Sunday, September 08, 2019

Heiður

vinkona hélt upp á afmælið sitt um síðustu helgi:-)
Hún sótti mig um hádegið á laugardeginum og við fórum í Krónuna í Mosó þar sem við hittum Valdísi og Boggu:-)
Við keyptum okkur snarl, snakk, nammi, egg og beikon og fleira góðgæti og keyrðum svo af stað í sumarbústaðinn sem er í Reykjabyggð nálægt Laugarvatni..

Fengum okkur kaffi og meðlæti þegar við komum, það rigndi allan laugardaginn og við nenntum ekki í gönguferð svo við fórum bara að spila í staðinn:-)
Spiluðum og hlógum mikið á meðan, fengum okkur smá söngvatn og áttum skemmtilega stund:-)

Um kvöldmatarleytið grilluðum við hamborgara og meðlæti og eftir matinn, frágang og meira spjall fórum við í heita pottinn:-)

Sátum þar góða stund og eftir baðið klæddum við okkur í kózý föt, fengum okkur snakk, nammi, gos og söngvatn,  héldum áfram að spila og hlógum okkur vitlausar :-)

Fórum að sofa rúmlega 3, þreyttar og ánægðar eftir fínan dag:-)

Vöknuðum um 11 leytið, í flottu veðri sól og logni, fengum okkur kaffi og kjöftuðum, elduðum brunch, þrifum húsið og pottinn og vorum komnar í bæinn seinnipartinn:-)

Jói og Birgir komu í heimsókn síðastliðið föstudagskvöld:-)

Í gær kíkti ég aðeins á bókamarkaðinn og keypti nokkrar barnabækur í jóla og afmælisgjafir:-)

Já, það skiptast á skin og skúrir, fékk þær fréttir í vikunni um að Ásgeir sem var leiðtogi í SGI, búddistasamtökunum og ég þekkti ágætlega hafi látist af veikindum sínum;-(

Svo er líka eitthvað um veikindi og vesen hjá fólki í kringum mig en vonandi er það ekki neitt alvarlegt...
Fékk líka þær gleðifréttir að frænka mín er ólétt af sínu þriðja barni og vonandi gengur það allt vel:-)

Frétti einnig af því að vinkona mín sem er búin að vera nýrnaveik í mörg ár og var orðin mjög veik fékk nýtt nýra um daginn, fór í aðgerð sem heppnaðist vel, er komin heim og vonandi gengur henni vel með framhaldið:-)

Annars er allt ágætt að frétta og allt að komast í rútínu, er eingöngu að aðstoða í 1. bekk eins og er og líkar það vel:-)
Er líka í 20% vinnu í frístundinni sem fínt;-)
Kórinn er líka byrjaður sem er skemmtilegt og nóg framundan þar:-)

Jamm, læt þetta nægja í bili, eigið góða viku og farið vel með ykkur:-)