Saturday, October 31, 2009

hugsun

Er að vinna verkefni úr bókinni Hugsun og Menntun eftir kennismiðinn John Dewey. Við eigum að skila þessu verkefni í næstu viku og svo halda fyrirlestur um sama efni í þarnæstu viku:-)
Vinnan við verkefnið gengur ágætlega en þó er stundum erfitt að koma sér að verki:-)

Svo ætlum við vinkonurnar að fara í bíó í kvöld og á morgun byrja ég daginn á að vakna snemma, fara í ábyrgð, vera valkyrja á Kosen- rufu gongyo og að því loknu fer ég til Heiðar vinkonu minnar og stefnum við á að vera duglegar að halda áfram með verkefnið:-)

Jamm, nóg um að vera:-)

Ég er sátt og glöð í nýju vinnunni minni á leikskólanum og líkar vel þar, er svona flakkari innanhúss og fæ að vinna á öllum fjórum deildunum með börnum frá 1-6 ára:-)

Þegar ég sit hér við tölvuna og reyni að koma mér að verki flakkar hugurinn fram og aftur og margt sem ég að hugsa um, bæði í fortíð, nútíð og framtíð:-)
Það rijaðist upp fyrir mér hvað ég hef verið lánsöm í gegnum tíðina að fá að vinna margskonar störf og safnað í reynslubankann, því ég held að það sé ekki svo auðvelt fyrir ungt fólk í dag að fá vinnu og reyna sig í ýmiskonar störfum..

Vil ég setja þessi störf mín á blað hér fyrir sjálfan mig í dagbókina svo ég hafi þetta niðurskrifað:-)
Ekki þó í réttri röð:
Umsjónarkennari í grunnskólum, leikskólaleiðbeinandi, pizzasendill, kassadama í stórmarkaði, starfsmaður í sjoppu, unnið í saltfiskvinnslu og ferskfiskvinnslu, verið stuðningsfulltrúi á sambýlum fyrir fjölfötluð og einhverf ungmenni, unnið við póstflokkun, verið húsvörður og unnið við ræstingar, barnfóstra, starfsmaður í eldhúsi á dvalarheimili aldraða, borið út og selt blöð, unnið í bæjar- og unglingavinnu við smíðar, gróðursetningu og málningarvinnu, starfað við framkvæmd kosninga:-)
Man ekki eftir fleiru í bili;-)

Vona að þið eigið góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr, njótið samveru hvers annars og séuð hamingjusöm:-)
Bangsaknús..
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra sæta..

Gef Ikeda orðið:

27.október

Hvort við lítum á erfiðleika í lífinu sem ógæfu eða hvort við lítum á þá sem gæfu veltur algjörlega á því hversu mikið við höfum mótað okkar innri ákvörðun. Það veltur allt á viðhorfi okkar eða innra lífsástandi. Með óbuguðum anda, getum við notið lífsins út í gegn. Við getum mótað “sjálf” þvílíkrar hugprýði að við getum hlakkað til mótlætis og þrauta lífsins af djúpstæðu stolti og gleði: “Komið hindranir! Ég hef beðið eftir ykkur! Þetta er tækifærið sem ég hef beðið eftir!”


Whether we regard difficulties in life as misfortunes or whether we view them as good fortune depends entirely on how much we have forged our inner determination. It all depends on our attitude or inner state of life. With a dauntless spirit, we can lead a cheerful and thoroughly enjoyable life. We can develop a "self" of such fortitude that we can look forward to life's trials and tribulations with a sense of profound elation and joy: "Come on obstacles! I've been expecting you! This is the chance that I've been waiting for!"

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, October 19, 2009

sit

hér við tölvuna með námsbók við hlið mér og er að fara að læra aðeins fyrir næsta verkefni í náminu mínu;-)

já það hefur mikið gerst á stuttum tíma í sambandi við vinnukarma, nenni ekki að fara í gegnum það allt en ég er semsagt hætt að kenna í grunnskóla eftir 5 ára kennsluferil og farin að vinna á frábærum leikskóla:-)
Mér líkar það vel og finnst gaman og gott að breyta aðeins til í starfi og núna líður mér mjög vel:-)

Læt þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða og skemmtilega daga og sigrið á öllum sviðum lífs ykkar:-)
Knús og kossar..
Sandra leikskólaleiðbeinandi:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

29. janúar

Ástundun búddhisma jafngildir því að vera sigursæll. Með því að taka framförum í sérhverju skrefi í veruleika hins hversdagslega lífs okkar, sýna merki raunverulegra sannanna með því að verða sigurvegarar og takast vel upp, erum við að leiða í ljós með tilvist okkar gildi búddhisma Nichiren Daishonin og erum þannig uppspretta vonar og hvatningar fyrir þá sem vilja fylgja okkur á vegi trúarinnar.

Practicing Buddhism means being victorious. In advancing one step at a time amid the realities of our daily lives, in showing concrete actual proof, in becoming victors and successes we are demonstrating with our very beings the validity of Nichiren Daishonin's Buddhism and serving as a source of hope and inspiration for those who will follow us on the path of faith.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, October 12, 2009

Hvernig þekkir maður heilablóðfall

Fékk þetta bréf sent fyrir nokkrum árum.
Gott að lesa yfir og hafa í huga, góð vísa aldrei of oft kveðin....

Heilablóðfall : Munið ÞRJÚ FYRSTU SKREFIN

Vinur minn sendi mér þetta og hvatti til að senda áfram til að koma þessum áríðandi skilaboðum á framfæri.

Hvernig þekkir maður heilablóðfall:

vinkona mín sem var að fá heilablóðfall hrasaði við og datt og hún sannfærði viðstadda um að það væri allt í lagi með sig, hún hefði bara hrasað út af nýju skónum sínum. Síðar um kvöldið hringdi eiginmaður hennar og sagði að hún hefði látist og dánarorsökin væri heilablóðfall. Ef þeir sem voru með henni hefðu þekkt einkenni heilablóðfalls þá hefði kannski verið hægt að bjarga henni. Heilablóðfall dregur suma til dauða en lamar aðra.
Taktu þér smástund til að lesa eftirfarandi:

Taugasérfræðingur segist geta snúið við afleiðingum heilablóðfalls ef hann fær sjúklinginn nógu fljótt, galdurinn sé að greina blóðfallið og koma sjúklingnum á sjúkrahús innan þriggja klukkustunda.

HVERNIG HÆGT ER AÐ ÞEKKJA HEILABLÓÐFALL,
þrjú mikilvæg skref sem þú skalt muna:
Sá sem vill komast að því hvort um heilablóðfall er að ræða á að spyrja þriggja einfaldra spurninga:

B* Biddu viðkomandi að BROSA.

T* Biddu manneskjuna að TALA, SEGJA EINFALDA SETNINGU Í SAMHENGI (sólin skín í
dag en í gær var rigning)
L* Biddu hana/hann að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM UPP

{ ath : Annað merki um heilablóðfall: Biddu viðkomandi að reka út úr sér tunguna og ef hún er bogin til annarrar hliðarinnar getur það líka verið merki um heilablóðfall }

Ef viðkomandi á í vandræðum með eitt eða fleiri af þessum fyrirmælum hringdu þá í 112 og lýstu einkennunum.

Sunday, October 11, 2009

Fór

í hotyoga í gær, elska þessa tíma:-)
Æfum í 39°-40°heitum sal,þannig að við komumst dýpra í stöðurnar og æfum vöðvana, erum á fullu allan tímann og maður er algjörlega búin á því eftir 90 mínútur:)
Maður rennsvitnar þannig að fötin límast við mann, það myndast raki á vatnsbrúsann og ég gat ekki verið með gleraugun á mér vegna svita:-)
Eg mæli svo sannarlega með hotyoga:-)
og nú er ég með miklar harðsperrur í baki, lærum og öxlum, en það er bara gott;-)
hér er sýnishorn af hotyogatíma- sem er stundum kallað Bikram yoga:-)



Alla síðustu viku vorum við Heiður að læra langt fram á kvöld, þýða grein, búa til glærusýningu og undirbúa fyrirlestur.
Síðasta föstudag var staðlota í Kennó og við fluttum fyrirlesturinn og gekk það vel:-)
Svo er bara að byrja að undirbúa næsta verkefni, það er að gera úrdrátt úr bók sem við erum búnar að velja og halda kynningu á henni í næstu staðlotu í nóvember:-)

Í dag er m.a. á dagskrá: að fara yfir próf, kíkja á kennsluáætlun, búa til fundarplan, horfa á Silfur Egils og svo verður jafnvel kíkt í bíó í kvöld;-)

Jamm, læt þetta nægja í bili og óska ykkur góðrar viku:-)
Knús og kossar...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

8.október
Þegar þú rekst á vegg, ættiru að segja við sjálfan þig, “fyrst það er veggur hér, hlýtur að vera þvílík víðátta handan hans.” Frekar en að láta það draga úr þér kjarkinn, skaltu vera viss um það að rekast á vegg er sönnun þess hversu miklum framförum þú hefur tekið fram að þessu. Ég vona að þú munir stöðugt halda áfram að taka framförum í búddískri iðkun þinni með þessa sannfæringu að leiðarljósi í hjarta þínu.

When you encounter a wall, you should tell yourself, "Since there is a wall here, a wide, open expanse must lie on the other side." Rather than becoming discouraged, know that encountering a wall is proof of the progress that you have made so far. I hope that you will continually advance in your Buddhist practice with this conviction blazing ever more strongly in your heart.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda