Monday, October 23, 2017

jæja

ég byrjaði aftur að vinna eftir sumarfrí, en fann að ég var orðin dálítið þreytt og að grunnskólinn togaði í mig.. samt var ég ekki alveg tilbúin að vera umsjónarkennari, var meira að hugsa um stuðnings eða aðstoðarkennarastöðu. Hef stundum verið að hugsa um að breyta til undanfarið en aldrei lagt í það.

Ég sá auglýsta stuðningsfulltrúastöðu í skóla í RVK og sótti um á sunnudagskvöldi.. Var í vinnunni á mánudeginum þegar ég fékk símtal frá skólanum og var beðin um að koma í viðtal seinna um daginn. Ég fór í viðtalið og fékk svo vinnuna á þriðjudeginum:-)

Ég vann í leikskólanum til 31. ágúst og kveðjustundin var falleg en pínu sorgleg þar sem ég hafði verið þar í 8 ár, en ég fékk knús og kossa, gjafir og fallegt bréf með hópmyndum af okkur:-)
Ég byrjaði svo í nýju vinnunni 1. sept.:-)

Ég er stuðningur inni í 5. bekk (10 ára) og fylgi bekknum (23 börn) í alla tíma. Er mest að aðstoða yndislegan einhverfan dreng í bekknum, en hjálpa líka hinum börnunum eftir því sem við á:-)
Er líka að vinna í frístundaheimilinu, sem er líka skemmtilegt nokkra tíma á viku til að fylla upp í 95% starf  þar sem stuðningsfulltrúastaðan er bara 75% starf..

Þetta er sumpart nýtt fyrir mér, hef aldrei kennt á miðstigi, en það er gaman og fjölbreytt, er að læra á námsefnið, börnin og skólann. Við höfum gert ýmislegt skemmtilegt, fórum  m.a í bíó Paradís og í skoðunarferð í Borgarleikhúsið og svo erum við að fara á leiksýninguna Bláa hnöttinn 1. nóv.
 Já, ég er glöð og ánægð með starfið, fólkið og staðinn og fegin að hafa þorað að breyta til:-)
Og það gengur vel, hef fengið hrós og velvilja frá samstarfsfólkinu:-)

 Fór í afmæli til vinkonu minnar í byrjun september, söng með kórnum á bæjarhátíðinni  í lok ágúst, tók þátt í 10 km hlaupinu um miðjan ágúst sem gekk vel, fór í bíó og tók þátt í kórakvöldi síðastliðið fötudagskvöld sem Mosfellskórinn stóð fyrir og tókst það ágætlega:-)

Er núna í vetrarfríi sem er yndislegt, Gunnar litli gisti hjá okkur á fimmtudagskvöldið og við fórum á Landnámsýninguna á föstudeginum þar sem hann var líka í vetrarfríi...

Eigið góða viku...
Sandra.