Tuesday, January 06, 2009

dagarnir

líða hratt núna, enda nóg um að vera:-)
Tók sunnudaginn snemma, fór á kyrjun, kom svo heim og hvíldi mig aðeins, en ekki var líkamsræktinni sleppt heldur breytti ég aðeins til og fór í fínan göngutúr í góða veðrinu;-)
Restinni af deginum og kvöldinu var eytt í rólegheitum..

Svo var það stóra verkefnið í gærmorgun, þ.e. að vakna klukkan 07:00...
Það gekk vel en var samt erfitt;-)
Börnin komu kát og hress, pínu tætt eftir gott frí, en voru dugleg að læra og spjalla;-)
Eftir kennslu kíkti ég augnablik til mömmu, fór í matarbúð, kom heim og hvíldi mig og fór svo á fund í gærkvöldi...

Í morgun var ennþá erfiðara að vakna klukkan 07:00, en það gekk..
Börnin voru mjög dugleg að læra í dag, við bjuggum til sameiginlega sögu (var að kenna þeim byrjunaratriði í sögugerð), og svo var nokkurskonar álfa og huldufólksþema á þessum "álfadegi". eða þrettándinn eins og hann er kallaður.
Við lærðum ljóðið "Stóð ég út í tunglsljósi" og svo las ég fyrir þau stutta íslenska álfasögu, en stoppaði áður en kom af endinum og þau áttu að búa til sinn eigin endi, og teikna mynd, og það gekk mjög vel:-)

Var svo boðin í óvænta afmæliskaffiveislu hjá Árna búddista seinnipartinn, og óska ég honum til hamingju með daginn, sem og öllum afmælisbörnum dagsins:-)

já, nú eru jólin barasta búin....
Á dagskránni framundan er m.a. danstími annaðkvöld, fundur á fimmtudagskvöld, námskeið á laugardaginn og ungmennakyrjun á sunnudagskvöld:-)

Kveð ykkur í bili og vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

6.janúar

Við iðkum þennan Búddisma til að láta bænir okkar og drauma rætast og öðlast þá mestu hamingju sem hægt er. Tilgangur Búddisma Nichiren Daishonin er að gera okkur kleift að sigra. Sú staðreynd að bænum okkar er svarað sannar réttmæti þessara kenninga.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda