Thursday, January 01, 2009

Góða

kvöldið og gleðilegt nýár:-)
Nýja árið byrjar vel, fór uppúr hádegi á frábært og vel heppnað nýjársgongyo á aðalhátíðisdagi okkar búddista. Ég var í ábyrgð og þess vegna mætti ég snemma ásamt hópi víkinga og valkyrja til að undirbúa. Svo byrjaði hátíðin klukkan 14:00 og það komu 115 búddistar:-)
Það voru þrír einstaklingar sem tóku við Gohonzon og óska ég þeim hjartanlega til hamingju með þennan áfanga:-)
Fyrst var dagskrá og síðan kaffiveisla á eftir...
Ég var komin heim um kl.17:00 og klukkan rúmlega 18:00 tók við matarveisla(hangikjöt og tilheyrandi) með fjölskyldunni:-)

Já, góður og skemmtilegur nýjársdagur að kveldi komin..
Vona að þið hafið átt góðan dag..
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

1.janúar

Þeir sem vakna hvern morgun og hafa verk að vinna og áætlunarverk til að uppfylla eru hamingjusamastir allra. Þannig eru SGI meðlimir. Fyrir okkur er hver dagur, dagur æðsta tilgangs og fullnægju. Fyrir okkur er hver dagur nýjársdagur. Vinsamlega leggið ykkur fram til hins ýtrasta með þeim ásetningi að lifa hvern dag til fulls, svo þið megið skrifa dagbók lífsins til fulls.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda