Sunday, November 27, 2011

falleg

róleg og skemmtileg helgi að baki.

Fór í Kringluna í gær til að kaupa nokkrar jóla, afmælis og leynivinagjafir:-)
Það er nefnilega leynivikaleikur í vinnunni í næstu viku;-)
var sem betur fer búin að skrifa lista og ákveða að mestu leyti hvað ég ætlaði að kaupa, en var samt um 3 tíma í búðarferð og var alveg komin með nóg þegar kaupum var lokið:-)
sumt á listanum var ekki til, eða þá að búðin sem ég ætlaði í var ekki lengur til og þá þurfti að hugsa upp á nýtt, en þetta gekk nú allt saman á endanum:-)
kom heim seinnipartinn, lagði mig, fékk mér að borða og horfði svo á nýjustu Transformers myndina á DVD, ekkert spes mynd það...

Í dag var svo fjölskyldan í forgangi:-)
fórum í heimsókn til Jóa, Láru og Gunnars og þaðan fórum við saman á Austurvöll til að sjá ljósin tendruð á jólatrénu:-)
Á eftir fórum við svo á kaffihús, fengum okkur að borða og hafa það notalegt saman:-)
yndislegar samverustundir með fjölskyldunni í dag:-)

Man eftir því að við Jói fórum sem börn að fylgjast með þessum atburði og þá voru jólasveinarnir aðalatriðið, en við nenntum ekki að bíða eftir þeim í dag enda orðin svöng og köld eftir útiveruna;-)

hafið það gott í vikunni og verið góð hvert við annað:-)

Wednesday, November 16, 2011

var

að koma af kaffihúsi, úr saumó hjá Ármúlagellunum, alltaf gaman að hitta stelpurnar, rifja upp gamla tíma og hlæja saman að góðum, gömlum og nýjum minningum og því sem við höfum gert saman í gegnum árin:-) má þar nefna Portúgalútskriftarferðina góðu, jólakortagerð, skólann, afmæli, tjútt, partý, kaffihúsahitting og margt fleira:-)

Sit núna hér við tölvuna með góða tónlist á fóninum, í náttfötunum með kaffibolla, róleg, þreytt og í fínu jafnvægi og skrifa hugrenningar mínar og liðnar minningar og myndir frá liðnum dögum;-)

Gunnar litli sæti frændi, Jói bróðir og Lára komu óvænt í heimsókn í gærkvöldi,allt of langt síðan ég hef hitt þau og gaman að knúsa litla kútinn:-)

Annars gengur lífið sinn vanagang. Síðasti einn og hálfur mánuður verið undarlegur og margt skeð, bæði í huganum sem og í daglega lífinu og dagarnir hafa verið allavega. Góðir, skemmtilegir, dimmir, viðburðaríkir, tímalausir, bjartir, fullir af hugsunum um nútíð, fortíð framtíð, gamlar og nýjar minningar rifjast upp, jafnvægi, gleði, tregi, grátur, hlátur, rólegheit, veikindi, mikil dagskrá, vinna, fundir, heimsóknir, símtöl, partý, djamm, dansiball, vídjókvöld, tölvuhangs, bíóferðir, leikfimi, skokk, gönguferðir, samtöl, búðarráp, kaffihúsaferðir, sofa út, borða, þvo þvotta og svo margt fleira:-)

og það er ýmislegt framundan, fundir, vinna, jólamatur starfsfólks, vidjókvöld, partý, fleiri saumaklúbbar og hittingur, náttfatadagur og ýmislegt feira:-)

jamm, svona er lífið hjá kennaranum í sveitinni:-)

læt þetta nægja í bili, er að fara að leggja mig fljótlega:-)
Ég óska ykkur góðra daga, gleði, hamingju og innri friðar:-)

sandra þreytta...