Tuesday, January 13, 2009

veit

varla hvar ég á byrja, það hefur verið svo mikið um að vera:-)

Á laugardaginn var æðislegt, hvetjandi, fjölmennt og vel heppnað búddistanámskeið, þar sem komu gestir frá Danmörku og héldu góða fyrirlestra:-)

Á sunnudagsmorguninn var frábær ungmennafundur og þar var m.a. talað um námskeið í Danmörku í haust sem er mjög spennandi og ég ætla að kyrja fyrir því að ég komist á það:-)

Á sunnudagskvöldið var svo matarboð hér heima, fullt af fólki og við fengum jólamat:-)

í gær var ég að kenna, kom svo heim, hvíldi mig, lærði aðeins, fór í ræktina og svo aftur að læra þegar heim var komið;-)

Ég er að hugsa um að fara á ungrakvennafund á eftir, og svo er planið að fara með vinkonum í danstíma á morgun;-)

Jamm nóg að gera, mikið um að vera í búddismanum, reynt að fara oft í leikfimi, lærdómur og námskeið byrjað aftur og svo að sjálfsögðu frábæra vinnan mín:-)

Ég elska lífið, er í háu lífsástandi, hamingjusöm og glöð, full af orku og sendi ykkur jákvæða og góða orku elsku dúllurnar mínar:-)

Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

13.janúar

Líf sem er lifað án tilgangs eða gildis, þar sem viðkomandi veit ekki ástæðu þess að hann fæddist, er ánægjulaust og dauft. Að lifa bara, borða og deyja án nokkurar vissu um tilgang er sannarlega líf sem er mettað af heimi hins dýrslega eðlis. Á hinn bóginn, að gera, skapa eða leggja eitthvað af mörkum sem kemur öðrum til góða, samfélaginu og okkur sjálfum og að helga sig þeirri áskorun eins lengi og við lifum – það er líf sannrar fullnægju, líf sem hefur gildi. Það er mannúðleg og göfug leið til að lifa.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda