Sunday, October 19, 2008

Fór

á frábæran og mjög fjölmennan ungrakvennafund í heimahúsi á föstudagskvöldið þar sem 22 ungar konur voru samankomnar:-)
Ekkert smá gaman og þetta er mesti fjöldi af ungum konum á einum fundi og þvílíkur vöxtur hjá okkur og gaman að sjá nokkur ný andlit, bara skemmtilegt og flott:-)
Í gærmorgun var ég svo í ábyrgð (valkyrja)á laugardagskyrjun, fullt af fólki og mikill kraftur og stemming;-)
kyrjuðum m.a. fyrir ástandinu hér á landi, ekki veitir af...

Er núna að reyna að koma mér til þess að læra fyrir hópverkefnið, er ekki í stuði fyrir það, en ekki þýðir að gefast upp núna...
Verð að vera með einhverjar hugmyndir um efnið þegar ég hitti hópinn á miðvikudaginn...

jæja, best að byrja á því að hlusta á fyrirlestur...
Risaknús til allra:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins:
19.október
Alveg sama hvað gerist, haltu áfram að kyrja daimoku - bæði á góðum tímum og slæmum, án tillits til gleði eða sorgar, hamingju eða þjáningar. Þá mun þér verða auðið að sigra í daglegu lífi þínu og í samfélaginu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda