Saturday, April 23, 2005

Jæja

þá er helgarhreingerningin búin. Ryksuga, skúra, þurrka rykið og lofta út.
Ryksugan á fullu, étur alla drullu, trallalalalala la. :-)
Æfingin í gær gekk vel og svo er langur dagur á morgun. Fyrst að syngja í messu og svo tónleikar. Þetta verða með forvitnilegustu tónleikum sem við höfum haldið, svei mér þá, vegna ýmissa breytinga hjá oss.
Nú svo styttist óðum í Köben tónleikaferðina og þá verður sko fjör, éta smörrebrauð, syngja á Strikinu og fá sér jafnvel einn öllara :-)
Jamm þetta er allt mjög skemmtileg og litar hversdagsleikann.
En maður þarf víst að vinna til að fá aura til að geta farið í ferðalög og nú þarf ég að setja mig í vinnustellingar og halda áfram að sinna jobbinu.

Hafið góðan dag.
Sandra