Wednesday, July 30, 2008

Er

að bráðna, lá hér úti á svölum í steikjandi sól og logni, í a.m.k 25 stiga hita:-)
Bara notalegt...

Hitinn inni í bílnum var 28 stig...jafnvel þótt glugginn væri galopinn...
Fór áðan í gönguferð og tók nokkrar myndir í Elliðadalnum og fór þaðan í ísbúð, namminamm, ítalskur ís;-)

Jamm, svona er Ísland í dag;-)

er sumar á Íslandi, rúmlega 20 stiga hiti, glampandi sól og hægur vindur:-)

Er að hugsa um hvað ég eigi að gera núna, búin að fara á Esjuna, Þingvelli og Heiðmörk í sumar, en það er langt síðan ég hef rölt í Elliðadalnum, hugsa að ég kíki þangað á eftir;-)

Svo er fundur í kvöld og væntanlega bíóferð annaðkvöld;-)

Bless í bili, njótið sumarsins og gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina:-)
Sandra sólarunnandi...

Leiðsögn dagsins:

30.júlí

Trúin tryggir okkur algjöran sigur. Hún gerir okkur kleift að lifa af krafti og gleði og leggja okkur fram um að bæta okkur - að verða það allra besta fólk sem við getum orðið. Ennfremur, gerir trúin okkur kleift að ganga gegnum lífið í algjörri fullvissu og sjálfstrausti, alveg óhrædd við nokkuð.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, July 29, 2008

Munið

þið eftir því þegar ég var að tala um að mig langaði á tónleika með Nightwish, en var ekki búin að ákveða mig...

Nú þarf ekki að hugsa um það lengur, því ég fann svarið á netinu í morgun:

Hætt við tónleika Nightwish

Kemur svo sem ekki á óvart;-/

Annars nóg að gera næstu daga, heimsóknir, fundur, bíóferð (tilraun nr. 2 að fara á Batman) og fleira....

Njótið góða veðursins sem er á leiðinni:-)
Sandra

Vil enda á leiðsögn dagsins:
29.júlí

Kjarninn í búddisma Nichiren Daishonin felst í að lifa áfram allt til enda, halda alltaf áfram, taka á móti áskorunum lífsins af hugrekki og aldrei gefast upp. Að byggja upp eilífa sælu - búddatign - í okkar eigin lífum er tilgangurinn með búddískri iðkun okkar í þessu lífi; það kemur til vegna stöðugrar þrár Daishonin í fortíðinni að við stöndum styrk í viðleitni okkar í nútíðinni.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, July 28, 2008

Stjörnumerki

Jæja hér má sjá smá útskýringar á persónuleika mínum samkvæmt stjörnumerkjalýsingunni:-)
Ég hef lúmskt gaman af að lesa um stjörnumerkin og skoða fólk út frá þeim;-)



Krabbinn (21.júní-22.júlí)

Krabbinn er varkár og íhaldssamur tilfinningamaður. Hann fæðist í byrjun sumars og því ríkt í eðli hans að hlúa að nýgræðingi, rækta, hjálpa og ala upp. Aðhlynning er því lykilorð fyrir Krabbann. Þessi eiginleiki getur birst á margvíslegan hátt eftir aðstæðum. Krabbinn í viðskiptalífinu tekur að sér yngri skjólstæðinga og hjálpar þeim áfram og leikstjórinn í Krabbanum velur ungt fólk í lykilhlutverk.

Seigla og útsjónarsemi


Krabbinn er varkár og frekar hlédrægur um eigin hagi, en eigi að síður fastur fyrir og ákveðinn þegar á þarf að halda. Hann býr yfir hæglátri seiglu og er séður og útsjónarsamur. Varkárni Krabbans birtist þegar hann er að skoða ný mál. Hann opnar dyrnar til hálfs og tekur eitt skref fram á við til að kynna sér aðstæður. Síðan tekur hann tvö skref afturábak, dregur sig í hlé og skoðar málið í rólegheitunum. Hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig og þreifa sig áfram. Það getur því tekið langan tíma að kynnast honum og þótt hann sýni áhuga bítur hann ekki endilega strax á agnið. Þegar hann hefur hins vegar tekið endanlega ákvörðun um að ganga í ákveðið verk berst hann með kjafti og klóm og gefst ekki auðveldlega upp.

Ábyrgðarkennd

Krabbinn hefur sterka ábyrgðarkennd og er yfirleitt traustur og samviskusamur. Hann vill leysa þau verk sem hann tekur að sér. Fyrir vikið er honum oft treyst fyrir ábyrgðarstörfum. Hann er einnig frumkvæður sem birtist í því að Krabbar taka oft að sér forystu á þeim sviðum sem þeir velja sér.

Íhaldssemi

Íhaldssemi Krabbans birtist m.a. í því að hann er fastheldinn á þær skoðanir sem hann temur sér eða á þá hluti sem honum eru kærir. Hann vill oft búa í gömlu húsi með sál, andrúmslofti og grónum garði. Það nýja og sálarlausa lítur hann hornauga. Íhaldssemin birtist einnig í sterkri öryggisþörf og því að hann safnar að sér hlutum, á erfitt með að henda því gamla og hugsar til þess að eiga varasjóð. Honum finnst óþægilegt að skulda eða búa við óvissu í sambandi við heimili, vinnu og fjármál. Oftast nær er Krabbinn mikill heimilismaður og fjölskylda, börn og nánir vinir skipta hann meira máli en gengur og gerist. Yngri Krabbar fela oft þessa eiginleika, enda ekki svalt að vera íhaldssamur heimilismaður á unglingsárum. Þá er hin fræga Krabbaskel sett upp, og svalt yfirborð látið hylja innri viðkvæmni.

Tunglsveiflur

Krabbinn er oft misjafn í skapi og framkomu. Karlmenn í merkinu eiga stundum til að vera hranalegir og fráhrindandi í framkomu, ekki vegna slæms upplags, heldur til að fela feimni. Tilfinningaríkum og næmum manni finnst oft að hann þurfi að verja sig og geti ekki hleypt hverjum sem er nálægt sér. Hann býr því til töff skel til að verja sig. Til að skilja skapgerð Krabbans er ágætt að líta á flóð og fjöru og kvartilaskipti Tunglsins. Tunglið er dimmt og ósýnilegt þegar það er nýtt en bjart og áberandi þegar það er í fyllingu. Skapgerð Krabbans er svipuð, stundum vill hann draga sig í hlé og vera einn með sjálfum sér, stundum er hann opinskár, hlýr og gefandi, jafnvel allra manna hressastur. Það getur því verið erfitt að reikna hann út. Eina stundina vill hann vera heima hjá sér, en þá næstu er hann reiðubúinn að fara út á lífið og rabba við fólk um daginn og veginn.

Náttúrubarn

Krabbinn er náttúrumaður, nýtur sín nálægt hafi eða vatni og þarf að hafa tré og gróður í umhverfi sínu. Sund og göngutúrar niður í fjöru eða út í sveit eru meðal þeirra íþróttagreina sem Krabbinn ætti helst að leggja stund á. Vatn og útivera hreinsa og endurnæra orku hans.

Þegar talað er um 'Krabbann' og 'Krabba', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Krabbamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.

Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.

Ástæðan fyrir því að tvö stjörnumerki geta byrjað og endað á sama degi, er sú að Sólin sem ákvarðar merkin, fer á milli merkja á mismunandi tímum frá degi til dags og ári til árs. Hún á því til að vera í tveimur merkjum sama daginn.

Hinn raunverulegi sólarhringur er 23 klst. og 56 mínútur, sem skýrir þessar færslur og er m.a. ástæða þess að við höfum hlaupár á 4. ára fresti. Ef þú ert í vafa um það í hvaða stjörnumerki þú eða ástvinur þinn er, þá getur þú gert stjörnukort:

Gera stjörnukort fyrir mig


Tunglvakt

Minnkandi kvartil:
25/7 kl. 18:43

Nýtt tungl:
1/8 kl. 10:14

Vaxandi kvartil:
8/8 kl. 20:21

Fullt tungl:
16/8 kl. 21:18

Minnkandi kvartil:
23/8 kl. 23:51


Óska ykkur góðrar viku:-)

Sandra sumarbarn...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda sem fjallar um áskoranir:

28.júlí

Lífið er endalausar áskoranir. Þeir sem lifa lífum ótakmarkaðra áskoranna uppskera ótakmarkaðan vöxt. Á róstursömum tímum, er úthald og kraftur það sem fólk þarf helst til að ögra kringumstæðum sínum, viska til að opna fjársjóðshús þekkingarinnar, og það að leggja sig sífellt fram við að skapa verðmæti.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, July 26, 2008

Góðan daginn

kæru vinir.
Það er ekkert að frétta héðan en mig langaði bara að benda ykkur á þessa fallegu myndasíðu þar sem m.a. má finna myndir frá Íslandi;-)

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

26.júlí

Trú er þrautseigja. Lykilatriði til að sigra í hverri baráttu í lífinu er úthald. Þess vegna leggur Nichiren Daishonin áherslu á mikilvægi þess að hafa trú sem flæðir sífellt líkt og vatn frekar en trú sem blossar upp í stuttan tíma líkt og eldur. Til að taka sífelldum framförum, er mikilvægt að verða aldrei örmagna. Að vera á fullu í starfsemi langt fram á kvöld er ekki sama og sterk trú.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, July 24, 2008

Furðulegar

fyndnar, villandi, dapurlegar og gagnlausar fréttir og fyrirsagnir...

Það getur verið gaman og skrýtið að renna yfir fyrirsagnir frétta á netblaðamiðlum;-)

Týndi saman nokkur dæmi:

Skrásetja klósettferðir

Menn að störfum en líka konur

Þýskir útivistarmenn sjá rándýr í hverju horni

„Vorum teknir í bakaríið"


Vegabréfsáritanir í hægagangi

Svandís vill ekki vera í sambandi í sumarleyfinu


Hættuleg typpa-Toyota á götum Reykjavíkurborgar

Fjárfesta hvorki í vopnum né klámi



En nóg um fréttir í bili.
Þangað til næst....
Hafið það sem best og gerið eitthvað skemmtilegt:-)
Sandra

Leiðsögnin frá Ikdea:

17.júlí

Lífið er ekki alltaf dans á rósum. Ef svo væri mundum við aldrei vaxa og þroskast sem manneskjur. Ef við náum árangri, erum við öfunduð; ef okkur mistekst er gert gys að okkur og við niðurlægð. Sorglegt, en svona er fólk. Óvænt sorg og þjáning gæti verið framundan. En það er einmitt þegar við mætum slíkum raunum sem við megum ekki bíða ósigur. Aldrei gefast upp. Aldrei hörfa.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, July 21, 2008

flottur

og jákvæður dagur að kveldi kominn.

Hann byrjaði þannig að ég vaknaði snemma og klæddi mig því ég ætlaði að skutla einum úr fjölskyldunni í vinnuna, en rétt áður en við fórum út úr dyrunum hringdi samstarfsfélagi og bauð honum far, svo að ég fór bara aftur í náttfötin, lagðist upp í hlýtt rúmið og steinsofnaði;-)

Síðan vaknaði ég við það að síminn pípti, þannig að ég kíkti á skjáinn og sá nýtt SMS. Það var frá vinkonu minni sem býr í Finnlandi en í skilaboðunum stóð að hún og litli prinsinn væru núna á landinu, svo ég hringdi og við mæltum okkur mót á morgun;-)

Svo var ég eitthvað að letipúkast fram að kaffitíma, kyrjaði, hékk í tölvunni, spjallaði við vinkonur í símann og fór í sturtu.

Þá var komin tími til að fara aðeins út, og ég byrjaði á því að kíkja í heimsókn til mömmu, og hún sagði mér frekar jákvæðar fréttir;-)

Eftir að hafa kvatt mömmu fór ég að sækja Jóa og Láru og við fórum í tölvubúð og svo í Mosó, og þar uppgötvuðum við svolítið skemmtilegt og jákvætt;-)

Þannig var að fyrir nokkrum dögum fór talvan mín fór að láta undarlega, og kvartaði yfir því að ormar og vírusar væru að ráðast á kerfið;-(
Ég reyndi eitthvað að laga þetta en ekkert gekk...

Ég hafði smá áhyggjur að talvan myndi hrynja, eða gögnin tapast og því þorði ég ekki öðru en að slökkva alveg á tölvunni, láta hana eiga sig og bíða eftir að Jói gæti kíkt á þetta..
En á meðan hafði ég aðgang að annarri tölvu svo ég var ekki alveg sambandslaus...

Svo þegar við komum heim kíkti Jói á tölvuna og þá kom í ljós að öll gögnin voru á sínum stað og að þetta bögg var ekki eins alvarlegt og það leit út fyrir að vera, sem var mikill léttir;-)

Að lagfæringu lokinni fóru Jói og Lára aftur niður í bæ, til að fá sér að borða og í bíó;-)

En nú er talvan mín komin með ný og betri varnarforrit, "böggið" var eyðilagt og allt er á sínum stað, og það er nú gott að geta aftur setið hér í herberginu mínu, dundað í tölvunni, hlaðið inn myndum, skoðað tölvupóst og fleira;-)

Jamm, margar litlar og góðar fréttir og ávinningar í dag hjá mér og mínum;-)

Ég vona að þið hafið líka átt góðan dag:-)

En að öðru:
Ég bakaði súkkulaðiköku með frekar þykku kremi fyrir afmælið mitt sem er nú ekki í frásögur færandi, nema hvað að ég ákvað að skreyta hana svolítið með smartís.
Hugmyndin var að útbúa broskall á miðja kökuna svo ég skellti mér bara í verkið, en í miðri teikningu þá klikkuðu listhæfileikarnir og myndin breyttist aðeins;-)
En kakan varð samt mjög góð á bragið og var etin upp til agna;-)

og að sjálfsögðu tók ég mynd af öllu saman:

Ég setti fleiri myndir frá afmælinu á myndasíðuna...

En nú er ég að fara að leggja mig og býð ykkur góða nótt...
Sandra syfjaða.

Leiðsögnin frá Ikeda:

15.júlí

Hver er fjársjóður æskunnar? Það er barátta; það er erfiði. Ef þú átt ekki í baráttu, þá geturðu ekki orðið sannarlega sterkur. Þeir sem heyja baráttu í æsku sinni munu ekki hafa neitt að óttast þegar að því kemur að slá síðustu nóturnar í lífi sínu. Þeir munu öðlast æðislegt lífsástand sem stendur sterkt og óhagganlegt. Í búddismanum köllum við þetta lífsástand búddatign eða uppljómun, ástand sem ekkert getur grafið undan eða eyðilagt. Það er hugarástand sem hinir ósigrandi njóta.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, July 19, 2008

Góðan

sólardag, yndislegt veður í dag:-)
Nóg um að vera í dag, Jói og Lára komin til landsins og koma hingað á eftir, eða allavegna Jói;-)
Við ætlum svo að kíkja til mömmu á eftir,
en seint í kvöld er ég að fara ásamt vinkonu minni á klúbbakvöld á Nasa,
aðeins að dansa og dilla sér á diskóteki áður en fríið klárast;-)

Annars er allt rólegt,og allt gott að frétta af okkur;-)
Njótið helgarinnar...
heyrumst..
Sandra

Vil enda að venju á leiðsögn frá Ikeda:

Gongyo og daimoku eru rætur sem gera þér fært að vaxa og verða mikið tré. Tré lífs þíns styrkist og gildnar sem uppsöfnuð afleiðing af stöðugri iðkun. Þó ekki sé unnt að sjá breytingar frá degi til dags, mun líf þitt með tímanum verð háleitt og víðfeðmt eins og stórt tré fyrir næringu daglegrar iðkunar. Ástundir þú stöðugt þroskar þú lífsástand ósigrandi hamingju. . ."

Thursday, July 17, 2008

var

eitthvað að hanga í tölvunni og ákvað að búa til enn eina síðuna:-)
Þannig er að ég hef einstöku sinnum sett mataruppskriftir á þessa síðu, en
stundum er gott að vera pínu skipulagður og hafa ákveðna flokka á einum stað, og því bjó ég til litla síðu sem kallast tilraunaeldhúið:-)

Vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar og að þið finnið varanlega hamingju og innri frið( þ.e. hátt lífsástand) sem helst stöðugt í hvaða kringumstæðum og umhverfi sem er:-)

kveð í bili og vil enda á leiðsögn frá Ikeda sem að þessu sinni fjallar um lífsástand:

11.október
Það er mikilvægt að vera í nægilega háu lífsástandi til að geta tekið hverju því sem gerist í lífinu með jafnaðargeði, geta sett vandamál í rétt samhengi og leyst þau með jákvæðu hugarfari. Hamingjan sprettur fram frá svo sterku og allt-umlykjandi lífsástandi.

Tuesday, July 15, 2008

sumarfríið líður undarlega, ýmist hratt eða hægt...

Margt búið að vera í gangi bæði jákvætt og neikvætt og óvæntir atburðir hafa gerst.
Einnig hafa verið fastir liðir sem ég reyni alltaf að halda mig við á sumrin, t.d. stutt ferðalög innanlands, Esjuganga, útréttingar og fleira:-)

Ýmislegt hafa dagarnir borið í skauti sér...

En svo eru líka nýir hlutir í gangi þetta sumarið, t.d. finnst mér ég ekki alveg vera búin með námið þessa önn þar sem ég er enn að bíða eftir lokaeinkunn í öðrum áfanganum og svo er ég líka að læra og fara á umræðufundi í sumar vegna prófs í búddismanum sem verður haldið í vetur:-)

Einnig eru aðrar breytingar í vændum, t.d. eru Jói og Lára að flytja heim um helgina;-)
og ég að fara í nýja vinnu með nýju fólki, börnum og umhverfi...

Mér finnst ekki vera mikið eftir af fríinu en það er nú samt tæplega mánuður eftir og nokkrir fastir viðburðir sem eru eftir áður en vinnan byrjar, s.s. kertafleyting, afmæli og gleðigangan;-)

En það er bara skemmtilegt og gott að takast á við áskoranir, óvænt atvik, hafa það rólegt, eða vera á fullu með nóg fyrir stafni, allt í bland, hvort sem er á sumri, vetri, vori eða hausti:-)
Já það er margt í boði :-)

Í búddismanum er talað um "þrjú þúsund möguleika á hverju augnabliki"

Læt þetta nægja í bili og vona að þið njótið sumarsins:-)
Risaknús og jákvæðir hamingjustraumar til allra...
Sandra sumarbarn

Leiðsögn frá Ikeda:
23.mars

Við skulum öll beina augum okkar að því að lifa frábærum lífum sem við tileinkum alltaf sannleikanum og færast í átt að því markmiði við góða heilsu, barmafull af von. Við skulum lifa lífum okkar af hugrekki, án eftirsjár, sækja fram af þolinmæði, ákafa og gegnheilum anda vináttu og félagsskapar.

Monday, July 14, 2008

Afmæli

Þá er góðum og notalegum afmælisdegi að ljúka:-)
Ég vil þakka ykkur fyrir allar fallegu og skemmtilegu kveðjurnar, símtölin,innlitið, gjafirnar og kortin til mín í dag;-)
fékk blóm, konfekt og uppskriftabók;-)
Vona að þið hafið það sem best og líði vel;-)
*Kærar þakkir..
Sandra afmælisbarn;-)

Sunday, July 13, 2008

Helgin

Fór í Heiðmörk á föstudaginn, langt síðan ég hef komið þangað:-)
Myndir frá ferðinni má sjá á myndasíðunni...
Rólegt í gær í vonda veðrinu, rigning og rok...
Glápti á vídeó og lá í leti;-)
Er núna að taka til og ætla til mömmu á eftir.

Og svo á ég eftir að fara í búðina og kaupa efni í köku,
jamm ég ætla að baka í dag og hvernig stendur nú á því:-}
Jú, þannig er að á morgun 14. júlí eru 32 ár síðan ég kom í heiminn:-)
þannig að ef þið eruð á ferðinni í kringum kaffileytið(eða seinna) og langar í kaffisopa, þá er ég heima:-)

Hef ekki meira að segja í bili..
Vona að þið eigið góðan dag..
Sandra bakari:-)

Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
17. febrúar

Vertu þess fullviss að þeir sem halda fast við iðkun og útbreiðslu munu hljóta mesta heiður lífsins, hina æðstu tignarorðu, burtséð frá því hvort þeir eru auðugir eða hafa góða þjóðfélagsstöðu.
Trúin er innri barátta. Líkt og uppsöfnun smáagna verður með tímanum að fjöllum, – ef einn einstaklingur eftir annan sigrast á sjálfum sér, sigrar í lífinu og sigrar í þjóðfélaginu, mun það stuðla að stórkostlegri framþróun kosen-rufu.

Thursday, July 10, 2008

Gott

að vera í sumarfríi:-)
Fór á skemmtilegan og fræðandi undirbúningsfund fyrir fræðsluprófið í gærkveldi:-)
Ætlum að reyna að halda fundina vikulega til að byrja með...

Í dag er ég búin að liggja eins og skata í sólbaði í sólstólnum úti á svölum;-)
Um að gera að nota góða veðrið, það er nefnilega spáð rigningu um helgina...

Annars er lítið að frétta, og ekkert ákveðið plan næstu daga...
Tek bara einn dag í einu, svona oftast;-)
Bless í bili...
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda:
9.júlí

Jafnvel á erfiðum tímum, er mikilvægt fyrir hvert okkar að ákveða að “ég skapa mína eigin gæfu”, og halda áfram. Það að gera lítið úr sjálfum okkar og hörfa frá hindrunum sem vofa yfir okkur er ákveðin ósigur. Með því að gera okkur sjálf sterk og hækka lífsástand okkar, getum við örugglega fundið leið í gegnum erfiðleikana. Svo lengi sem við helgum líf okkar hinu leynda lögmáli með allri tilveru okkar, getum við brotist út úr hverri sjálfheldu og yfirstigið hverja hindrun. Við munum líka getað leitt alla þá sem þjást til hamingju.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, July 07, 2008

Mánudagur

svaf út í dag, dundaði mér hér heima fram yfir hádegi og fór svo af stað í útréttingar, t.d. fór með dót í Sorpu, keypti ryksugupoka, fór til mömmu og renndi upp í Háskóla Íslands til að fá nýtt notendanafn og lykilorð fyrir ýmisleg forrit sem þarf að nota í náminu (því nú er ég víst ekki lengur nemandi í Kennó), eftir sameininguna:-(

Á leiðinni heim seinnipartinn var ég að hugsa um hvað ég ætti að gera í kvöld, því það var margt í boði, t.d. ungmennafundur og danstími. Fyrst ætlaði ég á fundinn, svo hugsaði ég um danstímann(því það er langt síðan ég hef farið í ræktina), en þegar sólin braust fram úr þokunni, skýin hurfu og himininn varð heiðskær þá kom aðeins eitt til greina og það var tekin skyndiákvörðun..
Gat ekki hugsað mér að hanga inni svo að:
Upp á Esju skal það vera í þessu dásamlega veðri, nú var tækifærið, því ég ætlaði a.m.k. einu sinni í sumar á Esjuna:-)
Svo ég dreif mig heim, skipti um föt, setti nesti og dót í bakpoka(skildi reyndar myndavélina eftir) og brunaði af stað:-)
Rölti í rólegheitum upp í miðjar hlíðar, að gönguleið 3 og var þá komin með skammtinn af göngu, lit á andlitið og góðu veðri í þetta sinn:-)
Gangan upp og niður tók c.a. klukkutíma...

Svindlaði svo aðeins á leiðinni heim, því ég kom við á KFC og keypti kjúklingaborgara;-)

Lagðist svo í sófann og horfði á dansþáttinn..
og ætla nú að horfa á einhverja mynd sem er í sjónvarpinu...

Kveð í bili
Vona að ykkur líði vel..
Sandra sólarunnandi...

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
7.júlí

Mikilvægt er að hafa visku, seiglu og sjálfstjáningu, ásamt sterkum lífskrafti sem gerir þessa hluti mögulega. Búddismi er einbeittur ásetningur að sigra. Þetta er það sem Daishonin kennir. Þessvegna verður búddisti ekki sigraður. Ég vona að þið munið, í starfi ykkar og daglegu lífi, viðhalda árvökulum og sigursælum anda, kjarkmikil í gjörðum ykkar og sýna sigursæl raunverulega sönnun aftur og aftur.






Sunday, July 06, 2008

Rólegt

í dag.
Var aðeins að taka til áðan, ryksuga og skúra..
Ætla svo að kíkja í heimsókn til mömmu á eftir, og er svo boðin í mat til búddistavinkonu minnar seinnipartinn;-)
Næsta vika róleg, ungmennafundur annaðkveld og undirbúningsfundur fyrir fræðsluprófið á miðvikudag, og ég er búin að læra svolítið heima fyrir það;-)

Hef ekki meira að segja í bili...
Kv. Sandra í sumarfríi;-)

Leiðsögn gærdagsins:
5.júlí

Hvaða merkingu hefur það fyrir okkur að öðlast búddatign? Það þýðir ekki að einn daginn breytumst við í búdda eða verðum uppljómuð eins og fyrir töfra. Það má eiginlega segja að það að öðlast búddatign þýði að við höfum örugglega farið inn á veg, eða braut búddatignar sem er innbyggður í alheiminn. Frekar en að það sé endastöð þar sem við komum og verðum svo þar, það að öðlast uppljómun þýðir að öðlast trú, trúnna sem þarf til að halda áfram á vegi algjörrar hamingju, takmarkalaust og án enda.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, July 05, 2008

Nytsamleg ráð

Umhverfisboðorðin 10

1. Þegar þú ert búin að hlaða símann/myndavélina/tölvuna, taktu þá hleðslutækið úr sambandi, hleðslutækið heldur áfram að nota rafmagn þó það sé ekki að hlaða neitt. Ef 10% af farsímaeigendum heimsins myndu taka hleðslutækin úr sambandi myndi sparast næg orka til að sjá 60.000 evrópskum heimilum fyrir rafmagni í heilt ár.

2. Ekki hafa sjónvarpið og önnur tæki á standby, tæki á standby eru ábyrg fyrir um 5% af rafmagnsreikningnum.

3. Ekki setja hálffulla þvottavél og uppþvottavél í gang. Full vél = orkusparnaður.

4. Dreptu á bílnum! Bíll í lausagangi í meira en eina mínútu hefur eytt meira bensíni en þú notar við að starta honum aftur. Ef þú drepur á bílnum er það hagnaður fyrir þig og umhverfið.

5. Lækkaðu hitann í húsinu/íbúðinni um 1-2 gráður, þá lækkar þú hitareikninginn um 3%. Svo getur þú keypt þér hlýrri föt fyrir það sem sparast ;)

6. Slökktu ljósin þegar þú yfirgefur herbergi. Sparperur (sem fást til dæmis í Ikea) eru svo mun umhverfisvænni!

7. Þú þarft ekki alltaf að fá nýja plastpoka út í búð. Þú getur notað pokana aftur eða keypt margnota taupoka.

8. Mjólk er góð... en mjólkurfernur geta verið það líka ef þú endurvinnur þær. Og það er ósköp lítið mál að opna fernuna, skola og skila.

9. Ekki henda áldósum og plast- og glerflöskum í ruslið. Þú ert hvort eð er búin að borga 10 krónur auka þegar þú borgaðir fyrir drykkinn. Fáðu peningana þína til baka með endurvinnslu.

10. Morgunblaðið, Blaðið, Fréttablaðið, Viðskiptablaðið, Fasteignablaðið... að ég tali nú ekki um allan auglýsingapóstinn... listinn er nokkurn veginn endalaus. Endurunnin dagblöð verða að klósettpappír.

Góður

dagur í dag.
Fór í lítinn ferðamannaleik í Reykjavík og tók að sjálfsögðu myndavélina með:-)

Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni;-)
Búin að eiga notalega daga með sjálfri mér undanfarina tvo daga, gengið um Þingvelli, og rölt í bænum, með ís eða kaffibolla í hönd:-)

Hef ekki meira að segja í bili, er enn að bíða eftir lokaeinkunn í námskeiðinu...
Vona að þið njótið veðurblíðunnar hvar sem þið eruð:-)
Kv. Sandra

Leiðsögn dagsins
6.júlí

Við getum líkt því að gera gongyo og kyrja við snúning jarðarinnar á möndli sínum, þar sem það að taka þátt í því sem er að gerast í starfi SGI stendur fyrir hringferð jarðarinnar kringum sólina. Að komast á þessa braut, sem gerir okkur kleift að kynnast ástandi þar sem lífið er óviðjafnanlega dásamlegt, er í sjálfu sér sönnun á hæfileika okkar til að öðlast búddatign. Á þessu tímaskeiði, standa störf SGI fyrir þá leið sem við getum farið til að öðlast búddatign.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, July 04, 2008

Yndislegur

morgun að baki.
Vaknaði snemma í glaðasólskini, fór í sturtu, klæddi mig og keyrði svo á Þingvelli:-)
Og nú var myndavélin með í för;-)
Stoppaði fyrst augnablik við ferðamannamiðstöðina og tók nokkrar myndir. Keyrði síðan aðeins lengra og beygði inn við skilti merkt Öxarárfoss. Lagði bílnum og gekk svo út að Öxarárfossi. Þetta er mjög falleg leið sem endar við fossinn;-)
Kom svo að fossinum, klifraði upp á stein sem er á beint á móti og sat þar í rólegheitum, drakk í mig kraftinn, leyfði huganum að reika, kyrjaði og horfði dáleidd á fossinn, alein með náttúrunni:-)


Þetta er alveg dásamleg upplifun og ég mæli svo sannarlega með þessu:-)

Síðan gekk ég til baka, náði mér í kaffi í ferðamannasjoppunni og keyrði svo Nesjavallaleið til baka:-)

Myndirnar eru komnar á myndasíðuna...

Já, það er nauðsynlegt að komast aðeins út fyrir bæinn og ganga aðeins um og upplifa flotta og kröftuga náttúru Íslands, og ég er svo þakklát fyrir að hafa fæðst hér á landi, og vil hvergi annarsstaðar búa:-)

Vona að þið eigið góða og yndislega helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr;-)
Stubbaknús
Sandra

Leiðsögn dagsins á sínum stað:

4.júlí

Ég legg mikla áherslu á persónulegt frumkvæði. Kosen-rufu mun verða vegna hugrakks fólks sem af sjálfstæði og fúsum og frjálsum vilja leggur sitt af mörkum til að uppfylla heitið sem þau settu sér í fjarlægri fortíð. Af því að þau berjast af sínum vilja, kvarta þau ekki og sjá ekki eftir neinu. Því stærri hindrunum sem þau mæta, því meira hugrekki, visku og kraft munu þau senda út frá sér.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, July 03, 2008

Hér

er stutt en flott kynningarmyndband um gongyo, kyrjun og tilganginn með kyrjun:-)
Reyndar sitja allir á gólfinu í myndbandinu en oftast sitjum við á stólum þegar við kyrjum, en sumum finnst kannski betra að sitja á gólfinu:-)
Njótið vel..
Sandra



Leiðsögn frá Ikeda:
3.júlí

Þeir sem eiga sér lærimeistara (fyrirmynd) í lífinu eru sannarlega gæfusamir. Að fylgja vegi meistara og lærisveins leiðir til persónulegs þroska og vaxtar. Hinir sem hafa ekki lærimeistara geta litið út fyrir að vera frjálsir og óháðir nokkrum, en án staðfasts viðmiðs eða fyrirmyndar til að byggja á munu líf þeirra vera stefnulaus og reikandi.


Dagur meistara og lærisveins

1945: Josei Toda sleppt úr Toyotama fangelsi

1957: Daisaku Ikeda handtekin í Osaka undir fölskum ákærum


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, July 02, 2008

Hæ, hæ

yndislegu mannverur:-)
Hvernig gengur í daglega lífinu?
Það er allavega nóg um að vera hjá mér þessa dagana.

Á mánudagskveldið fór ég á frábæran og góðan umræðufund í hverfinu mínu, hlustaði á góða fræðslu, tók þátt í fjörugum umræðum og var með reynslu um vinnuna, þ.e.hvernig gekk að sækja um og fá nýja vinnu og hætta á gamla vinnustaðnum. Ég tók ákvörðun í vor um að breyta aðeins um umhverfi og prófa eitthvað nýtt og er að fara að kenna í 1. bekk í Foldaskóla í haust:-)

Um hádegisbil í gær kom vinkona mín í smá heimsókn og við vorum að vinna aðeins í því að reyna að fá svör við einkunnum og verkefnum í námskeiðunum í Kennó, sendum póst til kennaranna og fleira. Erum semsagt ennþá að bíða eftir lokaeinkunnum;-/

Gærkvöldinu eyddi ég svo í góðum félagsskap með þrem vinkonum mínum, Gyðu, Guðrúnu og Kristínu. Þessi hópur var bæði að vinna saman í Víkurskóla sem og læra saman og vinna verkefni í mastersnáminu:-)

Nú svo er það kvöldið í kvöld...
Þannig er að í vetur verður haldið svokallað 1.stigs fræðslupróf í búddismanum hér heima. Markmiðið með fræðslu fyrir þessi próf er að meðlimir hittist og dýpki trú sína saman. Mér bauðst að fara í prófið í fyrra, en treysti mér ekki þá. Þegar tækifærið kom aftur núna tók ég því og skráði mig og stefni á að fara í prófið í nóvember:-)
Öll fræðsla er af hinu góða og ef svo fer að ég komist ekki í prófið þá tek ég samt þátt í undirbúningum og fræðslunni...
Þannig að í kvöld er fyrsti undirbúnings- og fræðslufundurinn
og nú er bara að fara að læra heima;-)

Já, gaman að þessu öllu saman:-)

Kveð núna, er að fara í bæjarferð....
Elska ykkur öll og vona að þið séuð hamingjusöm og ánægð:-)
Hópknús
Sandra

Vil enda hér á leiðsögn um hamingjuna...

“Það er hjartað sem er mikilvægt” (WND, 1000).
Hamingjuna finnum við í hjarta okkar. Þeir sem finna til gleði og
eftirvæntingar gagnvart lífinu eru sigurvegarar. Þeir sem eiga
hjörtu sem eru sterk, vitur, hugrökk og mikilfengleg munu ekki
láta hugfallast við neinar kringumstæður.
Þetta er grunnurinn að sannri hamingju og Hið Leynda Lögmál
gerir okkur fær um að ná þessu .(Daisaku Ikeda)