Sunday, January 15, 2006

Fallegur dagur

Í dag var skrínlagningin mín. Athöfnin var mjög falleg, kröftug og rann mjúklega áfram.
Ég fékk lánaðan mjög sérstakan skáp sem á sér langa sögu og mjög margar kyrjanir að baki því eigandi hans er einn af þeim fyrstu sem byrjaði að kyrja hér á landi fyrir hartnær 30 árum. Mér er það því mikill heiður að hafa fengið þennan flotta skáp að láni. Ég bað eigandann um að skrínleggja og setja Gohonzoinn minn í skápinn sem hún gerði með glöðu geði og var ánægð með þann heiður:-)
Þetta var mjög hátíðleg stund og skipti mig meira máli heldur en Gohozonafhendingin sjálf á nýjársdag.

Ég fékk margar fallegar og hjartnæmar kveðjur, kort og gjafir til að setja á altarið og nota við kyrjunina, s.s. reykelsi, perlur, handsmíðaða tréskál undir ávexti, perlubuddu, verndara, kerti og bækur:-)
Altarið mitt er komið upp inni í herbergi og nú vantar mig bara nokkra hluti til að það sé fullkomið.

Ég er mjög ánægð og þakklát með daginn og vil þakka öllum hjartanlega fyrir að koma og deila með mér þessari fallegu, áhrifaríku og einstöku sigurstund í mínu lífi:-)

Hafið það sem best í kvöld
Kveðja
Sandra stolti búddistinn:-)