Já
sumarfríið líður undarlega, ýmist hratt eða hægt...
Margt búið að vera í gangi bæði jákvætt og neikvætt og óvæntir atburðir hafa gerst.
Einnig hafa verið fastir liðir sem ég reyni alltaf að halda mig við á sumrin, t.d. stutt ferðalög innanlands, Esjuganga, útréttingar og fleira:-)
Ýmislegt hafa dagarnir borið í skauti sér...
En svo eru líka nýir hlutir í gangi þetta sumarið, t.d. finnst mér ég ekki alveg vera búin með námið þessa önn þar sem ég er enn að bíða eftir lokaeinkunn í öðrum áfanganum og svo er ég líka að læra og fara á umræðufundi í sumar vegna prófs í búddismanum sem verður haldið í vetur:-)
Einnig eru aðrar breytingar í vændum, t.d. eru Jói og Lára að flytja heim um helgina;-)
og ég að fara í nýja vinnu með nýju fólki, börnum og umhverfi...
Mér finnst ekki vera mikið eftir af fríinu en það er nú samt tæplega mánuður eftir og nokkrir fastir viðburðir sem eru eftir áður en vinnan byrjar, s.s. kertafleyting, afmæli og gleðigangan;-)
En það er bara skemmtilegt og gott að takast á við áskoranir, óvænt atvik, hafa það rólegt, eða vera á fullu með nóg fyrir stafni, allt í bland, hvort sem er á sumri, vetri, vori eða hausti:-)
Já það er margt í boði :-)
Í búddismanum er talað um "þrjú þúsund möguleika á hverju augnabliki"
Læt þetta nægja í bili og vona að þið njótið sumarsins:-)
Risaknús og jákvæðir hamingjustraumar til allra...
Sandra sumarbarn
Leiðsögn frá Ikeda:
23.mars
Við skulum öll beina augum okkar að því að lifa frábærum lífum sem við tileinkum alltaf sannleikanum og færast í átt að því markmiði við góða heilsu, barmafull af von. Við skulum lifa lífum okkar af hugrekki, án eftirsjár, sækja fram af þolinmæði, ákafa og gegnheilum anda vináttu og félagsskapar.
<< Home