Monday, April 25, 2005

Loksins

komin heim. Þetta gekk allt saman vel. Við sungum 4 lög í messunni og allt í góðu með það. Svo á æfingu á milli messu og tónleika gerðist svolítið skondið atvik. Það voru nokkrir túristar sem sáu að kirkjan var opin, svo að þeir komu inn, fengu sér sæti og hlustuðu á æfinguna og gott ef að þeir voru ekki frítt á tónleikunum líka. Þeir hafa sennilega haldið að við værum kirkjukórinn því við vorum akkúrat að syngja kirkjulegt lag þegar þeir komu. Við hlógum mikið að þessu:-)
Svo týndust gestirnir inn og það var full kirkjan og meira til:-)
Tónleikarnir tókust vel, nema hvað að það voru nokkur ungabörn sem grétu mikið og lengi sem var frekar pirrandi og sérstaklega í ljósi þess að við vorum að taka þetta upp, eins og við gerum á öllum tónleikum okkar.
Að loknum tónleikum gáfum við kórstjórunum blóm eins og venja er, en þá kom Sigvaldi kórstjóri okkur á óvart og gaf öllum í kórnum eina rós:-)í þakkarskyni.
Málið er að hann stofnaði þennan kór og hefur verið stjórnandi hjá okkur í 9 ár en er nú að hætta að stjórna en ganga þess í stað í kórinn og syngja með.

Nóg af fréttum í bili
Sandra