Hef
haft ýmislegt fyrir stafni undanfarið
Við mamma kíktum á mótmælafund á laugardaginn, ágætis ræður og stemming. Svo eru aftur mótmæli næsta laugardag, þýðir ekkert annað en að sýna lit og taka þátt í fjörinu á svona tímum, látum ekki vaða svona yfir okkur!!
Fór tvisvar sinnum í bíó um helgina;-)
Á föstudagskvöldinu fór ég á ágætis grínmynd (My Best Friend's Girl) og svo á laugardaginn á Max Payne, fínasta hasarmynd þar á ferð...í Regnboganum, miðinn á 650 kall;-)
Sunnudagsmorgnar eru fráteknir fyrir verkefnavinnufund(mastersnámið) og í gær var engin undantekning. Unnum vel og lengi og gengur verkefnið ágætlega, miðað við allt...
Núna er ég að fara yfir heimavinnu nemenda og gefa forskrift fyrir næsta heimanám, og ætla svo að kíkja í heimsókn til Soffíu sætu og dunda eitthvað fleira í dag:-)
ég er nefnilega í vetrarfríi:-)
Framundan er m.a. fræðslufundur á þriðjudag, verð í ábygð þar, verkefnavinna á miðvikudaginn, og kannski eitthvað fleira sem bætist á listann, og svo stefnum við pæjurnar á að fara út að dansa um helgina:-)
Jamm svona er stemmingin á íslandi í dag...
Kveð í bili, ætla að halda áfram að vinna..
Óska ykkur góðrar viku..
Sandra með koparrauða hárið;-)
Vil enda á leiðsögn dagsins sem fjallar um erfiðleika:
27.október
Hvort við lítum á erfiðleika í lífinu sem ógæfu eða hvort við lítum á þá sem gæfu veltur algjörlega á því hversu mikið við höfum mótað okkar innri ákvörðun. Það veltur allt á viðhorfi okkar eða innra lífsástandi. Með óbuguðum anda, getum við notið lífsins út í gegn. Við getum mótað “sjálf” þvílíkrar hugprýði að við getum hlakkað til mótlætis og þrauta lífsins af djúpstæðu stolti og gleði: “Komið hindranir! Ég hef beðið eftir ykkur! Þetta er tækifærið sem ég hef beðið eftir!”
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home