Monday, January 26, 2009

Hef

ekki mikið að segja núna, nenni ekki að tjá mig um atburði dagsins.
Vil óska frænda mínum til hamingju með stórafmælið í gær, og svo er afmælisdagurinn hennar Kollýar ömmu í dag...

Annars er nóg um að vera, fór á kaffihús í gærkvöldi með gellunum úr Ármúla, laugardagskvöldinu eyddi ég með Heiði vinkonu, vídjó, matur og slúður, laugardagurinn fór í lærdóm og verkefnavinnu, hef verið nokk dugleg að læra og skila verkefnum, og svo fór ég á mótmæli gegn ofbeldi í gær..
Annaðkvöld er fræðslufundur og er ég í ábyrgð þar, en annars er lítið planað í vikunni...
Býð ykkur góða nótt og fallega drauma:-)
Sandra syfjaða..

Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:

27.janúar

Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt. Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju. Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, January 24, 2009

æji

þetta eru nú ljótu hneyklismálin sem koma í fréttirnar dag eftir dag.
Ætli við fáum nokkuð úr lífeyrissjóðunum þegar við komumst á ellilaun, því þeir verða kannski farnir á hausinn vegna þeirrar fjárhættuspilamennsku sem þeir hafa stundað síðastliðin ár, með okkar peninga!

Ég er alvarlega að íhuga að segja upp samningi mínum um viðbótarsparnað hjá Kaupþingi vegna þeirra hneyklismála sem eru að koma í ljós á þeim bænum og færa mig á öruggari stað með viðbótarlífeyrissparnaðinn...

Nú svo er það málið með Stöð 2, hvað er að gerast þar innanhúss?

Sat hér heima á miðvikudagskvöldið og horfði á fréttir af mótmælum, og var hálf eirðarlaus. Hugsaði með mér, hey þetta er sögulegur atburður og ég verð að kíkja niðureftir og upplifa viðburðinn. Svo ég fór af stað, tók með mér dót til að skapa hávaða og þetta var mjög undarlegt en magnað að standa þarna fyrir framan Þjóðleikhúsið, lemja á flöskur í takt við 1500 manns, hrópa slagorð, horfa á bálið og vera með og horfa á. Sem betur fer fór allt friðsamlega fram, það voru mjög fáar löggur, sem stóðu upp við vegginn hinum megin við götuna og horfðu á og þurftu ekki að hafa afskipti af neinum...
Ég var þarna í c.a. klukkutíma og fór svo heim, rétt áður en fréttir bárust af ályktun fundarins.

Svo frétti ég seinna að það hefði allt orðið brjálað seinna um kvöldið.
En ofbeldi, óeirðir, vanvirðing og skemmdarverk eru ekki góð leið til að fá sínu framgengt og ég vona að þær aðgerðir séu hættar hjá þeim sem virðst fá útrás fyrir að skeyta skapi sínu á dauðum hlutum og öðru fólki...

Læt þetta nægja í bili af fréttum af ástandinu á Íslandi...
Er farin að læra og vinna verkefni sem ég þarf að skila um helgina....
Over and out
Sandra friðarsinni..

Leiðsögnin frá Ikeda

21.janúar

Mannkynið í dag skortir von og sýn á framtíðina. Það er af nákvæmlega þeirri ástæðu sem Bottisattvar Jarðar hafa komið fram. Án nærveru ykkar, væri framtíð mannkynsins föl og andleg hnignun ákvörðunarstaðurinn. Það er þess vegna sem þið hafið fæðst á þessum tímum og eruð nú að leika stórt hlutverk í samfélaginu. Þetta er inntak jiyu, eða “birtast upp úr jörðinni.” Þar af leiðir að þið munuð öll án efa verða hamingjusöm. Vinsamlega treystið því að þið munið lifa lífi sem er yfirfullt af góðri gæfu gegnum allar þrjár tilverur fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, January 18, 2009

fjölbreytt

og góð helgi að baki..

Stelpuhittingur, fliss, hlátur og grín á kaffihúsi, góðmenn og kröftug kyrjun, heimsóknir, skemmtileg verkefnavinna, lærdómur, tölvuhangs, leti og afslöppun:-)

Fleiri jákvæðar fréttir af vinum og ættingjum:-)
og eitthvað undarlegt karma í sambandi við ákveðið mál, kyrja fyrir því...

Meiri verkefnavinna eftir kennslu á morgun, nú fer vonandi að styttast í að við klárum ritgerðina og námskeiðið sem ég var í síðasta haust...

Kveð í bili, óska öllum góðrar viku og vil enda á góðri leiðsögn frá Ikeda:-)
Sandra syfjaða...

18.Janúar

Dr. Martin Luther King yngri, sem var mikill baráttumaður fyrir mannréttindum sagði: "ágengasta spurning lífsins er, hvað ertu að gera fyrir aðra?" Segðu ekki að þú munir gera það "einhvern tímann"; núna er tíminn. Segðu ekki "einhver" mun gera það; gerðu það. Núna er rétti tíminn fyrir æskuna að taka fulla ábyrgð og ryðja brautina að sigri fólks.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, January 15, 2009

Góður

dagur í dag, og fullt af jákvæðum breytingum og ávinningum hjá fólki í kringum mig í gangi í dag og undanfarna daga:-)

Langar að senda nokkrar hamingjuóskir í tilefni dagsins:

Vil byrja á að óska Gyðu minni hjartanlega til hamingju með afmælið í dag:-)

Vil einnig óska Heiði vinkonu til hamingju með að hafa tekið frábæra ákvörðun sem ég veit að á eftir að rætast:-)

Og svo ætla ég að óska sjálfri mér til hamingju með daginn, í tilefni af því að ég á 3 ára skrínlagningarafmæli í dag:-)

Svo á Bjarki bróðir afmæli á morgun og vil ég senda honum innilegar hamingjuóskir:-)

Læt þetta nægja í bili.
Vona að þið séuð hamingjusöm og sigrið á öllum sviðum lífs ykkar á hverjum degi:-)
Sandra bjartsýna...

Vil enda á flottri leiðsögn frá Ikeda um markmið og sigur:

20.september

Þegar markmið þín breytast þá mun allt annað byrja að stefna í þá átt sem þú þráir. Á þeirri stundu sem þú ákveður að vera sigurvegari, mun hver taug og fruma í líkama þínum taka stefnuna í átt að velgengni þinni. Á hinn bóginn ef þú hugsar “þetta á aldrei eftir að ganga upp,” þá munu á þeirri stundu allar frumur líkama þíns gefast upp og taka stefnuna niður á við.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, January 13, 2009

veit

varla hvar ég á byrja, það hefur verið svo mikið um að vera:-)

Á laugardaginn var æðislegt, hvetjandi, fjölmennt og vel heppnað búddistanámskeið, þar sem komu gestir frá Danmörku og héldu góða fyrirlestra:-)

Á sunnudagsmorguninn var frábær ungmennafundur og þar var m.a. talað um námskeið í Danmörku í haust sem er mjög spennandi og ég ætla að kyrja fyrir því að ég komist á það:-)

Á sunnudagskvöldið var svo matarboð hér heima, fullt af fólki og við fengum jólamat:-)

í gær var ég að kenna, kom svo heim, hvíldi mig, lærði aðeins, fór í ræktina og svo aftur að læra þegar heim var komið;-)

Ég er að hugsa um að fara á ungrakvennafund á eftir, og svo er planið að fara með vinkonum í danstíma á morgun;-)

Jamm nóg að gera, mikið um að vera í búddismanum, reynt að fara oft í leikfimi, lærdómur og námskeið byrjað aftur og svo að sjálfsögðu frábæra vinnan mín:-)

Ég elska lífið, er í háu lífsástandi, hamingjusöm og glöð, full af orku og sendi ykkur jákvæða og góða orku elsku dúllurnar mínar:-)

Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

13.janúar

Líf sem er lifað án tilgangs eða gildis, þar sem viðkomandi veit ekki ástæðu þess að hann fæddist, er ánægjulaust og dauft. Að lifa bara, borða og deyja án nokkurar vissu um tilgang er sannarlega líf sem er mettað af heimi hins dýrslega eðlis. Á hinn bóginn, að gera, skapa eða leggja eitthvað af mörkum sem kemur öðrum til góða, samfélaginu og okkur sjálfum og að helga sig þeirri áskorun eins lengi og við lifum – það er líf sannrar fullnægju, líf sem hefur gildi. Það er mannúðleg og göfug leið til að lifa.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, January 06, 2009

dagarnir

líða hratt núna, enda nóg um að vera:-)
Tók sunnudaginn snemma, fór á kyrjun, kom svo heim og hvíldi mig aðeins, en ekki var líkamsræktinni sleppt heldur breytti ég aðeins til og fór í fínan göngutúr í góða veðrinu;-)
Restinni af deginum og kvöldinu var eytt í rólegheitum..

Svo var það stóra verkefnið í gærmorgun, þ.e. að vakna klukkan 07:00...
Það gekk vel en var samt erfitt;-)
Börnin komu kát og hress, pínu tætt eftir gott frí, en voru dugleg að læra og spjalla;-)
Eftir kennslu kíkti ég augnablik til mömmu, fór í matarbúð, kom heim og hvíldi mig og fór svo á fund í gærkvöldi...

Í morgun var ennþá erfiðara að vakna klukkan 07:00, en það gekk..
Börnin voru mjög dugleg að læra í dag, við bjuggum til sameiginlega sögu (var að kenna þeim byrjunaratriði í sögugerð), og svo var nokkurskonar álfa og huldufólksþema á þessum "álfadegi". eða þrettándinn eins og hann er kallaður.
Við lærðum ljóðið "Stóð ég út í tunglsljósi" og svo las ég fyrir þau stutta íslenska álfasögu, en stoppaði áður en kom af endinum og þau áttu að búa til sinn eigin endi, og teikna mynd, og það gekk mjög vel:-)

Var svo boðin í óvænta afmæliskaffiveislu hjá Árna búddista seinnipartinn, og óska ég honum til hamingju með daginn, sem og öllum afmælisbörnum dagsins:-)

já, nú eru jólin barasta búin....
Á dagskránni framundan er m.a. danstími annaðkvöld, fundur á fimmtudagskvöld, námskeið á laugardaginn og ungmennakyrjun á sunnudagskvöld:-)

Kveð ykkur í bili og vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

6.janúar

Við iðkum þennan Búddisma til að láta bænir okkar og drauma rætast og öðlast þá mestu hamingju sem hægt er. Tilgangur Búddisma Nichiren Daishonin er að gera okkur kleift að sigra. Sú staðreynd að bænum okkar er svarað sannar réttmæti þessara kenninga.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, January 03, 2009

Búin

að vera mikið á ferðinni og hitta marga síðastliðna tvo daga:-)
Í gær fór ég í heimsókn til Guðrúnar og við vorum að finna námskeið fyrir næstu önn, síðan rölti ég í leikfimi, hamaðist þar á tækjunum, gekk heim og fór í sturtu:-)
Gærkvöldið fór svo í afslöppun og sjónvarpsgláp..

Vaknaði snemma í morgun, fór í góða tveggja tíma kyrjun, skrapp svo rétt aðeins í Kringluna, kom heim og fór svo í skrínlagningu hjá Julitu sem tók við Gohonzon á nýársdag:-)
Alltaf jafnmikill heiður að vera boðin í þessa fallegu athöfn og stóru stund í lífi búddista:-)
Eftir skrínlagninguna kíkti ég augnablik til afa, svo til mömmu og var komin heim um kvöldmatarleytið.
Var svo að horfa á spólu áðan og fer að sofa bráðum, því ég þarf að vakna snemma á morgun til að vera í ábyrgð á Kosen-rufu fundi...

En svo hefst kennsla á mánudaginn og þá er eins gott að geta vaknað snemma, því er ágætt að æfa sig um helgina:-)

Læt þetta nægja í bili.
Sandra

Leiðsögn dagsins:

3.janúar

Eiji Yoshikawa (1892-1962), hinn nafnkunni japanski höfundur margra sagnaskáldskaparbóka, hélt fram, “Frábær persónuleiki verður til í gegnum erfiðleika.” Að komast í gegnum líf harðræðis og erfiðleika, er það sem gæðir manneskju mikilli dýpt og persónuleika. Sanna hamingju er líka að finna í svo óhagganlegu lífsástandi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, January 01, 2009

Góða

kvöldið og gleðilegt nýár:-)
Nýja árið byrjar vel, fór uppúr hádegi á frábært og vel heppnað nýjársgongyo á aðalhátíðisdagi okkar búddista. Ég var í ábyrgð og þess vegna mætti ég snemma ásamt hópi víkinga og valkyrja til að undirbúa. Svo byrjaði hátíðin klukkan 14:00 og það komu 115 búddistar:-)
Það voru þrír einstaklingar sem tóku við Gohonzon og óska ég þeim hjartanlega til hamingju með þennan áfanga:-)
Fyrst var dagskrá og síðan kaffiveisla á eftir...
Ég var komin heim um kl.17:00 og klukkan rúmlega 18:00 tók við matarveisla(hangikjöt og tilheyrandi) með fjölskyldunni:-)

Já, góður og skemmtilegur nýjársdagur að kveldi komin..
Vona að þið hafið átt góðan dag..
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

1.janúar

Þeir sem vakna hvern morgun og hafa verk að vinna og áætlunarverk til að uppfylla eru hamingjusamastir allra. Þannig eru SGI meðlimir. Fyrir okkur er hver dagur, dagur æðsta tilgangs og fullnægju. Fyrir okkur er hver dagur nýjársdagur. Vinsamlega leggið ykkur fram til hins ýtrasta með þeim ásetningi að lifa hvern dag til fulls, svo þið megið skrifa dagbók lífsins til fulls.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda