Góða kvöldið
og gleðilegt nýtt ár:-)
Jamm, árið 2005 var ár breytinga og nýjunga eins og ég hef sagt ykkur frá og sýnist mér að þetta ár verði áframhald á því.
Janúar rétt nýbyrjaður og hlutirnir gerast hratt þessa dagana. Ég er komin með þennan flotta skáp fyrir Gohonzoinn minn á kommóðuna hjá mér þar sem ég er smám saman að útbúa litla altarið mitt:-) Skrínlagningin (sem er falleg athöfn þegar Gohonzoinn er settur í skápinn og kyrjað fyrir framan hann í fyrsta sinn) verður væntanlega þarnæstu helgi hér heima að viðstöddum góðum c.a. 10 manna hópi vina og vandamanna:-)
Í vinnunni eru líka breytingar því samstarfskennarinn minn er orðin deildarstjóri og samgleðst ég henni mjög:-) Hún mun þó ekki yfirgefa mig alveg því við munum kenna saman áfram nokkra tíma ásamt því að vera báðar áfram umsjónarkennarar 1. bekkjar og skipuleggja allt saman:-)
Vegna þessara breytinga mun ég fá nýjan mótkennara fljótlega, auk þess sem að stuðningsfulltrúinn( sem ég hef ekki unnið með áður) en líst mjög vel á þá góðu konu mun vera með mér í nokkrum tímum:-)
Svo mun væntanlega verða ein breyting enn í lífi mínu fljótlega sem ég mun ekki segja frá að svo stöddu því það er ekki tímabært núna.
Jamm það er allt að gerast og góðir hlutir gerast hratt. Ég hef sem betur fer ekki enn lent í neikvæðum atvikum eða hlutum eins og dæmi eru um hjá þeim sem eru nýbúnir að taka við Gohonzon.
En er þetta ekki allt spurning um hugarfar og viðbrögð okkar mannanna?
Það er ágætt að vera byrjuð að vinna og komast í daglega rútínu, mér líður vel og er jákvæð gangvart umhverfi mínu, aðstæðum og samferðarfólki, í góðu jafnvægi og lífsástandi;-)
Vorum að byrja á nýju mjög skemmtilegu verkefni í náttúrufræði í dag um líkamann okkar. Það byrjaði nú bara takk fyrir á því( á fyrstu blaðsíðu) að útskýra, með stuðningi fallegra og skemmtilegra mynda, hvernig börnin verða til, þannig að ég varð að gjöra svo vel að tala um eggfrumur og sæðisfrumur, frjógun og svo framvegis;-))
Krakkarnir kipptu sér nú samt ekkert upp við þessar útskýringar, fannst þetta allt saman alveg eðlilegt og komu með heilmikið gábbulegt á meðan á útskýringum stóð:-)
Þetta var nú dálítið fyndið, því er ekki að neita;-)
Að "kynfræðslu",æxlun, meðgöngu og fæðingu lokinni;-0
fræddumst við um augað og allt sem því tengist og bjuggum til tvö risastór blá augu, með augnhárum og augabrúnum og hengdum upp á vegg svo að nú " getum við horftst í augu við vegginn" haha, aulabrandari;=) og munum að þessu þemaverkefni loknu vera komin með risastórt andlit upp á vegg.
Já, ég er sko að fíla mig í þessum frábæra félagsskap á daginn sem kallast vinnan mín;-)
Svona til að ljúka deginum fór ég á útsölu í Elkó eftir vinnu og skellti mér á örbylgjuofn á 4000 kall! sem mun leysa gamla, þreytta og hálfmyglaða ofninn af hólmi..
Adios, Sandra síkáta
<< Home