Tuesday, October 14, 2008

Henti

inn smá hugleiðingum inná ljóðahornið í gær.
Sit heima núna, því röddin mín er næstum horfin og ég treysti mér ekki til að fara í vinnuna í morgun...
Kíki reglulega inn á heimabankann til að athuga hvort búið sé að afþýða sjóðina og hvort ég hafi tapað þessum aurum sem ég hef verið að safna en það hefur ekki gerst enn..

En þetta er nú meira rugluástandið, hvernig getur lítill hópur fólks haft svona víðtæk áhrif og að fall þeirra bitnar á öllum íbúum landsins og víðar.
Ótrúlegt alveg hreint.

Og hvernig verður þetta með bankakerfið sem er skráð á 0 kr í dag. Hugsið ykkur alla tæknivæðinguna sem hefur orðið í peningamálum sem er jákvætt og þægilegt, launin fara bara beinustu leið í heimabankann, þú borgar reikninga og fleira sjálfvirkt í gegnum tölvuna og þarf lítið að hugsa um þetta.

En ætli þetta breytist,að við förum afturábak í tímann og fáum launaávísun senda heim eins og hér áður fyrr, og fáum allan gluggapóst og bíðum svo í langri röð í bankanum, hver mánaðarmót..
Nei ætli það, ég er bara að hugsa upphátt og velta þessu fyrir mér, koma þessu á blað..
annars þarf ég ekki að kvarta, ég hef örugga vinnu og er búin að borga upp bílalánið;-)


Vona að þið eigið góða daga og verið góð hvert við annað
umhyggja, kjarkur og viska er gott veganesti þessa dagana;-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó
Sandra raddlausa kveður í bili..


Leiðsögn dagsins:
14.október

Við finnum sanna gleði í að vinna fyrir kosen-rufu, í að iðka og framkvæma fyrir hamingju okkar og annara. Hina mestu gleði er að finna í starfi SGI. Störf okkar fyrir kosen-rufu verða að minningum sem verða mætari eftir því sem tíminn líður.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda