Thursday, April 14, 2005

Alveg hreint

ágætis dagur að baki. Eftir að kennslu og vinnufundum lauk brunuðum ég og vinkona mín og samkennari niður í Kennó á skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur um m.a. notkun Egilssögu í kennslu, bókmennta og íslenskukennslu. Með því að fara á fyrirlesturinn söfnuðum við okkur nokkrum punktum í símenntun. Eftir allt þetta dreif ég mig heim og lagði mig í smástund áður en ég tók mig til fyrir kaffihúsaferð til að hitta vinkonur mínar úr Ármúla. Við áttum notalega stund saman,drukkum kaffi og kakó og skipilögðum innflutningspartýið. Takk fyrir kvöldið gellur:-)

Það er sko nóg framundan í félagslífinu og í augnablikinu er planið svohljóðandi:
Kórtónleikar 24 apríl, Köpen 6-8 maí, sumarbústaðaferð á Laugarvatn 14 maí og innflutningspartý 21 maí.
Ekki amalegt það :-)

En svona til að ljúka deginum er komin tími til að líta á heimavinnuna sem bíður!
Over and out