Sunday, April 03, 2005

Lítil ferðasaga

í dag fór ég í smá ferðalag. Þegar ég kom út í morgun um kl 7:30 þurfti ég að byrja á því að skafa bílinn og losa frosnu rúðuþurrkurnar. Leið mín lá til Skálholts og fór ég því yfir Hellisheiði þar sem blautur snjórinn lá yfir á löngum kafla. Það er eitthvað mikið vera að vinna þar og voru margir vörubílar og trukkar fyrir framan mig og þurrkurnar höfðu ekki undan að bægja frá drullu og bleytu sem þeir spýttu frá sér á rúðuna hjá mér. Ég kom á staðinn rétt fyrir 10 og það snjóaði mikið þegar ég kom. Ég er búin að syngja mikið í allan dag á góðri og gagnlegri æfingu. Svo var æfingin búin um fimmleytið og þá var haldið heim á leið í glampandi sólskini og hita og snjóleysi á götunum. Þar sem ég var á litlu ferðalagi og í góðum fíling kom ég að sjálfsögðu við í Eden og fékk mér kaffi og samloku. Svo datt mér í hug að prófa að gamni að fara Þrengslin í fyrsta skipti. Ég var svo komin heim um sjöleytið. Það er alltaf gaman að fara í svona æfingabúðir í góðra manna hópi og kíkja aðeins út fyrir bæinn. En þetta veðurfar á Ísalandi er alltaf gott efni í brandara.
Á næstu helgi er svo á planinu annað lítið ferðalag í sumarbústað á Laugarvatni með vinkonum. Þar verður etið, farið í pottinn, kojufyllerí og allur pakkinn:-)

THE END
Sandra