Vil
óska íslenska handboltalandliðinu innilega til hamingju með frábæran árangur og silfurverðlaunin, og vona að þið njótið dagsins og sigurins.
Glæsilegt hjá ykkur strákar:-)
Ég vil líka óska honum afa mínum innilega til hamingju með stórafmælið í dag:-)
og vona að hann eigi góðan og notalegan dag með fjölskyldu og vinum...
Er að fara í afmæliskaffið á eftir;-)
Annars er allt frábært að frétta hjá mér og ég er í háu lífsástandi, með innra jafnvægi og rósemi:-)
Mér líst vel á nýju vinnustaðinn, nemendur og starfsfólk, og það hefur allt gengið eins og smurt undanfarna daga;-)
Veturinn leggst vel í mig og þetta verður gaman og notalegt...
og fyrsti skóladagurinn er á morgun;-)
Ég er loksins búin að fá seinni einkunina og niðurstaðan var sú að ég náði báðum áföngunum á síðustu önn:-)
Svo byrjar næsti áfangi í KHÍ á morgun og mun ég mæta í tíma beint eftir kennslu...
Það hefur líka verið nóg um að vera í búddismanum sem er gott og gaman og hef ég verið virk a mæta á fundi og aðra viðburði sem hjálpar mér mikið að halda góðri líðan, fá stuðning og tækifæri til að styðja aðra meðlimi;-)
Læt þetta nægja í bili, er að fara að taka mig til fyrir afmælisboð:-)
Knús og kossar til ykkar yndislegu lesendur...
Sandra sæla
Leiðsögn dagsins:
24.ágúst
Framfarir - andi þess sem Nichiren Daishonin kennir er það “að taka ekki framförum er afturför.” Aðalatriðið er að halda áfram að ryðja sér leið þrátt fyrir þá storma eða erfiðleika sem kunna að mæta manni, að vera óttalaus og sækja fram eins og ljón.
SGI-USA dagur karladeildar
1947: Daisaku Ikeda gengur til liðs við Soka Gakkai, þá 19 ára
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home