Monday, October 24, 2022

gott

 að vera í vetrarfríi og hef ég m.a. notað það í að þvo bílinn, farið í bíó, kíkt í Smáralind og farið í klippingu:-)

Það hefur verið dálítið um að vera í kórnum undanfarnar vikur. Ég var "shanghæjuð" til að vera meðstjórnandi í kórnum og hafa verið nokkrir stjórnar og nefndarfundir undanfarið, þar sem við erum m.a. að velja sönglög og ákveða viðburði í tilefni 35 ára afmælis kórsins næsta vor, ásamt öðrum málum;-)

Við héldum við hausttónleika 29. september sem heppnuðust vel og áttum svo skemmtilega samverustund 1. okt þar sem við fórum í hópefli í Reykjavík Escape og borðuðum svo á Fabrikkunni :-)


Í síðustu viku héldum við 2 daga Fjölgreindarleika í skólanum. Þetta eru alltaf skemmtilegir, vel heppnaðir og öðruvísi dagar þar sem öllum nemendum er blandað saman í hópa (1.-10 bekkur) og fara þeir á milli fjölbreyttra stöðva sem kennarar setja upp. Unglingarnir eru fyrirliðar og bera ábyrgð á hópnum og það er gaman að sjá hvað nemendur blómstra, vinna vel saman og nýta hæfileika sína í mismunandi verkefnum á þessum dögum:-)

 Fyrir nokkrum vikum fannst staðfest mygla á nokkrum svæðum í skólahúsnæðinu😠

Það er búið að tæma, henda mikið af gögnum og húsbúnaði og loka herbergjum á neðri hæð þar sem voru fundarherbergi, sérkennslustofa og skrifstofur ritara og stjórnenda og þurftu þeir að flytja aðstöðu sína í önnur rými innan skólans.

Þetta á einnig við um nokkrar kennslustofur á efri hæðinni þar sem 4. og 5. bekkur er með aðstöðu. Það er verið að tæma og loka þeim stofum núna í fríinu og verða nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúar  því miður að fara úr húsi eftir fríið en þau fengu sem betur fer aðstöðu í Herkastala Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut sem er rétt hjá okkur. En þetta er samt mikið rask og leiðindi að standa í þessu..

Í kjölfarið verður allur skólinn tekin út og er viðbúið að mygla finnist á fleiri stöðum en við verðum að halda í bjartsýnina og krossa fingur um að þetta sleppi vel..

 

Nóg í bili.. 

Eigið góða viku og farið vel með ykkur..