Fór
í hotyoga í gær, elska þessa tíma:-)
Æfum í 39°-40°heitum sal,þannig að við komumst dýpra í stöðurnar og æfum vöðvana, erum á fullu allan tímann og maður er algjörlega búin á því eftir 90 mínútur:)
Maður rennsvitnar þannig að fötin límast við mann, það myndast raki á vatnsbrúsann og ég gat ekki verið með gleraugun á mér vegna svita:-)
Eg mæli svo sannarlega með hotyoga:-)
og nú er ég með miklar harðsperrur í baki, lærum og öxlum, en það er bara gott;-)
hér er sýnishorn af hotyogatíma- sem er stundum kallað Bikram yoga:-)
Alla síðustu viku vorum við Heiður að læra langt fram á kvöld, þýða grein, búa til glærusýningu og undirbúa fyrirlestur.
Síðasta föstudag var staðlota í Kennó og við fluttum fyrirlesturinn og gekk það vel:-)
Svo er bara að byrja að undirbúa næsta verkefni, það er að gera úrdrátt úr bók sem við erum búnar að velja og halda kynningu á henni í næstu staðlotu í nóvember:-)
Í dag er m.a. á dagskrá: að fara yfir próf, kíkja á kennsluáætlun, búa til fundarplan, horfa á Silfur Egils og svo verður jafnvel kíkt í bíó í kvöld;-)
Jamm, læt þetta nægja í bili og óska ykkur góðrar viku:-)
Knús og kossar...
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
8.október
Þegar þú rekst á vegg, ættiru að segja við sjálfan þig, “fyrst það er veggur hér, hlýtur að vera þvílík víðátta handan hans.” Frekar en að láta það draga úr þér kjarkinn, skaltu vera viss um það að rekast á vegg er sönnun þess hversu miklum framförum þú hefur tekið fram að þessu. Ég vona að þú munir stöðugt halda áfram að taka framförum í búddískri iðkun þinni með þessa sannfæringu að leiðarljósi í hjarta þínu.
When you encounter a wall, you should tell yourself, "Since there is a wall here, a wide, open expanse must lie on the other side." Rather than becoming discouraged, know that encountering a wall is proof of the progress that you have made so far. I hope that you will continually advance in your Buddhist practice with this conviction blazing ever more strongly in your heart.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home