Búin
að vera mikið á ferðinni og hitta marga síðastliðna tvo daga:-)
Í gær fór ég í heimsókn til Guðrúnar og við vorum að finna námskeið fyrir næstu önn, síðan rölti ég í leikfimi, hamaðist þar á tækjunum, gekk heim og fór í sturtu:-)
Gærkvöldið fór svo í afslöppun og sjónvarpsgláp..
Vaknaði snemma í morgun, fór í góða tveggja tíma kyrjun, skrapp svo rétt aðeins í Kringluna, kom heim og fór svo í skrínlagningu hjá Julitu sem tók við Gohonzon á nýársdag:-)
Alltaf jafnmikill heiður að vera boðin í þessa fallegu athöfn og stóru stund í lífi búddista:-)
Eftir skrínlagninguna kíkti ég augnablik til afa, svo til mömmu og var komin heim um kvöldmatarleytið.
Var svo að horfa á spólu áðan og fer að sofa bráðum, því ég þarf að vakna snemma á morgun til að vera í ábyrgð á Kosen-rufu fundi...
En svo hefst kennsla á mánudaginn og þá er eins gott að geta vaknað snemma, því er ágætt að æfa sig um helgina:-)
Læt þetta nægja í bili.
Sandra
Leiðsögn dagsins:
3.janúar
Eiji Yoshikawa (1892-1962), hinn nafnkunni japanski höfundur margra sagnaskáldskaparbóka, hélt fram, “Frábær persónuleiki verður til í gegnum erfiðleika.” Að komast í gegnum líf harðræðis og erfiðleika, er það sem gæðir manneskju mikilli dýpt og persónuleika. Sanna hamingju er líka að finna í svo óhagganlegu lífsástandi.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home