Friday, January 27, 2006

Alveg

hellingur að að frétta.
Fór á skemmtilegan og fræðandi umræðufund í vikunni þar sem við fjölluðum m.a. um vináttu, flutninga, ábyrgðir og fengum fréttir frá þeim sem fóru á námskeið erlendis:-)
Fór með bílinn í smurningu í dag, mér tekst alltaf að gleyma að fara á réttum tíma og fer því alltaf framyfir kílómetrafjöldann;-0
Amma mín átti stórafmæli í gær, varð 70 og því ákvað ég að kíkja til hennar beint eftir vinnu. Þar var nærfjöldskyldan samankomin og var gaman að hún amma skyldi vera umvafin ástvinum sínum þennan merkisdag:-) Amma mín er búin að vera mikið veik undanfarið og er við það að yfirgefa þetta jarðlíf södd lífdaga. Ég er búin að kveðja hana í hjarta mínu og vona að hún fái að fara bráðlega hægt og hljótt í svefni og þurfi ekki að þjást lengur.
Nemendur mínir eru búnir að vera duglegir og skapandi í vikunni. Við fengum elstu leikskólabörnin( þau sem eru að koma næsta haust) í heimsókn til okkar um daginn. Þau voru voða dugleg, unnu verkefni um furðuverur/geimverur sem komu flott út með 1. bekkjarkrökkunum, borðuðu nesti og fóru í frímó, mikið sport og upplifun hjá þeim:-)
Við í 1. bekk erum að kynnast lauslega öðrum trúarbrögðum og það er sko skemmtilegar kennslustundir :-) Um daginn kynnti ég fyrir þeim hindúatrú, við skoðuðum myndir í ýmsum bókum og svo fengu þau það verkefni að velja sér einhvern af þeim fjölmörgu guðum sem hindúar trúa á, og teikna á blað:-) Það var gaman að fylgjast með þeim í því verkefni, þau skoðuðu bækurnar og voru mislengi að velja sér. Það voru heilmiklar pælingar, hlátrasköll, umræður og fliss og sérstaklega fannst þeim fílaguðinn fyndinn:-) Þetta gekk nú allt á endanum og myndirnar þeirra urðu flottar.
Við erum líka að læra margt annað, t.d. eru þau mikið spennt fyrir sögunni "Iðunn og eplin" sem fjallar um Ásatrú og erum við að vinna skemmtilegt verkefni í kringum það.

Já, það er sko gaman að lifa og það gerist alltaf eitthvað nýtt, spennandi og skemmtilegt á hverjum degi:-)+
Er nú á leiðinni á stelpukvöld, ætlum að fá okkur gott að borða, kaupa snakk og kók, glápa á Idolið og kjafta frá okkur allt vit;-)
Njótið kvöldsins
Sandra

Sunday, January 22, 2006

Flutningar

Þá er hann Jói besti bróðir fluttur að heiman og barasta orðin Vesturbæingur og 101 gæi:-)
Ég óska þér Jói minn góðrar skemmtunar og velgengni á öllum sviðum lífs þíns í nýja húsnæðinu á þessum frábæra stað í bænum:-)
Njóttu þess að sofa lengur á morgnana, og þeirrar hreyfingar sem þú færð þegar þú röltir í skólann, á umræðufundi, í heimsókn til vinanna, á kaffihús eða á dansiball sem er allt staðsett í nágrenninu :-)

Já nú er ég orðin meira og minna ein heima í kotinu;-0
Knúsknús
Sandra

Wednesday, January 18, 2006

Örfréttir frá miðvikudeginum 18 jan

Einhver mánu/föstudagur í börnunum í dag.
Fjárfesti í DVD-skrifara:-).
Dreif mig að afrita helstu gögnin í tölvunni.
Keypti pínulitla sæta hundagullklukku á altarið mitt:-)
Leysti út búddistabækurnar mínar í tollinum.
Eldaði lasagnia, þvoði þvott og vaskaði upp.
Er að fara yfir heimanám nemenda.
ENDIR

Sunday, January 15, 2006

Fallegur dagur

Í dag var skrínlagningin mín. Athöfnin var mjög falleg, kröftug og rann mjúklega áfram.
Ég fékk lánaðan mjög sérstakan skáp sem á sér langa sögu og mjög margar kyrjanir að baki því eigandi hans er einn af þeim fyrstu sem byrjaði að kyrja hér á landi fyrir hartnær 30 árum. Mér er það því mikill heiður að hafa fengið þennan flotta skáp að láni. Ég bað eigandann um að skrínleggja og setja Gohonzoinn minn í skápinn sem hún gerði með glöðu geði og var ánægð með þann heiður:-)
Þetta var mjög hátíðleg stund og skipti mig meira máli heldur en Gohozonafhendingin sjálf á nýjársdag.

Ég fékk margar fallegar og hjartnæmar kveðjur, kort og gjafir til að setja á altarið og nota við kyrjunina, s.s. reykelsi, perlur, handsmíðaða tréskál undir ávexti, perlubuddu, verndara, kerti og bækur:-)
Altarið mitt er komið upp inni í herbergi og nú vantar mig bara nokkra hluti til að það sé fullkomið.

Ég er mjög ánægð og þakklát með daginn og vil þakka öllum hjartanlega fyrir að koma og deila með mér þessari fallegu, áhrifaríku og einstöku sigurstund í mínu lífi:-)

Hafið það sem best í kvöld
Kveðja
Sandra stolti búddistinn:-)

Saturday, January 14, 2006

Í skólastofunni

Skemmtilegt og áhugavert að sjá áhrif og úrvinnslu hjá nemendum eftir kennslustund og umræðutíma í skólastofunni, og hvað þeir eru að hugsa um og tileinka sér af námsefninu þegar heim er komið.
Við höfðum haldið áfram í verkefninu um líkamann okkar(styðjumst við námsefnið"Komdu og skoðaðu líkamann" ásamt öðrum fræðibókum) og fræddumst m.a. um skynfæri, neglur, hár, húðina, nefið og frumur. Það urðu miklar umræður um tilgang og hlutverk nefsins og lyktarskynsins. Einnig ræddum við svolítið um frumur líkamans, hvaða hlutverki þær gegna, hvernig þær líta út og hvað verður um húðfrumur þegar þær deyja. Sumir komu með þá hugmynd að hægt væri að sjá þær með stækkunargleri fyrst þær eru svona litlar og illsjáarlegar með berum augum:-)
Enduðum svo tímann á því að klippa út myndir sem tengjast lyktarskyninu og nefinu úr dagblöðum og líma í úrklippubók og bjuggum til stórt nef sem prýðir nú vegginn í skólastofunni:-)

Daginn eftir þennan fróðlega náttúrfræðitíma kom lítil snúlla til mín og gaf mér flotta og litfagra mynd sem hún hafði teiknað heima. Á myndinni stóð skrifað stórum stöfum HÚÐFRUMUR og til hliðar voru margar og mismunandi húðfrumur í mörgum og skærum litum:-)

Já, alltaf gaman og gott að sjá þegar börnin pæla í, tileinka sér, skilja, uppgötva, ræða um og vinna úr þeim fróðleik og upplýsingum sem þau heyra/læra um í umhverfi sínu:-)

Thursday, January 05, 2006

Góða kvöldið

og gleðilegt nýtt ár:-)
Jamm, árið 2005 var ár breytinga og nýjunga eins og ég hef sagt ykkur frá og sýnist mér að þetta ár verði áframhald á því.
Janúar rétt nýbyrjaður og hlutirnir gerast hratt þessa dagana. Ég er komin með þennan flotta skáp fyrir Gohonzoinn minn á kommóðuna hjá mér þar sem ég er smám saman að útbúa litla altarið mitt:-) Skrínlagningin (sem er falleg athöfn þegar Gohonzoinn er settur í skápinn og kyrjað fyrir framan hann í fyrsta sinn) verður væntanlega þarnæstu helgi hér heima að viðstöddum góðum c.a. 10 manna hópi vina og vandamanna:-)

Í vinnunni eru líka breytingar því samstarfskennarinn minn er orðin deildarstjóri og samgleðst ég henni mjög:-) Hún mun þó ekki yfirgefa mig alveg því við munum kenna saman áfram nokkra tíma ásamt því að vera báðar áfram umsjónarkennarar 1. bekkjar og skipuleggja allt saman:-)
Vegna þessara breytinga mun ég fá nýjan mótkennara fljótlega, auk þess sem að stuðningsfulltrúinn( sem ég hef ekki unnið með áður) en líst mjög vel á þá góðu konu mun vera með mér í nokkrum tímum:-)
Svo mun væntanlega verða ein breyting enn í lífi mínu fljótlega sem ég mun ekki segja frá að svo stöddu því það er ekki tímabært núna.

Jamm það er allt að gerast og góðir hlutir gerast hratt. Ég hef sem betur fer ekki enn lent í neikvæðum atvikum eða hlutum eins og dæmi eru um hjá þeim sem eru nýbúnir að taka við Gohonzon.
En er þetta ekki allt spurning um hugarfar og viðbrögð okkar mannanna?

Það er ágætt að vera byrjuð að vinna og komast í daglega rútínu, mér líður vel og er jákvæð gangvart umhverfi mínu, aðstæðum og samferðarfólki, í góðu jafnvægi og lífsástandi;-)

Vorum að byrja á nýju mjög skemmtilegu verkefni í náttúrufræði í dag um líkamann okkar. Það byrjaði nú bara takk fyrir á því( á fyrstu blaðsíðu) að útskýra, með stuðningi fallegra og skemmtilegra mynda, hvernig börnin verða til, þannig að ég varð að gjöra svo vel að tala um eggfrumur og sæðisfrumur, frjógun og svo framvegis;-))
Krakkarnir kipptu sér nú samt ekkert upp við þessar útskýringar, fannst þetta allt saman alveg eðlilegt og komu með heilmikið gábbulegt á meðan á útskýringum stóð:-)
Þetta var nú dálítið fyndið, því er ekki að neita;-)
Að "kynfræðslu",æxlun, meðgöngu og fæðingu lokinni;-0
fræddumst við um augað og allt sem því tengist og bjuggum til tvö risastór blá augu, með augnhárum og augabrúnum og hengdum upp á vegg svo að nú " getum við horftst í augu við vegginn" haha, aulabrandari;=) og munum að þessu þemaverkefni loknu vera komin með risastórt andlit upp á vegg.
Já, ég er sko að fíla mig í þessum frábæra félagsskap á daginn sem kallast vinnan mín;-)
Svona til að ljúka deginum fór ég á útsölu í Elkó eftir vinnu og skellti mér á örbylgjuofn á 4000 kall! sem mun leysa gamla, þreytta og hálfmyglaða ofninn af hólmi..
Adios, Sandra síkáta