Sunday, August 31, 2008

Ég

er svo full af lífsgleði, jákvæðri orku, þakklæti, krafti, rósemi, sjálfstjórn, hamingju og innra jafnvægi þessa dagana:-)
og það er svo frábært og gaman að vera til:-)
Hef farið mikið á viðburði tengda búddismanum, tekið að mér að vera í ábyrgð, mætt á fundi, kyrjanir og fleira og get ekki beðið eftir haustnámskeiðinu okkar næstu helgi:-)

Það gengur vonum framar í vinnunni, og bekkurinn minn er frábær og yndislegur, þetta er eins og draumur í dós og ég hlakka til að mæta á hverjum morgni...

Er líka byrjuð aftur í náminu og það fer hægt af stað, er að bíða eftir verkefnalýsingu fyrir fyrsta verkefnið...
Við hittumst tvær vinkonurnar í gær og vorum að ræða um námskeiðið og leggja drög að skipulagi fyrir veturinn.

Í gærkvöldi fór ég út að borða og svo í bíó með vinkonu minni.
Sáum ágætis dansmynd sem heitir "make it happen" en ég bjóst samt við meiru, en samt fínustu dansatriði inn á milli...

Fór á útsölumarkað hjá Zo-on í dag og fann fína flíspeysu, regnjakka og léttan hversdagajakka:-)
Mæli með að þið kíkið þangað á morgun ef þið getið, því þá er seinasti dagurinn...

Gæti talað í allt kvöld en það er búið að vera svo mikið um að gera, hitta vini og fjölskyldu, fara á fundi og bíó og vinna og læra og spjalla og fleira að ég læt þetta duga í bili;-)

Elska ykkur öll, vona að þið séuð ánægð og happy og heil heilsu;-)
Megið þið eiga góða viku...
Hópknús
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:

29.ágúst

Veraldleg velgengni og góðar kringumstæður byggðar á heppni verða auðveldlega að engu. Þetta er jafn hverfullt og tálsýn. En ástand búddatignar, þegar því er náð, er aldrei hægt að skemma, ekki um alla eilífð. Við munum njóta tilveru sem er barmafull af góðri gæfu og ómælanlegri gleði æviskeið eftir æviskeið.

Sunday, August 24, 2008

Vil

óska íslenska handboltalandliðinu innilega til hamingju með frábæran árangur og silfurverðlaunin, og vona að þið njótið dagsins og sigurins.
Glæsilegt hjá ykkur strákar:-)

Ég vil líka óska honum afa mínum innilega til hamingju með stórafmælið í dag:-)
og vona að hann eigi góðan og notalegan dag með fjölskyldu og vinum...
Er að fara í afmæliskaffið á eftir;-)


Annars er allt frábært að frétta hjá mér og ég er í háu lífsástandi, með innra jafnvægi og rósemi:-)
Mér líst vel á nýju vinnustaðinn, nemendur og starfsfólk, og það hefur allt gengið eins og smurt undanfarna daga;-)
Veturinn leggst vel í mig og þetta verður gaman og notalegt...
og fyrsti skóladagurinn er á morgun;-)

Ég er loksins búin að fá seinni einkunina og niðurstaðan var sú að ég náði báðum áföngunum á síðustu önn:-)
Svo byrjar næsti áfangi í KHÍ á morgun og mun ég mæta í tíma beint eftir kennslu...

Það hefur líka verið nóg um að vera í búddismanum sem er gott og gaman og hef ég verið virk a mæta á fundi og aðra viðburði sem hjálpar mér mikið að halda góðri líðan, fá stuðning og tækifæri til að styðja aðra meðlimi;-)

Læt þetta nægja í bili, er að fara að taka mig til fyrir afmælisboð:-)
Knús og kossar til ykkar yndislegu lesendur...
Sandra sæla

Leiðsögn dagsins:
24.ágúst

Framfarir - andi þess sem Nichiren Daishonin kennir er það “að taka ekki framförum er afturför.” Aðalatriðið er að halda áfram að ryðja sér leið þrátt fyrir þá storma eða erfiðleika sem kunna að mæta manni, að vera óttalaus og sækja fram eins og ljón.


SGI-USA dagur karladeildar

1947: Daisaku Ikeda gengur til liðs við Soka Gakkai, þá 19 ára


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, August 17, 2008

Er

á fullu að undirbúa kennsluna:-)
Breyta nafnalistum, laga til stundarskrá, fara yfir gátlistann fyrir viðtölin og margt fleira. Jamm þetta leggst bara vel í mig.
Fór áðan og keypti skóladót sem mig vantaði og fann þá líka Mínu mús og Zippý:-)

Mína er sæt, grá mús sem verður vinkona okkar í vetur og fær að fara heim með nemendum um helgar;-)

Zippý er lítil, krúttleg, græn fluga sem verður í bekknum og ætlar að kenna okkur ýmislegt um lífið og tilveruna í vetur, t.d. um tilfinningar, virðingu, samskipti, hvernig við eignumst vini, og tökumst á við breytingar, og margt fleira:-)

Ég byrjaði á því að fara á frábært námskeið hjá Lýðheilsustofnun á miðvikudaginn í síðustu viku og fékk þar ókeypis og tilbúið til notkunar gagnlegt, nýlegt, áhugavert og skemmtilegt námsefni í lífsleikni, ekki amalegt það:-)
Við verðum vinir Zippýs í vetur en það er einmitt nafnið á lífsleikninámsefninu sem ég fékk gefins:-)

Svo á fimmtudag og föstudag var ég uppi í skóla á námskeiðum og fundum, og það var tekið vel á móti mér. Það er ekki búið að ráða annan 1. bekkjar kennara og ég er eini nýi kennarann, en skólastjórnendur sögðu mér að það væri búið að bjarga málum með þvi að deildastjórinn á yngsta stigi verður á móti mér til að byrja með;-)
Einnig tóku þau vel í það að ég væri í meistaranámi og sögðu að það væri ekkert mál að gefa mér frí til að fara í tíma þar;-)

Í næstu viku verður nóg að gera í vinnunni, undirbúa, fara á námskeið og fundi, laga til í kennslustofunni og fleira.

Læt þetta nægja í bili og bið að heilsa ykkur.
Eigið góða viku, verið góð hvert við annað og njótið lífsins:-)

Kv. Sandra sem er á fullu í mörgu skemmtilegu:-)

Leiðsögn dagsins:

16.ágúst

Vissulega munu koma tímar þar sem þú óskar þess að þú hefðir meira fé milli handa, meiri tíma til að sofa og meiri tíma til skemmtanna og tómstundaiðkanna. Þér getur fundist þú takmarkaður núna, en þú ættir að líta á núverandi aðstæður þínar sem hinar fullkomnu kringumstæður fyrir vöxt þinn. Innan þeirra takmarkana sem skilgreina núverandi tilveru þína, er það eina í stöðunni að aga sjálfan þig og halda í átt að vexti og sjálfsbetrun. Í því ferli að leggja þig allan fram í slíkri viðleitni, muntu án efa efla og styrkja sjálf þitt.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, August 11, 2008

Mikið um að vera

á miðvikudaginn byrjaði ég á því að fara í leikfimi með Jóa og Láru:-)
Eftir það fórum við Jói í Háskólann að leysa ýmis mál í sambandi við nám og vinnu...
og það er allt að skýrast hvernig þetta verður í vetur;-)

Um kvöldið fór ég á undirbúningsfund fyrir fræðsluprófið og eftir fundinn fórum við á kertafleytinguna sem heppnaðist vel að venju, þrátt fyrir mikið úrhelli;-)

Á fimmtudaginn fór ég ásamt öðrum búddista upp á völl að ná í tvo erlenda búddista sem voru að koma til landsins að taka þátt í Gleðigöngunni...
Við keyrðum í bæinn og ég skutlaði þeim á hótelið og fór svo niður á Lindargötu að taka þátt í að skreyta vagninn okkar SGI búddista;-)

Kvöldinu var svo varið í góðum félagsskap vinkvenna á Kaffi París;-)

Föstudagurinn fór í að hjálpa mömmu og aðstoða við undirbúning fyrir Gleðigönguna og klára að útbúa vagninn...

Laugardagurinn var æðislegur og skemmtilegur í alla staði. Ég var kominn niður á Hlemm um eittleytið til að hitta búddistana. Ég var fyrst að hugsa um að horfa á gönguna og taka myndir eins og ég hef gert undanfarin ár, en tók ákvörðun um að taka þátt í göngunni með hópnum:-)
það var skemmtileg og skrýtin upplifun og ég sé sko alls ekki eftir því,og mér líður mjög vel núna eftir alla þessu nýju og frábæru upplifun, bæði undirbúninginn (sem ég hef aldrei tekið þátt í áður) og svo sjálfa gönguna (í fyrsta skipti sem ég tek þátt:-)
Við vorum í merktum appelsínugulum bolum og vorum með vagn þar sem þemað var Galdrakarlinn í Oz og svo voru í kringum 40 búddistar(þó ekki allur hópurinn í einu) sem gengu fyrir framan, aftan og meðfram vagninum:-)
Myndirnar eru komnar á myndasíðuna...

Þegar vagninum hafði verið komið á sinn stað eftir gönguna, fórum við á Arnarhól þar sem skemmtiatriðin voru. Ég horfði á það og var svo komin heim um sexleytið. Þá skrapp ég í sturtu, skipti um föt og fór svo í afmæli til Heiðar vinkonu:-)
Við borðuðum góðan mat og kjöftuðum fram yfir miðætti, og kíktum svo stutta stund í bæinn...

Í gærkvöldi fór ég á frábæran, skemmtilegan og hvetjandi fræðslufund og leið mér mjög vel eftir það:-)

Í vikunni byrja ég í nýju vinnunni og hlakka ég til, en er líka með smá fiðrildi í maganum, en það lagast allt þegar rútínan byrjar;-)
Eina sem er ekki nógu gott er að það er ekki búið að ráða í stöðuna á móti mér, þ.e. samkennara í 1. bekk, en það bjargast allt að lokum...

Læt þetta nægja í bili, vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar;-)
Risaknús og jákvæð orka til allra...
Sandra

Leiðsögn gærdagsins frá Ikeda á vel við pistilinn hér að ofan;-)

10.ágúst

Frá einu sjónarmiði, þýðir búddísk iðkun að steypa sér út í hringiðuna meðal fólksins og leggja okkur fram um að efla lífskraft okkar í það óendanlega. Tilgangur starfs SGI er að gera okkur kleift að byggja upp sterkt, óbugandi sjálf, demantslíkt sjálf sem getur sigrast á öllum erfiðleikum og lýst okkur leiðina hvert sem við förum. Hindranir eru gullin tækifæri fyrir hið sterka sjálf að brjótast fram, óeyðanlegt eins og demantur, hæft til að vara að eilífu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, August 05, 2008

Vildi

bara vekja athygli á tveim viðburðum í þessari viku:

Kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki á miðvikudagskvöld:



íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst 2008 og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst klukkan 22:30.

Í tilkynningu frá samstarfshópi friðarhreyfinga kemur fram að safnast verður saman sið suðvesturbakka Tjarnarinnar í Reykjavík (við Skothúsveg) klukkan 22:30. Þar mun Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Helga Nína Heimisdóttir. Flotkerti og friðarmerki verða seld á staðnum. Á Akureyri flytur Svavar Jónsson sóknarprestur ávarp. Flotkerti verða seld á staðnum.

Kertunum er fleytt í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9. ágúst 1945 og er þetta tuttugasta og fjórða kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum.



og svo á fimmtudagskvöldið er ljósahátíð á Lækjartorgi:


Kerti fyrir Tíbet, hið alþjóðlega framtak Ísraelans David Califa hefur nú laðað að sér 100 milljón manneskjur sem hafa staðfest þátttöku sína í verkefninu. Dalai Lama og Robert Thurman hafa opinberað stuðning sinn við verkefnið og hvatt aðra til að taka þátt í þessu alþjóðafriðarátaki fyrir málstað Tíbeta.

Vinir Tíbets á Íslandi skipuleggja ljósahátíð í Reykjavík sem lið í þessu verkefni. Hátíðin hefst á Lækjartorgi klukkan 21:00 á fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Kveikt verður á kertum víðsvegar um heiminn klukkan 21:00 að staðartíma. Allir eru velkomnir og hægt að kaupa stormkerti á kostnaðarverði. Kertin verða notuð til að skrifa stórum stöfum “Save Tibet”. Þeir sem ekki hafa tök á að taka þátt í ljósahátíðinni geta samt sem áður sýnt ákalli Tíbeta um frelsi og að mannréttindi þeirra séu virt, stuðning með því að skrá sig á http://candle4tibet.org og kveikt á kerti á heimili sínu – best er að setja kertið út í glugga til að það verði öðrum sýnilegt.

Ljósahátíðinni er ekki ætlað að vera mótmæli gegn Ólympíuleikunum, heldur fremur að beina kastljósinu að því sem er að gerast í Tíbet en landið er enn lokað fyrir umheiminum og stöðugt berast fréttir af harðnandi aðgerðum gagnvart þjóðinni, sérstaklega gagnvart munkum og nunnum. Þá er þetta ekki heldur aðför gagnvart kínversku þjóðinni en mannréttindi eru víða brotin á kínverjum í heimalandi þeirra.


Vona að ykkur líði vel og að þið eigið góða daga framundan:-)
Risaknús og kossar til ykkur yndislegu vinir mínir:-)
Sandra búddisti og friðarsinni...


Leiðsögn frá Ikeda:

27.júlí

Búddismi finnst í veruleika samfélagsins og í daglegu lífi. Vegna þess að búddismi er á engan hátt aðskilin frá þessum veruleika, verðum við að leggja okkur fram með framkomu okkar að vera sem bestar fyrirmyndir fyrir aðra.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, August 04, 2008

Fínasta

verslunarmannhelgi að baki.

Fór á Batman-The Dark Knight á föstudagskveldið, mæli svo sannarlega með henni, besta Batman myndin til þessa og er ein af þessum stórmyndum sem er eiginlega nauðsynlegt að sjá í bíó:-)

Það er mjög sorglegt að leikarinn Heath Ledger sem leikur Jókerinn sé fallinn frá langt fyrir aldur fram;-(

ég vona að hann fái Óskarsverðlaun, hann á það svo sannarlega skilið fyrir frammistöðu sína í þessari mynd..



Vil biðja ykkur að senda batakveðjur til Morgans Freemans sem fór líka á kostum í myndinni, hann liggur núna mikið slasaður á sjúkrahúsi;-(


Á laugardaginn var farið í góðan og skemmtilegan bíltúr um Suðurnesin, kíkt á kaffihús, rúntað um Keflavík, Sandgerði og Garðinn, hef aldrei komið í Garðinn, og gaman að koma þangað og sjá Garðskagavita;-)
Því miður tók ég ekki myndavélina með í það skiptið...

Í gær var svo ævintýraferð, keyrt í átt að Þjónustumiðstöðinni hjá Þingvöllum og beygt inn hjá skilti sem á stendur "Uxahryggir" og keyrt áfram á illfærum malarvegi um Kaldadal, upp á hálendið, þvottabrettisvegur, steinar, klappir og hryggir, spólað í 1. gír upp brekku:-)
En gamli, góði, trausti bílinn minn kemst allt og hefur aldrei bilað í ferðum um landið;-)
Eyðimerkurlandslag, jöklar, ár, urð og grjót, Skjaldbreið, gras, melar, hraun og mosi, bara geggjað:-)
Náði samt ekki myndum af jöklunum vegna þoku og rigningar...



Síðan var stoppað við Hraunfossa og Barnafoss, mjög fallegir fossar og orka í landslaginu, endilega kíkið þangað við tækifæri;-)



Síðasti stoppustaður var Reykholt, Snorralaug, leynigöng, kirkja og gamall heimavistarskóli..



og svo var keyrt í bæinn...

Myndir af þessu ferðalagi eru komnar á myndasíðuna...

Nóg um að vera í næstu viku: kertafleyting, gleðiganga, afmæli, hittingur á kaffihúsi og umræðufundur svo eitthvað sé nefnt;-)

Nóg af mér í bili..

Vona að þið eigið góða viku framundan;-)
Stubbaknús..
Sandra í sumarfríi...

Leiðsögn dagsins:

3.ágúst

Sem manneskjur, skulum við seilast út fyrir okkar smáa, takmarkaða sjálf og öðlast allt umlykjandi ástand, þar sem hjörtu okkar tengjast alheiminum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda