Sunday, April 10, 2005

nýjustu fréttir

Þá er maður orðin svo frægur að hafa látið sjá sig á hinum margumtalaða Hverfisbar og þarf ekki að prófa það aftur. Stemmingin var einhvern veginn svona: Framhaldsskólaball með teknó/vangadans svefntónlist á gólfrými sem á víst að kallast dansgólf en það var næstum engin að dansa heldur stóð fólk í stórum hópum á spjalli eða labbaði í gengum þvöguna upp og niður, inn og út af staðnum. Já og ekki má gleyma "flotta" klósettinu sem ég rambaði á þar sem var gólfið var rennandi blautt af einhverju sem ég vil ekki vita hvað var, með bjórdósum og sígarettustubbum liggjandi í bleytunni, en hvorki með vaski né spegli. Umm mjög smart. Þetta var ekki alveg að virka a.m.k. ekki fyrir mig.
En kvöldið heppnaðist samt alveg ágætlega og alltaf gaman að hitta stelpurnar.

Nú að öðrum fréttum. Ég fór næstum því að grenja áðan þegar ég kom út í bílinn minn og sá langa, ljóta sprungu meðfram allri neðanveðri framrúðunni:-(
Líklegast er að þetta sé eftir hitamismun því ekki sjást nein ummerki eftir skemmdir eða grjótkast. Sem betur fer er ég með framrúðutryggingu, held ég.
En ég er samt mjög pirruð yfir þessu því ég þoli ekki að vera bíllaus á meðan bíllinn er á verkstæði!

Eldaði áðan ágætis sunnudagssteik og er nú södd og sæl.
Heyrumst
Sandra