Sunday, January 18, 2009

fjölbreytt

og góð helgi að baki..

Stelpuhittingur, fliss, hlátur og grín á kaffihúsi, góðmenn og kröftug kyrjun, heimsóknir, skemmtileg verkefnavinna, lærdómur, tölvuhangs, leti og afslöppun:-)

Fleiri jákvæðar fréttir af vinum og ættingjum:-)
og eitthvað undarlegt karma í sambandi við ákveðið mál, kyrja fyrir því...

Meiri verkefnavinna eftir kennslu á morgun, nú fer vonandi að styttast í að við klárum ritgerðina og námskeiðið sem ég var í síðasta haust...

Kveð í bili, óska öllum góðrar viku og vil enda á góðri leiðsögn frá Ikeda:-)
Sandra syfjaða...

18.Janúar

Dr. Martin Luther King yngri, sem var mikill baráttumaður fyrir mannréttindum sagði: "ágengasta spurning lífsins er, hvað ertu að gera fyrir aðra?" Segðu ekki að þú munir gera það "einhvern tímann"; núna er tíminn. Segðu ekki "einhver" mun gera það; gerðu það. Núna er rétti tíminn fyrir æskuna að taka fulla ábyrgð og ryðja brautina að sigri fólks.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda