Friday, October 31, 2008

Skjár einn

Í ljósi samdráttar á auglýsingamarkaði, ójafnrar samkeppni frá RÚV
og óvissu um innkaupsverð á sjónvarpsefni frá útlöndum hefur Skjárinn
tilkynnt öllum starfsmönnum sínum að þeim verði sagt upp frá og með 1. nóvember.

Vonast er til að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi en til þess að starfsemi
SkjásEins geti haldið áfram þurfa stjórnvöld að taka ákvörðun um að hér ríki
eðlilegt samkeppnisumhverfi, sambærilegt við það sem er til staðar
á öðrum Norðurlöndum.

Á hverju ári fær RÚV 3.000 milljónir króna í forskot frá okkur skattgreiðendum
og getur því notað þann pening til að yfirbjóða aðrar stöðvar við kaup á efni.
Einnig undirbjóða þeir frjálsu stöðvarnar við sölu auglýsinga.

Stjórnendur og starfsmenn munu taka höndum saman á næstu vikum til þess að starfsemin
geti haldið áfram, áhorfendum og auglýsendum til heilla.
Áhorf á SkjáEinn er í sögulegu hámarki og við treystum því og trúum að landsmenn
allir og stjórnvöld styðji áframhaldandi veru frjálsra fjölmiðla á Íslandi.

Við biðjum þig því að setja nafn þitt á listann og ganga til liðs við okkur
svo að SkjárEinn megi lifa sem lengst.

www.skjarinn.is/askorun<http://www.skjarinn.is/askorun>

Kærar þakkir
Starfsmenn Skjásins

Monday, October 27, 2008

framhald af síðustu færslu

Ég hef líka fengið útrás á fleiri stöðum, t.d. sendi ég inn póstkort og er búin að skrifa á undirskriftalistann til breskra ráðamanna.
Einnig hef ég tjáð mig á ljóðahorninu.
Meira síðar...
Sandra

Hef

haft ýmislegt fyrir stafni undanfarið

Við mamma kíktum á mótmælafund á laugardaginn, ágætis ræður og stemming. Svo eru aftur mótmæli næsta laugardag, þýðir ekkert annað en að sýna lit og taka þátt í fjörinu á svona tímum, látum ekki vaða svona yfir okkur!!

Fór tvisvar sinnum í bíó um helgina;-)
Á föstudagskvöldinu fór ég á ágætis grínmynd (My Best Friend's Girl) og svo á laugardaginn á Max Payne, fínasta hasarmynd þar á ferð...í Regnboganum, miðinn á 650 kall;-)

Sunnudagsmorgnar eru fráteknir fyrir verkefnavinnufund(mastersnámið) og í gær var engin undantekning. Unnum vel og lengi og gengur verkefnið ágætlega, miðað við allt...

Núna er ég að fara yfir heimavinnu nemenda og gefa forskrift fyrir næsta heimanám, og ætla svo að kíkja í heimsókn til Soffíu sætu og dunda eitthvað fleira í dag:-)
ég er nefnilega í vetrarfríi:-)

Framundan er m.a. fræðslufundur á þriðjudag, verð í ábygð þar, verkefnavinna á miðvikudaginn, og kannski eitthvað fleira sem bætist á listann, og svo stefnum við pæjurnar á að fara út að dansa um helgina:-)

Jamm svona er stemmingin á íslandi í dag...
Kveð í bili, ætla að halda áfram að vinna..
Óska ykkur góðrar viku..
Sandra með koparrauða hárið;-)


Vil enda á leiðsögn dagsins sem fjallar um erfiðleika:
27.október

Hvort við lítum á erfiðleika í lífinu sem ógæfu eða hvort við lítum á þá sem gæfu veltur algjörlega á því hversu mikið við höfum mótað okkar innri ákvörðun. Það veltur allt á viðhorfi okkar eða innra lífsástandi. Með óbuguðum anda, getum við notið lífsins út í gegn. Við getum mótað “sjálf” þvílíkrar hugprýði að við getum hlakkað til mótlætis og þrauta lífsins af djúpstæðu stolti og gleði: “Komið hindranir! Ég hef beðið eftir ykkur! Þetta er tækifærið sem ég hef beðið eftir!”

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, October 25, 2008

Tilkynningar

Tilkynning frá hópnum Nýir tímar:
Ákall til þjóðarinnar - Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis!
Við mótmælum öll –
Hittumst á Austurvelli á laugardag kl. 16.
Vertu þátttakandi, ekki þolandi.
Kyndilganga og blysför frá Austurvelli að ráðherrabústaðnum.
Krafan er einföld og þverpólitísk, rjúfum þögn ráðamanna!

Boðað hefur verið til mótmæla gegn ráðamönnum þjóðarinnar á Austurvelli klukkan fjögur í dag. Á sama tíma munu mótmæli eiga sér stað við Ráðhústorgið á Akureyri og Seyðisfirði. Yfirskrift mótmælanna er „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis" Meðal þeirra sem taka munu til máls á Austurvelli eru Þorvaldur Gylfason, Jón Baldvin Hannibalsson, Þráinn Bertelsson og Páll Óskar Hjálmtýrsson.

Reykjavík- Austurvöllur á laugardaginn kl 16.00 og gengið að ráðherrabústaðnum.
Í ráðherrabústaðnum er setið dag hvern og samið um framtíð okkar en engar fáum við upplýsingarnar. Mætum öll á Austurvöll, til að sýna fram á að við höfum rödd, sýnum hvert öðru samhyggð, að við stöndum saman, og ef ekki einfaldlega til að finna að við erum ekki ein og að við finnum til. Kyndla er hægt að kaupa í Rúmfatalagernum (en búast má við að kyndlar verði til sölu á Austurvelli, ekki komið á hreint). Okkur vantar gjallarhorn, ef einhver á slíkt.


Svo minni ég á undirskriftarlistann, Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn. nú þegar eru 47071 manns búnir að skrifa undir.


Vil svo enda á leiðsögn frá Ikeda sem á vel við í dag:
24. október
Eina leiðin til að ná árangri er að byrja á því sem mest liggur á. Þetta lögmál á alltaf við - í daglega lífinu, vinnunni, fjölskyldunni sem og í þágu kosen-rufu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Vona að þið eigið góðan dag;-)
Sandra

Thursday, October 23, 2008

Undirskriftarlisti

Yfir 20 þúsund undirskriftir á vef

Rúmlega 20.400 manns höfðu um klukkan 7:30 skráð nöfn sín undir þá yfirlýsingu á vefnum indefence.is, að Íslendingar séu ekki hryðjuverkamenn.

Í yfirlýsingunni segir að með beitingu hryðjuverkalaga hafi Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, unnið landsmönnum mikið tjón sem kosti íslenskt efnahagslíf ómælda fjármuni. Brýnt sé að Íslendingar og íslensk stjórnvöld krefjist afturköllunar þessara aðgerða.

Auk þess að bæta nafni sínu á listann er fólk hvatt til að senda skilaboð til bresku ríkisstjórnarinnar í formi ljósmynda. Fyrirhugað er að afhenda breskum stjórnvöldum yfirlýsinguna og undirskriftarlistann í viðurvist fjölmiðla.

Indefence.is

Sunday, October 19, 2008

Fór

á frábæran og mjög fjölmennan ungrakvennafund í heimahúsi á föstudagskvöldið þar sem 22 ungar konur voru samankomnar:-)
Ekkert smá gaman og þetta er mesti fjöldi af ungum konum á einum fundi og þvílíkur vöxtur hjá okkur og gaman að sjá nokkur ný andlit, bara skemmtilegt og flott:-)
Í gærmorgun var ég svo í ábyrgð (valkyrja)á laugardagskyrjun, fullt af fólki og mikill kraftur og stemming;-)
kyrjuðum m.a. fyrir ástandinu hér á landi, ekki veitir af...

Er núna að reyna að koma mér til þess að læra fyrir hópverkefnið, er ekki í stuði fyrir það, en ekki þýðir að gefast upp núna...
Verð að vera með einhverjar hugmyndir um efnið þegar ég hitti hópinn á miðvikudaginn...

jæja, best að byrja á því að hlusta á fyrirlestur...
Risaknús til allra:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins:
19.október
Alveg sama hvað gerist, haltu áfram að kyrja daimoku - bæði á góðum tímum og slæmum, án tillits til gleði eða sorgar, hamingju eða þjáningar. Þá mun þér verða auðið að sigra í daglegu lífi þínu og í samfélaginu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, October 14, 2008

Henti

inn smá hugleiðingum inná ljóðahornið í gær.
Sit heima núna, því röddin mín er næstum horfin og ég treysti mér ekki til að fara í vinnuna í morgun...
Kíki reglulega inn á heimabankann til að athuga hvort búið sé að afþýða sjóðina og hvort ég hafi tapað þessum aurum sem ég hef verið að safna en það hefur ekki gerst enn..

En þetta er nú meira rugluástandið, hvernig getur lítill hópur fólks haft svona víðtæk áhrif og að fall þeirra bitnar á öllum íbúum landsins og víðar.
Ótrúlegt alveg hreint.

Og hvernig verður þetta með bankakerfið sem er skráð á 0 kr í dag. Hugsið ykkur alla tæknivæðinguna sem hefur orðið í peningamálum sem er jákvætt og þægilegt, launin fara bara beinustu leið í heimabankann, þú borgar reikninga og fleira sjálfvirkt í gegnum tölvuna og þarf lítið að hugsa um þetta.

En ætli þetta breytist,að við förum afturábak í tímann og fáum launaávísun senda heim eins og hér áður fyrr, og fáum allan gluggapóst og bíðum svo í langri röð í bankanum, hver mánaðarmót..
Nei ætli það, ég er bara að hugsa upphátt og velta þessu fyrir mér, koma þessu á blað..
annars þarf ég ekki að kvarta, ég hef örugga vinnu og er búin að borga upp bílalánið;-)


Vona að þið eigið góða daga og verið góð hvert við annað
umhyggja, kjarkur og viska er gott veganesti þessa dagana;-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó
Sandra raddlausa kveður í bili..


Leiðsögn dagsins:
14.október

Við finnum sanna gleði í að vinna fyrir kosen-rufu, í að iðka og framkvæma fyrir hamingju okkar og annara. Hina mestu gleði er að finna í starfi SGI. Störf okkar fyrir kosen-rufu verða að minningum sem verða mætari eftir því sem tíminn líður.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, October 06, 2008

Var

í staðlotu í Kennó í dag, hlustaði á fyrirlestur og vann í hópverkefni..
Kom svo heim, fékk mér að borða, horfði á fréttir og fór svo á frábæran valkyrju og víkingafund:-)
Fer svo að vinna á morgun, og svo er á dagskrá fræðslufundur og undirbúningsfundur seinna í vikunni:-)

Nóg í bili frá mér...
Vona að þið eigið góðar stundir..
Risaknús og kossar til ykkar yndislegu vinir:-)
Kv. Sandra syfjaða..

Leiðsögnin frá Ikeda á vel við atburðina í dag:

7.október

Hvað mun framtíðin bera í skauti sér?
Enginn veit svarið við þeirri spurningu. Allt og sumt sem við vitum er að afleiðingarnar sem munu birtast í framtíðinni eru allar innifaldar í orsökunum sem eru gerðar í nútíðinni. Því er mikilvægt að við rísum upp og náum markmiðum okkar án þess að leyfa okkur að láta letjast eða truflast af tímabundnum erfiðleikum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, October 04, 2008

Fékk

þessa mynd senda í gær og veit eiginlega ekki hvort á að hlæja eða gráta...

langar

til að benda ykkur á að hlusta á þennan þátt ef ykkur langar að fræðast meira um búddismann sem ég iðka:-)
Í þættinum er spjallað við 3 einstaklinga sem stunda mismunandi greinar búddisma. Fyrst er fjallað um Zen, svo kemur meðlimur úr SGI þar sem m.a. má heyra kyrjun og svo er endað á búddistum sem koma frá Asíulöndum.
Kv.
Sandra

Gef Ikeda orðið:
4.október

Við erum fólk trúar, og trú er grundvallar sannfæring.
Þessvegna er ekkert sorglegra eða skammsýnna en að kvarta eða gefast upp þegar við mætum smá hindrunum á vegi okkar.
Ekta búddisti er manneskja visku og sannfæringar.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, October 02, 2008

var

að koma úr Hafnarfirði af frábærum fyrirlestri um búddismann:-)
Er glöð og ánægð núna, og skilaði verkefninu í gærkvöldi:-)

En vildi sýna ykkur myndir sem ég tók fyrir 10 mínútum síðan..
ég keyrði á sniglahraða heim, tók enga áhættu..því það var hált undir snjónum...







Vil enda á leiðsögn dagsins og óska ykkur góðra daga..
Sandra

2.október
Gerið það sem í ykkar valdi stendur til að finna og þjálfa upp hæft fólk. Ósk mín er sú að þið byggið upp dásamleg samtök, stækkið vettvang vináttu og einingar með fólki sem hefur von gagnvart lífinu og framtíðinni. Eigið dásamlegt líf.

Dagur heimsfriðar
1960: Ikeda forseti lendir á Hawaii í fyrstu ferð sinni út fyrir Japan, tekur fyrsta skrefið í að breiða út frið, menntun og menningu,, byggt á Búddisma Nichiren Daishonin.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda