekki frítt á tónleikunum líka. Þeir hafa sennilega haldið að við værum kirkjukórinn því við vorum akkúrat að syngja kirkjulegt lag þegar þeir komu. Við hlógum mikið að þessu:-)
Svo týndust gestirnir inn og það var full kirkjan og meira til:-)
Tónleikarnir tókust vel, nema hvað að það voru nokkur ungabörn sem grétu mikið og lengi sem var frekar pirrandi og sérstaklega í ljósi þess að við vorum að taka þetta upp, eins og við gerum á öllum tónleikum okkar.
Að loknum tónleikum gáfum við kórstjórunum blóm eins og venja er, en þá kom Sigvaldi kórstjóri okkur á óvart og gaf öllum í kórnum eina rós:-)í þakkarskyni.
Málið er að hann stofnaði þennan kór og hefur verið stjórnandi hjá okkur í 9 ár en er nú að hætta að stjórna en ganga þess í stað í kórinn og syngja með.

Nóg af fréttum í bili
Sandra

Sunday, April 24, 2005

Tilbúin

í tónleika. Komin í búninginn, með fínasta glingur í eyrum og á hálsi og vel puntuð í framan:-)
Þetta verður maraþon dagur. Fyrst þurfum við að syngja í messu og vera viðstödd messu, það er partur af samninginum fyrir að fá að vera í kirkjunni og svo koma tónleikarnir.
Óskið mér góðs gengis og sjáumst í kirkju Óháðra safnaðarins kl 5 :-)

Saturday, April 23, 2005

Jæja

þá er helgarhreingerningin búin. Ryksuga, skúra, þurrka rykið og lofta út.
Ryksugan á fullu, étur alla drullu, trallalalalala la. :-)
Æfingin í gær gekk vel og svo er langur dagur á morgun. Fyrst að syngja í messu og svo tónleikar. Þetta verða með forvitnilegustu tónleikum sem við höfum haldið, svei mér þá, vegna ýmissa breytinga hjá oss.
Nú svo styttist óðum í Köben tónleikaferðina og þá verður sko fjör, éta smörrebrauð, syngja á Strikinu og fá sér jafnvel einn öllara :-)
Jamm þetta er allt mjög skemmtileg og litar hversdagsleikann.
En maður þarf víst að vinna til að fá aura til að geta farið í ferðalög og nú þarf ég að setja mig í vinnustellingar og halda áfram að sinna jobbinu.

Hafið góðan dag.
Sandra

Thursday, April 21, 2005

Er

að vandræðast með að rifja upp almenn brot því krakkarnir eru að byrja að læra um þau. Mér fannst almenn brot alltaf leiðinleg í barnaskóla og ekki eru þau skemmtilegri núna, og mikið rosalega er maður fljótur að gleyma því sem er leiðinlegt. Æji, ég þoli ekki hvað ég er stundum léleg í stærðfræði:-(
En samt hefur stærðfræðikennslan gengið með ágætum og vinnubækurnar skýra sig stundum sjálfar, en samt eru þessar Einingabækur oft á tíðum flóknar og erfiðar, líka fyrir kennara:-/

Well best að reyna að halda áfram í stærðfræði, fara yfir vinnubækur, lestrarpróf, skrifa um niðurstöður viðtala og svo framvegis......
Hei, já það er víst komið sumar, svo Gleðilegt sumar:-)

Wednesday, April 20, 2005

Fékk

nýju framrúðuna í dag. Þetta er allt annað líf:-)
Var að koma af 2 og 1/2 tíma söngæfingu, er orðin frekar raddlaus og svo er önnur eins æfing í kirkjunni á föstudagskvöldið og svo tónleikar á sunnudaginn.
Maður verður orðin vel útsungin eftir helgina:-)

ER nú að taka mig á í ákveðnum atriðum í vinnunni og það gengur bara vel. Hef fengið
jákvæð viðbrögð og hrós frá viðkomandi aðilum og það er alltaf gott að vita að maður er að gera eitthvað gott og vitrænt. Maður er alltaf að reyna að bæta sig og batnandi manni er best að lifa:-)

Já jæja, ég er alltaf í vinnunni og er nú ekki til setunnar boðið þar sem ég á eftir að undirbúa morgundaginn.
Adios
Sandra

Monday, April 18, 2005

Skemmtilegur

dagur á enda runnin. Hún Heba mín sem býr í Finnlandi en er í heimsókn á Ísalandi ásamt honum Petri sínum hringdi í mig í gærkvöldi og við mæltum okkur mót í dag. Ég renndi eftir þeim um hádegið og þaðan lá leiðin á eitt af kaffihúsum í miðbæ Reykjavíkur þar sem við fengum okkur gómsætar veitingar og spölluðum heilmikið. Að lokum kíktum við í Kolaportið og hittum þar óvænt vinkonu okkar.
Takk kærlega fyrir notalega samverustund dúllurnar mínar :-)

Thursday, April 14, 2005

Alveg hreint

ágætis dagur að baki. Eftir að kennslu og vinnufundum lauk brunuðum ég og vinkona mín og samkennari niður í Kennó á skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur um m.a. notkun Egilssögu í kennslu, bókmennta og íslenskukennslu. Með því að fara á fyrirlesturinn söfnuðum við okkur nokkrum punktum í símenntun. Eftir allt þetta dreif ég mig heim og lagði mig í smástund áður en ég tók mig til fyrir kaffihúsaferð til að hitta vinkonur mínar úr Ármúla. Við áttum notalega stund saman,drukkum kaffi og kakó og skipilögðum innflutningspartýið. Takk fyrir kvöldið gellur:-)

Það er sko nóg framundan í félagslífinu og í augnablikinu er planið svohljóðandi:
Kórtónleikar 24 apríl, Köpen 6-8 maí, sumarbústaðaferð á Laugarvatn 14 maí og innflutningspartý 21 maí.
Ekki amalegt það :-)

En svona til að ljúka deginum er komin tími til að líta á heimavinnuna sem bíður!
Over and out

Wednesday, April 13, 2005

Váa

Held það sé komin tími til að panta pláss á elliheimilinu. Ég á nefnilega 15 ára fermingarafmæli í dag!!

Helstu tíðindi dagsins eru annars þau að við í 3. bekkjarárgangi í skólanum alls 30 nemendur, og 4 fullorðnir þ.a. 2 kennarar fórum í Mjólkursamsöluna í morgun. Það var gaman að koma þangað í heimsókn, það gekk rosalega vel og krakkarnir hegðuðu sér svo vel að þau fengu 10 í einkunn hjá leiðsögumanninum :-). Ekki amalegt það og ég varð mjög glöð í hjartanu. Vildi að þau hegðuðu sér svona vel oftar :-). Allir fengu kveðjugjöf og (ég líka), þennan líka svaðalega flotta skærgula sundpoka með mynd af Klóa kókómjólkurkisu framan á:-)

Kveð í bili, rúmið bíður :-)

Sunday, April 10, 2005

nýjustu fréttir

Þá er maður orðin svo frægur að hafa látið sjá sig á hinum margumtalaða Hverfisbar og þarf ekki að prófa það aftur. Stemmingin var einhvern veginn svona: Framhaldsskólaball með teknó/vangadans svefntónlist á gólfrými sem á víst að kallast dansgólf en það var næstum engin að dansa heldur stóð fólk í stórum hópum á spjalli eða labbaði í gengum þvöguna upp og niður, inn og út af staðnum. Já og ekki má gleyma "flotta" klósettinu sem ég rambaði á þar sem var gólfið var rennandi blautt af einhverju sem ég vil ekki vita hvað var, með bjórdósum og sígarettustubbum liggjandi í bleytunni, en hvorki með vaski né spegli. Umm mjög smart. Þetta var ekki alveg að virka a.m.k. ekki fyrir mig.
En kvöldið heppnaðist samt alveg ágætlega og alltaf gaman að hitta stelpurnar.

Nú að öðrum fréttum. Ég fór næstum því að grenja áðan þegar ég kom út í bílinn minn og sá langa, ljóta sprungu meðfram allri neðanveðri framrúðunni:-(
Líklegast er að þetta sé eftir hitamismun því ekki sjást nein ummerki eftir skemmdir eða grjótkast. Sem betur fer er ég með framrúðutryggingu, held ég.
En ég er samt mjög pirruð yfir þessu því ég þoli ekki að vera bíllaus á meðan bíllinn er á verkstæði!

Eldaði áðan ágætis sunnudagssteik og er nú södd og sæl.
Heyrumst
Sandra

Saturday, April 09, 2005

Allt

í góðum gír núna. Ég horfði á myndina Purple rain með Prince í gær, mynd síðan 1984 og ég mæli með henni. Ég er nú ekki mikill Prince aðdáandi en þetta var flott mynd, mannleg, svolítið hallærisleg á köflum en mjög flott tónlist og kröftug tónlistaratriði.
Best að drífa sig í bað og græja sig fyrir partýið.
Góða skemmtun í kvöld
Sandra

Útrás

Eitt gott pirringsöskur
ARRRGGHHH.
LIFE IS A FOCKING BIG BITCH.
Ahh hvað var gott að fá smá útrás.
Allt í góðu núna.
Ætla að hlamma mér í sóffann og horfa á DVD.
Góða helgi gott fólk.

Friday, April 08, 2005

enn ein vikan á enda runnin. Ég er nokkuð ánægð með mig og nemendur mína eftir þessa vinnuviku því yfir heildina hafa dagarnir gengið frekar vel og þetta er allt að koma eins og maðurinn sagði.
Vetur konungur ákvað að koma okkur á óvart í vikunni og því verður ekkert úr sumarbústaðaferðinni um helgina. Í staðinn verður hittingur í heimahúsi á laugardagskvöldið og jafnvel verður kíkt á dansiball í Reykjavíkinni þegar stuðið nær hámarki:-)
Nú er mál að snúa sér að heimavinnunni ( alltaf í vinnunni) :-) og bið ég að heilsa ykkur núna.
Sandra stærðfræðingur

Sunday, April 03, 2005

Lítil ferðasaga

í dag fór ég í smá ferðalag. Þegar ég kom út í morgun um kl 7:30 þurfti ég að byrja á því að skafa bílinn og losa frosnu rúðuþurrkurnar. Leið mín lá til Skálholts og fór ég því yfir Hellisheiði þar sem blautur snjórinn lá yfir á löngum kafla. Það er eitthvað mikið vera að vinna þar og voru margir vörubílar og trukkar fyrir framan mig og þurrkurnar höfðu ekki undan að bægja frá drullu og bleytu sem þeir spýttu frá sér á rúðuna hjá mér. Ég kom á staðinn rétt fyrir 10 og það snjóaði mikið þegar ég kom. Ég er búin að syngja mikið í allan dag á góðri og gagnlegri æfingu. Svo var æfingin búin um fimmleytið og þá var haldið heim á leið í glampandi sólskini og hita og snjóleysi á götunum. Þar sem ég var á litlu ferðalagi og í góðum fíling kom ég að sjálfsögðu við í Eden og fékk mér kaffi og samloku. Svo datt mér í hug að prófa að gamni að fara Þrengslin í fyrsta skipti. Ég var svo komin heim um sjöleytið. Það er alltaf gaman að fara í svona æfingabúðir í góðra manna hópi og kíkja aðeins út fyrir bæinn. En þetta veðurfar á Ísalandi er alltaf gott efni í brandara.
Á næstu helgi er svo á planinu annað lítið ferðalag í sumarbústað á Laugarvatni með vinkonum. Þar verður etið, farið í pottinn, kojufyllerí og allur pakkinn:-)

THE END
Sandra

Friday, April 01, 2005

Allt rólegt

þessa dagana. Stutt vinnuvika núna sem er ágætt því maður er ekki alminnilega komin í gang eftir páskana. Skelli mér í dagsferð næsta laugardag í Skálholt með kórum í æfingabúðir til taka vel á því fyrir tónleikana.
Segjum þetta gott í bili.
Kveðja
þreytti kennarinn