Saturday, August 05, 2017

Sumartími

Undanfarnir mánuðir hafa verið frekar skrýtnir og erfiðir.
Mikið um veikindi, breytingar og erfiðleika hjá fólkinu í kringum mig og ýmsar misjafnar skemmtilegar og leiðinlegar uppákomur og hindranir.;-(

Gleði og sorg í bland eins og gengur í lífinu..
má þar nefna: breytingar í vinnunni næsta vetur, bæði á skólastarfinu sem og starfsfólki, fólk að hætta og fara í leyfi og vonandi kemur nýtt fólk í staðinn, sambýlismaður Siggu frænku kvaddi þennan heim skyndilega eftir stutt veikindi, vinkona mín hætti á Blásölum og ætlar að prófa aftur að kenna í grunnskóla og Ágústa frænka flutti heim frá Kanada....

Veðrið hefur verið breytilegt, rigning og rok suma daga, en það hafa komið sólardagar inn á milli sem reynt hefur verið að nýta til gönguferða, sundferða og útivistar...

24. júní fór ég til Selfoss í tvöfalt  fertugsafmæli og M.A. útskriftarveislu hjá Elíasi og Bryndísi vinkonu sem var með mér í Ármúla. Þetta var ágætis veisla, róleg og góð:-)

Í byrjun júli keypti ég mér nýrri bíl, var heppin í þetta skiptið, fékk Súkku á góðu verði 2008 módel, keyrða 33000 km, bílskúrsbíll, næstum eins og nýr og það tók ekki nema viku að selja gamla bílinn minn, þannig að allt gekk upp í þeim viðskiptum;-)

Elín vinkona mín frá Finnlandi kom í heimsókn til mín 8. júlí með stelpurnar sínar, fengum okkur kaffi, snúð og kókómjólk og áttum góða samverustund:-)

Fór með vinkonum mínum, Heiði og Elsu á happy hour og í bíó, sáum myndina um Strandverðina, fínasta stelpukvöld;-)

Við Gunni fórum í skemmtilega gönguferð í Lambafellsgjá, gaman að koma þar og sjá þessa flottu gönguleið og upplifun að koma í fyrsta skipti, mæli með því að þið kíkið þangað:-)

Um miðjan júlí komu hér í heimsókn Ásgeir sonur Valla,  Sandra, Ágúst og Majken. Þau stoppuðu í nokkra daga í bænum en  fóru síðan vestur á Flateyri í tvær vikur og komu svo aftur í enda júlí og gistu hér eina nótt. Við fórum með þeim þann 30. júlí, ásamt Jóa, Gunnari og Birgi í Árbæjarsafn í sól og sumaryl og út að borða og áttum góðan dag saman:-)

Kíkti eina nótt í lok júlí í sumarbústað með vinkonum mínum þeim Gyðu, Kristínu og Heiði sem eru með mér í saumó, fórum á föstudegi, fengum okkur að borða á kaffihúsi í Mosó, komum á staðinn um kaffileytið í glampandi sól og heita, sátum í sólbaði fram eftir degi, grilluðum hamborgara og með því, horfðum á mynd, fórum í pottinn og gufuna, hlógum, slúðruðum og áttum kózý samverustund:-)
Fórum heim í hádeginu daginn eftir....

Eitt og annað hefur líka týnst til, s.s. þvo og bóna bílinn, kaupa á hann ný dekk og fara með hann í skoðun, passa Gunnar og Birgi, fara til tannsa, búðarráp, klipping, sjónvarpsgláp, bíóferðir og afslöppun.....

Byrja að vinna 14. ágúst og tek svo þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst, ætla að dröslast 10 km eins og undanfarin ár:-)

Læt þetta nægja í bili....
Vona að þið eigið góða daga framundan....