Tilkynningar
Tilkynning frá hópnum Nýir tímar:
Ákall til þjóðarinnar - Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis!
Við mótmælum öll –
Hittumst á Austurvelli á laugardag kl. 16.
Vertu þátttakandi, ekki þolandi.
Kyndilganga og blysför frá Austurvelli að ráðherrabústaðnum.
Krafan er einföld og þverpólitísk, rjúfum þögn ráðamanna!
Boðað hefur verið til mótmæla gegn ráðamönnum þjóðarinnar á Austurvelli klukkan fjögur í dag. Á sama tíma munu mótmæli eiga sér stað við Ráðhústorgið á Akureyri og Seyðisfirði. Yfirskrift mótmælanna er „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis" Meðal þeirra sem taka munu til máls á Austurvelli eru Þorvaldur Gylfason, Jón Baldvin Hannibalsson, Þráinn Bertelsson og Páll Óskar Hjálmtýrsson.
Reykjavík- Austurvöllur á laugardaginn kl 16.00 og gengið að ráðherrabústaðnum.
Í ráðherrabústaðnum er setið dag hvern og samið um framtíð okkar en engar fáum við upplýsingarnar. Mætum öll á Austurvöll, til að sýna fram á að við höfum rödd, sýnum hvert öðru samhyggð, að við stöndum saman, og ef ekki einfaldlega til að finna að við erum ekki ein og að við finnum til. Kyndla er hægt að kaupa í Rúmfatalagernum (en búast má við að kyndlar verði til sölu á Austurvelli, ekki komið á hreint). Okkur vantar gjallarhorn, ef einhver á slíkt.
Svo minni ég á undirskriftarlistann, Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn. nú þegar eru 47071 manns búnir að skrifa undir.
Vil svo enda á leiðsögn frá Ikeda sem á vel við í dag:
24. október
Eina leiðin til að ná árangri er að byrja á því sem mest liggur á. Þetta lögmál á alltaf við - í daglega lífinu, vinnunni, fjölskyldunni sem og í þágu kosen-rufu.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Vona að þið eigið góðan dag;-)
Sandra
<< Home